Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 42
MYNDLIST
sérvitringur eða finna til minni sam-
kenndar við aðra listamenn? - Ja. í
upphafi ferilsins þjappa listamenn sér
gjarnan í hópa utan um ákveðnar
skoðanir eða mynda sýningarhópa.
Þeir sækja styrk í hópinn. En svo
kemur þörfin fyrir aö þróa sitt og
halda dálítið sína leið. Þetta er senni-
lega að gerast hjá mér.
HÞF: En er það kannski rétt að það
séu að verða minni hlaup í hinar og
þessar áttir hjá þér, það er orðið
meira útlitslegt samband milli hlut-
anna?
KGH: Ég efast um það hvað hið út-
litslega varðar. Á síðustu sýningu
minni voru útlitslega mjög ólík verk.
Þar voru meðal annars stór raunsæ
málverk máluð eftir Ijósmyndum og
lítil verk unnin úr límbandi og stimpl-
uðum texta. Þannig að útlitslega og
formrænt séð hafa verkin aldrei verið
ólíkari innbyrðis.
HÞF: Pabbi þinn var einhvers konar
farandverkstjóri, fjölskylda þín var á
ferð út um allar trissur. Er þetta
ferðalag þar sem hlutir eru hirtir og
galleríið sá staður þar sem þeir eru
skildir eftir? Þá á ég við að upplifun
ferðalagsins sé einhvers konar tínsla
og svo er það sem þú skilur frá þér
það sem þú sýnir í galleríinu?
KGH: Já það má kannski frekar segja
að það hafi vcrið þannig.
HÞF: Þegar þú talaðir áðan þá kom
upp í huga mér, sem er nú eiginlega
það síðasta sem mér hcfði dottið í
hug, Sigmar Polke, þú sagðir „raunsæ
mynd, og svo Iímdi ég texta og eitt-
hvað svona“, er eitthvað til í því?
KGH: Hann er kannski sá nýmálari
sem ég varð fyrir mestum áhrifum
frá. í hans verkum sérðu oft í einu og
sama málverkinu nokkrar myndir mál-
aðar eftir ljósmyndum, svo er
abstrakt mynd í bakgrunninum. Undir
kraumar dulinn hugsanagangur í ætt
við hugmyndlist, en popplistarandi
svífur einhvers staðar yfir.
HÞF: Vegna þess að Erró cr íslensk-
ur spyr ég hvort það sé einhver sam-
leið hjá þér og samklippunt hans, cn
kollasar hans eiga einhvað upphaf í
flúxus ef ég þekki það rétt og líka
súrrealisma og poppi?
KGH: Ég verð að viðurkenna það að
hann hefur aldrei haft nein áhrif á
mig. Ég reyni að skapa Ijóðræn tcngsl
sem eru oftast mjög óljós og crfitt að
grípa. Hjá Erró er þetta allt miklu
augljósara, tengslin stundum dálítið
grunn og ekki mjög „andleg“. Mér
finnst hann samt ágætur listamaður í
hófi.
1988. Viður, gifs, gler, steypa, ryk, olíulitur
og útsaumur. 168x120x15 cm.
EP: Það eru kannski einhver tengsl f
vinnuaðferðinni?
KGH: Já, kannski stundum þegar ég
nota efni úr fjölmiðlum, texta, blaða-
ljósmyndunt og þvíumlíkt. Erró safn-
ar myndum, en hann virðist ekki vera
í persónulegum tengslum við þær.
HÞF: Finnst þér þú vcra kominn á ein-
hvern ákveðinn stað þar sem þú getur
staldrað við?
KGH: Já, það finnst mér. Staðurinn
afmarkast ekki síður af því sem ég vil
ekki. Ætli ég sé ekki kominn á mína
þúfu, eins og Guðbcrgur kallar það.
EP: Þér finnst þú samt vera að víkka
út um leið?
KGH: Já, það er kannski hægt að
orða það sem svo að ég sé kominn á
þessa tilteknu þúfu en reyni að víkka
rammann út frá henni í allar áttir.
EP: Er einhver uppáhaldssýning?
KGH: Mér dettur sýningin í Ásmund-
arsal fyrst í hug, en þó vil ég helst
ekki mismuna sýningum og verkum.
40