Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 11

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 11
BLEKKING O G ÞEKKING Gunnarsson hefur lýst þessu á eftir- farandi hátt í blaðaviðtali: „Allir hafa verið börn og kynnst börnum, og þegar við berum þær stöðnuðu heimsmynd- ir sem við endum í saman við lifandi sýn og frjóar heimsmyndir bernskunn- ar, er það síðarncfnda vitanlega þakk- látara yrkisefni. Barnið upplifir kannski eina heimsmynd á dag á vissu þroskaskeiði, en okkar eru gatslitnar, útþvældar og margnota." Hver upplifir ekki þessa þrá öðru hverju: að brjótast út úr heimsmynd sinni, skapa nýjan heim. Michel Foucault sagði eitt sinn að sálin væri fangelsi líkamans nú á dögum (en ekki öfugt). Flestir sætta sig nokkurn veginn við vist sína í fangahúsi heims- myndar; aðrir hverfa aftur á við eða út fyrir þar sem líkami leiksins er óheftur og frjáls en ekki beygður og agaður af kröfum tíma og umhverfis. Kannski enginn komist undan slíkri upprunaleit einhvern tíma á ævi sinni. Síðustu árin hefur hópur rit- höfunda fundið „útþrá“ sinni farveg í bernskulýsingum cins og fyrr er gctiö. Hér er um ljóðræna trúhneigð að ræða sé á heildina litið, rómantískt óraun- sæi, sálmakveðskap á atómöld. í þessum bókmenntum á „hvítvoð- ungsleg mynd ófreskjunnar“ erfitt uppdráttar; þó að lýst sé sársauka er hann ýmist vafinn inn í trega eða húmor. Var líf bernskunnar ekki erfið- ara og andstæðufyllra en ráða má af verkum Péturs svo dæmi sé tckið? Pað er eins og mig minni það. Ætli æskusögur Péturs og íleiri höfunda séu ekki reistar á stórvaxinni blekk- ingu þegar allt kemur til alls? Fortíð- arþráin er sennilega innbyggð í mann- legt tilfinningalíf; sé ekkert til að sakna - ef allt var grábölvað í verunni - þá er eitthvað búið til. Við samein- um tvístrið með því að ímynda okkur uppsprettu eða miðju sem hægt er að dreyma um - og við teljum okkur trú um að líf okkar sé skáldlegt, að það lúti lögmálum skáldskapar. Lífið er sjónarspil persóna og leikcnda er sagt; tilveran er víðáttumikið leikhús. Pessi líking hefur sjaldan heyrst jafn oft og á seinni árum; hún þykir alltaf jafn skáldlcg og skemmtileg. En lífið er ekkert leikrit; það á ekkert sameig- inlegt nema launaumslagið með ver- öld leikhússins. Við getum ekki farið út í hléi - það er ekkert hlé; við getum ekki dáið og risið upp frá dauðum eins og leikarinn né þvegið af okkur farðann og farið heim að sofa líkt og hann eftir viðkomu á hverfiskránni eða í Kjallaranum. Við erum knúin til að lifa - og lífið er ekki til að sýnast. Það þýðir ekkert fyrir Helga Skúlason að klæðast búningi lúðulaka aftan úr miðöldum og gretta sig niður við Tjörn; það verður eng- inn hræddur nema kannski eins og einn vegvilltur köttur. Þó að Helgi Skúlason hafi þróað list hinnar fólsku- legu grettu umfram aðra menn er hann í raun góðlegur eins og saklaus unglingsstúlka nýkomin úr sveit fyrir norðan, undrandi á svip yfir unaðs- semdum borgarlífsins. Engu að síður hefur líkingin og hugsunarháttur hennar undarlegt vald yfir mörgum rithöfundum; hún gerir þá svo gáfaða finnst þeim. Maðurinn tengist ekki lífinu eins og lcikari sviðsbúnaði. Hann er miklu heldur samvaxinn heiminum eins og snigill skel sinni; heimurinn er hluti af manninum eins og hann er hluti af heiminum. Af þeim sökum breytist heimurinn um leið og maðurinn; miðjan færist til frá andartaki til andartaks. Og það er aðeins eitt sjón- arspil á dagskrá: veruleikinn. Leik- ritslíkingin er í eðli sínu fölsk af því að hún felur í sér að til sé sannur raunvcruleiki utan við leiksviðið - að lífi okkar sé stjórnað af einhverjum á bak við, fyrir ofan eða til hliðar við sjónarspilið. En það er mikill mis- skilningur. Leikstjórinn hefur löngu sagt upp störfum og lagst til hvíldar í ritum heimspekinganna. 2 Hefur saltið dignað? Pannig var spurt fyrir nokkrum árum í umræðu um ís- lenska skáldsagnagerð. Svarið var já- kvætt. Menn höfðu fengið nóg af frum- stæðum vandamálaverkum í anda skandinavísks nýraunsæis, verkum er snerust um vinnupuð og bónusþrælk- un, bleyjuþvott og kúk kornabarna, fósturlát og kvenfyrirlitningu, eða þá fyllirí og framhjáhald lífsleiðra arki- tekta. Hvar er hið dulda, óreglulega og djúpa var spurt? Að baki bjó róm- antísk hneigð, pólitísk þreyta, andúð á borgaralegum hversdagsleika. Tím- inn sem í hönd fór einkenndist af veg- sömun ímyndunarafls og hugarflugs, leit að leik og ævintýri; skáldleg tákn- vísi kom í stað félagslegrar hlutlægni. Mörg ágæt skáldverk urðu til á þess- um árum. Tala má um bókmenntalega leysingu; ofríki staðreyndanna var hrundið - fantasían fékk útrás; ofur- lítið leifturstríð átti sér stað. Eða var þetta bara flugeldasýning? Núna er svo komið að innihaldsleysið æpir á mann sé opnuð íslensk skáldsaga; það vantar í þær fjandskap, ögrun, áleitni, ofurlítið ofstæki - svona eins og þær skipti máli. Saga skáldsögunnar skýrir þetta ferli að nokkru leyti; af fortíð skal hyggja var einhvern tíma sagt. í bók- inni LIST SKÁLDSÖGUNN AR dregur tékkneski rithöfundurinn Mílan Kúndera upp eftirfarandi mynd: Samtímis því sem Guð vék úr sæti sínu þaðan sem hann hafði stjórn- að heiminum og verðmætakerfi hans, grcint sundur gott og illt og gætt alla hluti milli himins og jarðar merkingu - samtímis því lagði riddarinn sjón- umhryggi, Donkíkóte, af stað úr húsi sínu út á víðar lendur heims er hann kannaðist varla við. Þessi heimur ein- kenndist af óttalegri margbreytni enda hafði sannleikur guðdómsins sundrast; það var ekki lengur hægt að skjóta einstökum vandamáluni eða deiluefnunt til æðri dórnara. Á þessu augnabliki varð heintur Nútímans til, 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.