Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 57

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 57
set ég mig öðruvísi, en ég nálgast efnið á listsögulegan hátt. Listsýningar í Brussel Sp. í hverju er vinnan þín í raun og veru fólgin? B.M. Fyrir utan kennsluna þá skrifa ég bækur og skipulegg sýning- ar. Ég er curateur, franska orðið commisaire er hræðilegt, það minnir á lögregluna. Mér finnst ágætt að segja að ég skipuleggi sýningar. Sp. Ertu þá beðinn um að skipu- leggja sýningarnar eða kemur þú sjálfur með tillögur að þeim? B.M. Vanalega er ég bcðinn um það. Núna sé ég t.d. um sýningu sem cr í Brussel. Ég hef þar til untráða tvo sali í Palais des Beaux Arts scm heita Antichambre númer 1 og Antichambre númer 2. Þar skipulegg ég sýningar- scríu þar sem 2 listamönnum cr stefnt saman hverju sinni og standa sýning- arnar yfir í citt ár, frá 1. mars 1990 til mars 1991. Fyrstu listamennirnir sem sýndu þar saman voru Giovanni Anselmo og Niele Toroni, síðan koma Daniel Walravens og Morellet, Alberola og Broodthaers, P.A. Gette og Magritte, Sherrie Levine og B. Lavier, Boltanski og cinhver sem ég hef ekki ennþá ákveðið, Thierry de Cordier og C.D. Friederich, ef ég get fengið verk eftir hann og að lokum Jeff Wall og Verjeux. Sp. Hvaða ástæður liggja til þess að þú valdir einmitt þessi pör? B.M. Hugmyndin á bak við sýning- una er einmitt í því fólgin. Þessi sýn- ingaröð ber heitið Affinités sélectives (útvalinn skyldleiki) ekki électives (kjörinn). Petta er orðalcikur með affinités électives (kjörinn skyldleika) eftir Gocthe. Á þýsku er það Velfare Vervandenschaft. Ég bætti s-inu við affinités s-électives. Það þýðir að það eru ekki listamennirnir sjálfir sem velja sig heldur er það ég sem vel. Sp. Og þú ákvarðar líka sjálfur alla umgjörð sýningarinnar, þ.e.a.s. aug- lýsingaplaggatið, boðskortin og sýn- ingarskrána? B.M. Já ég sé um allt. í þessu til- felli get ég einmitt undirstrikað það sem ég á við með hugtakinu „listrænn gagnrýnandi“. Það er sá sem sér um allt alveg frá byrjun, hvort sem er á hugmyndafræðilegu eða formrænu plani. Ég vil enga grafíkera og enga arkitekta, ég reyni að hanna sýning- una algjörlega sjálfur. Sp. Og sýningarskráin? B.M. Það eru engar sýningarskrár cn það eru gel'in út bókverk og plaggöt þar scm ég skrifa dálítinn texta á bak- hliðina. Þegar öll plaggötin cru sett sarnan kcmur í Ijós stór Ijósmynd af salarkynnum sýningarinnar. Þannig eru boðskortin líka. Sp. Gera listamennirnir sjálfir bók- verkin? B.M. Já þessi bókverk eru ckki eftirmyndir verkanna á sýningunni heldur cinfaldlega listaverk í öðrum miðli. Allir listamennirnir búa til bókverk nema auðvitað þeir sem eru látnir, - það er ekkert fyrir þá. Sp. Þú vinnur í mjög nánu sam- starfi við listamennina? B.M. Ég vil vera algjörlega sam- sekur listamönnunum, en ég vil ekki trana mér fram. Aftur á móti þcgar um látna listamenn er að ræða eins og Broodthaers, Magritte og C.D. Fried- rich þá er ég ekki lengur samsekur listamanninum, hcldur listaverkinu. Sp. A hvaða forsendum byggðir þú val þitt á listamönnunum fyrir þessar sýningar? B.M. Þær voru mjög ólíkar í hvert skipti enda sýningarnar allar mjög ólíkar. Ég setti t.d. M. Broodthaers mcð Alberola vegna þess að í verkum Alberola er mjög sterk tilvísun til verka M. Broodthaers og Alberola hcfur meira að segja skrifað langan texta um M. Broodthaers. Samt sem áður eru þcir mjög ólíkir, annar mál- ari og hinn ljóðskáld. Reyndar ljóð- skáld sem eitt sinn fékkst við myndlist og inálari sem notar hluti og tungu- . BERNARD MARCADÉ málið á dálítið sérstakan hátt. Það sem skiptir mestu máli og er athyglis- verðast er að þeir hafa báðir mjög stcrk tengsl við stjórnmál og siðfræði og afneita öllum kaupskap með list. Sp. En Toroni og Anselmo? B.M. Það er allt önnur ástæða fyrir því að þeir voru valdir saman. Þeir opnuöu sýningaröðina og vildi ég með því tileinka mér rýmið út frá grunnhugmyndum. Toroni vinnur með þessar hugmyndir sínar um mót, þessi endurteknu mót sem eru cinföld og upphafleg og eru mót málverksins sjálfs. Á sama hátt vinnur Anselmo út frá formrænum korpus, sem er mjög grundvallandi, þ.e.a.s. steinum. Ég hefði getað sett Magritte og Ans- elmo saman t.d. vegna þess að þeir eiga sitthvað sameiginlegt, t.d. í því hvernig þeir nálgast steinana, en það er ekki sá leikur sem ég valdi. Þannig álít ég að listgagnrýni sé ekki einfaldlega að skrifa um hluti, heldur á hún líka að sýna hluti og þannig getur hún líka stundum losað sig við umfjöllunina. Því vitanlega skapar það sent við sjáum og það hvernig tveir hlutir eru settir saman 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.