Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 48
Tímakenndin virðist hafa verið
önnur en nú þekkist; menn lifðu í
náttúrlegum tíma sem miðaðist við
kynslóð og búsetu, ferli náttúru, gras
og fisk; saga landsins og saga fólksins
urðu ekki sundur greindar - náttúran
og manneskjan áttu sér sameiginleg
kennileiti; búferli, veðurfar, hamfar-
ir, hringrás kynslóða. Þessi tíma-
kennd hefur annarleg áhrif á þann
sem þetta skrifar; ætli tími okkar hafi
ekki löngu slitnað úr tengslum við
blóð og jörð, ætt og náttúru. Við
sækjum tímamörk okkar miklu held-
ur til hluta og orðræðna; það er sam-
félagið sem mælir hverjum og einum
tíma en ekki náttúran. Enginn má
misskilja orð mín - það var nóg af
grimmd og hörðum örlögum í þessu
samfélagi; jörðin og hafið heimtu
sinn toll - „og varð þarna í einum dyn
mikið mannhrun með kunnugum", rit-
ar Þorsteinn - iífið var örðugt og
háskalegt; menn voru vondir hverjir
við aðra, níðst var á smælingjum alveg
eins og nú á tímum. Þó er eins og það
hafi verið annar bragur á grimmdinni
þá.
Einhvern veginn er það svo að fólsk-
an, rangsleitnin og ofbeldið vekja
fremur forvitni okkar en góðvild og
manngæska - hið djöfullega í mann-
lífinu: þar sem siðrænir fjötrar falla af
manneskjunni og hún birtist okkur
nakin í sjálfselsku sinni og illfýsi.
Þannig fer mér við lestur þessarar
bókar; söguhetja hennar, gæðakonan
Kristrún á Bjargi, megnar ekki að
fanga athygli mína - hið eina sem ég
sé er andstæðingur hennar, Hallgrím-
ur hreppstjóri.
Sagt er að ekkert sumar í sögunni
hafi verið líkara vetri en það sem í
hönd fór. Þann fimmtánda júní kom
Hallgrímur að Bjargi við annan
mann; þeir voru komnir til að sækja
kvíguna og leiða hana til slátrunar. A
hlaðinu mættu þeir Kristrúnu hús-
freyju. Sonur hennar lýsir því sem
síðan fór fram: „Móðir mín fór þá til
hans og bað hann einu sinni enn að
lofa sér að halda kvígunni. Þarna stóð
hún á hlaðinu fyrir framan bæinn með
öll yngstu börnin sér við hlið; samt
gat þessi þungyrti Hallgríntur sagt nei
og endurtók það að þau færu öll á
sveitina. Ég man þetta svo vel, að við
óvitarnir litum upp til mömmu og sá-
um að hún grét, svo við fórum að
gráta líka. Hún sagði til Hallgríms:
„Margt hefur þú mér þungt gert, en
þetta var það þyngsta“. Síðan geng-
um við í bæinn." Kristrún þessi átti
ellefu börn og eitt þeirra sinnisveikt,
þau yngstu sex í ómegð; húsbóndinn
hafði dáið í marsmánuði - búið var að
selja allar eignir búsins, það var nán-
ast ekkert eftir. Daginn áður hafði
Hallgrímur hreppstjóri sölsað undir
sig Bjargslóðina með frekju og hót-
unum.
Það stekkur út á manni vondur
sviti, blótsyrði hrýtur af vör - og á
einu augabragði veröur hógvær sögu-
þulur að aðsópsmiklum fordæmanda
er vitnar í Vídalín. Hér er sögð saga
sem legið hefur í þagnargildi á Vest-
urlandi enda varpar hún sérkennilegu
Ijósi á héraðsleiðtoga, alþingismann
og menningarfrömuð. Þannig er ekk-
ert minnst á þessar aðfarir í opin-
berum skjölum samtímans; gerðist
nokkuð á Bjargi þetta kalda vor? Og
fræðimenn hafa haldið hlífiskildi yfir
Hallgrími; ekkert er minnst á myndar-
skap hans í Borgfirskri blöndu. Með
öðrum orðunt: Það cr eins og þetta
hróplega ofbeldisverk hafi hulist
svörtum þagnarmekki sem Þorsteinn
verður fyrstur til að rjúfa. Texti hans
sýnir að sumt geymist betur í þögn-
inni og orðleysunni cn það sem fært
er þegar í stað í letur. Illvirkinn
kemst ekki undan ódæðisverki sínu
fremur en ómaganum sem hann skar
ofan í líkkistuna forðum.
Maður hlýtur að spyrja sjálfan sig:
Hvers konar maður var þetta? Því má
ckki gleyma að Hallgrímur hrepp-
stjóri var afsprengi tíðaranda sem var
að líða undir lok á seinni hluta nítj-
ándu aldar. Margir voru cnn á valdi
hugmyndamynsturs þar sem iðjuleysi
og fátækt, synd og eymd voru lögð að
jöfnu; menn uppskáru eins og til
hafði vcrið sáð, þeini var ekki vork-
unn - hungur og örbirgð voru á ein-
hvern hátt afleiðing af gerðunt
ntanna. Þetta hugmyndamynstur átti
sér djúpar rætur í reynsluheimi krist-
indómsins - og birtist okkur í harðvít-
ugum refsirétti átjándu aldar um
öreiga, húsganga og laust fólk. Á
þessum tíma gat kristinn maður hæg-
lega verið grimmur og miskunnarlítill
án þess að slíkt væri í andstöðu við
guðrækni hans; það var í sjálfu sér
fátt eðlilcgra. í raun er ckki hægt að
bera seinni tíma hugmyndir um
mannúð og miskunn að þessu samfé-
lagi; stritið, harkan og fátæktin voru
óhjákvæmilegt hlutskipti fólks-enda
segir í Biblíunni: „...sé jörðin bölvuð
þín vegna; með erfiði skalt þú þig af
henni næra alla þína lífdaga; þyrna og
þystla skal hún bera þér, og þú skalt
eta jurtir merkurinnar." í ljósi þessa
ber að skilja harðýðgi einstakra vald-
hafa; veraldarhrungrið varð að hafa
sinn gang. Engu að síður er Ijóst að
Hallgrímur hreppstjóri hefur gengið
of langt. Það er einhver rnaðkur í
mysu valdsins. Hallgrímur hefur
kannski átt einhverra harma að
hefna; það ntá gera sér það í hugar-
lund. En séu aðrar sögur um hann
hafðar í huga getur niðurstaðan ckki
orðið önnur en sú að hann hafi stjórn-
ast af fégræðgi. Náttúrleg harðneskja
gengur út í öfgar og verður að skefja-
lausri fólsku.
Þetta er gömul saga og ný; hún er
að gerast fyrir augum okkar, frá degi
til dags - samt er eins og hún hafi
annan tón en áður fyrr; ofbeldið
hefur glatað siðrænni merkingu scm
réttlætti það fyrrum - hreppstjórinn
stendur uppi berstrípaður í græðgi
sinni og hræsni, sem tákn fólsku er
hringsnýst um sjálfa sig og ekkert
annað. Hann sker útlimi af dauðum
hreppsómaga og níðist á bjargarlausri
ckkju; hann er öflugur talsmaður
46