Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 60

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 60
VIÐTAL ópu þá sjáum við að það er ákveðinn heildarsvipur, þó að það sé munur á listamönnum sem koma frá austur- ströndinni og þeirri vestari. Norrænir listamenn og landafræði listarinnar Sp.Hvað með norræna listamenn, þekkja Frakkar eitthvað til norrænna listamanna og fylgjast þeir eitthvað með því sem er að gerast þarna í norðri? B.M. Við þekkjum Erró auðvitað og Hrein Friðfinnsson sem báðir sýna reglulega hér í París. Þegar Pompi- dou safnið opnaði sýndu fjórir Islcnd- ingar á sýningu sem hét £a va, ga va? Ég er sjálfur mjög hrifinn af norrænni málaralist, t.d. Asger Jorn, hann er algjör snillingur. Ég er ekki bara hrif- inn af málaralist hans heldur mannin- um sjálfum, stjórnmálaskoðunum hans, siðfræði og lífsskoðunum yfir- leitt. Hann var mikill listamaður. Ég er einnig mjög hrifinn af Per Kirkeby sem vinnur jöfnum höndum í mynd- list og höggmyndalist. Ég álít að lista- maður í dag sé sá sem lætur sig allt varða. Ef við tökum t.d. Warhol og Beuys, risabákn seinni hlutar tuttug- ustu aldar, þá höfðu þeir báöir afskipti af stjórnmálum. Annar í gegnum tískuna, tónlistina, under- ground og kvikmyndirnar og hinn beint í gegnum stjórnmálin, uppeldis- fræðina o.s.frv. Sp. Finnst þér þessir norrænu lista- menn sem þú nefndir áðan hafa ein- hver sameiginleg einkenni? B.M. Já það er alltaf hægt að finna eitthvað, en ég er ekki viss um að það skipti svo miklu máli fyrir listina sjálfa. Við getum ekki leitt hjá okkur listasöguna, en hún er fölsk. Þetta er bara landafræði listarinnar sem ég óttast mjög, hún er ákaflega vafasöm að mínu mati, vegna þess að þá erum við farin að tala um umhverfisáhrif sem þýða það að hlutirnir spretti upp úr jarðveginum og þá erum við í raun og veru farin að tala um hluti sem eru mjög rasískir, þar sem sagt er að fólkið í norðri sé svona og fólkið í suöri svona o.s.frv. Sp. Eins og teóríur Worringcrs? B.M. Það er einum um of... jafn- vel þótt það sé satt. En ég hcld að okkur verði ekkert ágengt með því að tala eftir þcssum brautum, okkur vcrður ekkert ágengt í því sem skiptir máli, við segjum bara að fólkið í norðri sé svona o.s.frv. og þannig breiðum við arminn út mót byggðar- stefnuhættunni sem hcfur verið mjög ábcrandi síðan í lok áttunda ára- tugarins. Þetta er í raun og veru algjör fjar- stæöa. Hvcr og einn hjá sér, það er dálítið kvíðvænlegt eða hvað? Þegar maður sér Jean Marie Lc Pen um allt og heyrir fólk alls staðar í Evrópu segja að hver og einn eigi að vera heima hjá sér þá fer manni að rcnna kalt vatn milli skinns og hörunds. Menn leita sér þjóðernis af því þeir eru auðvitað það sem þeir eru. Það sem er mest spennandi það er það sem kemur á eftir, þ.e.a.s. hvernig við tökum á móti hinum og hvernig við sameinumst. Þess vegna heillast ég af myndlistarmönnum eins og Manet. Sp. Ert þú ekki sjálfur með spænskt blóð í æðununt? B.M. Nei, en nærri því, ég er fæddur í Suður-Frakklandi sem er vissulega nær Spáni en París. Ég er fæddur í Bordeaux og foreldrar mínir eiga ættir sínar að rekja til héraða sem eru nálægt landamærum Spánar. Franska listin er ekki beint mín deild. Mér finnst ég alltaf vera á milli tveggja heima og þetta menningar- lega flökkulíf hjá mér stuðlar aö því að ég heillast alltaf af svæðum sem eru mitt á milli, - milli tveggja Ianda, tveggja miðla eins og t.d. bókmennt- anna og myndlistarinnar eða mitt á milli tálblekkinga, menninga og hug- arflugs. Þaö er til geómctrísk formúla sem heitir samræmisreglan. Það er þegar einn hlutur er settur ofan á annan og það passar saman. Ósanr- ræmi heitir það aftur á móti þegar hlutirnir ganga ekki saman þ.e.a.s. afgangurinn stendur út af o.s.frv. og þcgar talað er um Vincongruité (ósam- ræmi) og að eitthvað eigi ekki við, þá er það einmitt sú merking. Það gengur ekki saman og það er einmitt það sem ég hef áhuga á, það er þetta mauvais esprit. Ég er að leita að því sem á ekki við, ósamræminu, þ.e.a.s. því sem er ofaukið, þessu sem skagar út, „útskaganum“. Þess vegna get ég ekki verið með þjóðernisstefnu í listinni vegna þess að ég elska landa- mærin og ég get ómögulega sett ákveðna list á ákveðið land. Ég er hlynntur því að sameina öll möguleg gildi, en með því skilyrði að þau séu raunverulega sameinuð. Það yrði gríð- arlega mikil vinna, raunveruleg mcnningarvinna. Ég er mjög hrifinn af Polke einmitt vegna þess að hann vinnur með þetta ósamræmi á milli hluta sent ná ekki saman, liann vinn- ur með gegnsæið og hluti sem leggjast hvor ofan á annan og ná aldrei saman. Það er þess vegna m.a. sem að ég valdi hann til þess að vera í bókinni minni L’Éloge du mauvais esprit. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.