Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 48

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 48
Tímakenndin virðist hafa verið önnur en nú þekkist; menn lifðu í náttúrlegum tíma sem miðaðist við kynslóð og búsetu, ferli náttúru, gras og fisk; saga landsins og saga fólksins urðu ekki sundur greindar - náttúran og manneskjan áttu sér sameiginleg kennileiti; búferli, veðurfar, hamfar- ir, hringrás kynslóða. Þessi tíma- kennd hefur annarleg áhrif á þann sem þetta skrifar; ætli tími okkar hafi ekki löngu slitnað úr tengslum við blóð og jörð, ætt og náttúru. Við sækjum tímamörk okkar miklu held- ur til hluta og orðræðna; það er sam- félagið sem mælir hverjum og einum tíma en ekki náttúran. Enginn má misskilja orð mín - það var nóg af grimmd og hörðum örlögum í þessu samfélagi; jörðin og hafið heimtu sinn toll - „og varð þarna í einum dyn mikið mannhrun með kunnugum", rit- ar Þorsteinn - iífið var örðugt og háskalegt; menn voru vondir hverjir við aðra, níðst var á smælingjum alveg eins og nú á tímum. Þó er eins og það hafi verið annar bragur á grimmdinni þá. Einhvern veginn er það svo að fólsk- an, rangsleitnin og ofbeldið vekja fremur forvitni okkar en góðvild og manngæska - hið djöfullega í mann- lífinu: þar sem siðrænir fjötrar falla af manneskjunni og hún birtist okkur nakin í sjálfselsku sinni og illfýsi. Þannig fer mér við lestur þessarar bókar; söguhetja hennar, gæðakonan Kristrún á Bjargi, megnar ekki að fanga athygli mína - hið eina sem ég sé er andstæðingur hennar, Hallgrím- ur hreppstjóri. Sagt er að ekkert sumar í sögunni hafi verið líkara vetri en það sem í hönd fór. Þann fimmtánda júní kom Hallgrímur að Bjargi við annan mann; þeir voru komnir til að sækja kvíguna og leiða hana til slátrunar. A hlaðinu mættu þeir Kristrúnu hús- freyju. Sonur hennar lýsir því sem síðan fór fram: „Móðir mín fór þá til hans og bað hann einu sinni enn að lofa sér að halda kvígunni. Þarna stóð hún á hlaðinu fyrir framan bæinn með öll yngstu börnin sér við hlið; samt gat þessi þungyrti Hallgríntur sagt nei og endurtók það að þau færu öll á sveitina. Ég man þetta svo vel, að við óvitarnir litum upp til mömmu og sá- um að hún grét, svo við fórum að gráta líka. Hún sagði til Hallgríms: „Margt hefur þú mér þungt gert, en þetta var það þyngsta“. Síðan geng- um við í bæinn." Kristrún þessi átti ellefu börn og eitt þeirra sinnisveikt, þau yngstu sex í ómegð; húsbóndinn hafði dáið í marsmánuði - búið var að selja allar eignir búsins, það var nán- ast ekkert eftir. Daginn áður hafði Hallgrímur hreppstjóri sölsað undir sig Bjargslóðina með frekju og hót- unum. Það stekkur út á manni vondur sviti, blótsyrði hrýtur af vör - og á einu augabragði veröur hógvær sögu- þulur að aðsópsmiklum fordæmanda er vitnar í Vídalín. Hér er sögð saga sem legið hefur í þagnargildi á Vest- urlandi enda varpar hún sérkennilegu Ijósi á héraðsleiðtoga, alþingismann og menningarfrömuð. Þannig er ekk- ert minnst á þessar aðfarir í opin- berum skjölum samtímans; gerðist nokkuð á Bjargi þetta kalda vor? Og fræðimenn hafa haldið hlífiskildi yfir Hallgrími; ekkert er minnst á myndar- skap hans í Borgfirskri blöndu. Með öðrum orðunt: Það cr eins og þetta hróplega ofbeldisverk hafi hulist svörtum þagnarmekki sem Þorsteinn verður fyrstur til að rjúfa. Texti hans sýnir að sumt geymist betur í þögn- inni og orðleysunni cn það sem fært er þegar í stað í letur. Illvirkinn kemst ekki undan ódæðisverki sínu fremur en ómaganum sem hann skar ofan í líkkistuna forðum. Maður hlýtur að spyrja sjálfan sig: Hvers konar maður var þetta? Því má ckki gleyma að Hallgrímur hrepp- stjóri var afsprengi tíðaranda sem var að líða undir lok á seinni hluta nítj- ándu aldar. Margir voru cnn á valdi hugmyndamynsturs þar sem iðjuleysi og fátækt, synd og eymd voru lögð að jöfnu; menn uppskáru eins og til hafði vcrið sáð, þeini var ekki vork- unn - hungur og örbirgð voru á ein- hvern hátt afleiðing af gerðunt ntanna. Þetta hugmyndamynstur átti sér djúpar rætur í reynsluheimi krist- indómsins - og birtist okkur í harðvít- ugum refsirétti átjándu aldar um öreiga, húsganga og laust fólk. Á þessum tíma gat kristinn maður hæg- lega verið grimmur og miskunnarlítill án þess að slíkt væri í andstöðu við guðrækni hans; það var í sjálfu sér fátt eðlilcgra. í raun er ckki hægt að bera seinni tíma hugmyndir um mannúð og miskunn að þessu samfé- lagi; stritið, harkan og fátæktin voru óhjákvæmilegt hlutskipti fólks-enda segir í Biblíunni: „...sé jörðin bölvuð þín vegna; með erfiði skalt þú þig af henni næra alla þína lífdaga; þyrna og þystla skal hún bera þér, og þú skalt eta jurtir merkurinnar." í ljósi þessa ber að skilja harðýðgi einstakra vald- hafa; veraldarhrungrið varð að hafa sinn gang. Engu að síður er Ijóst að Hallgrímur hreppstjóri hefur gengið of langt. Það er einhver rnaðkur í mysu valdsins. Hallgrímur hefur kannski átt einhverra harma að hefna; það ntá gera sér það í hugar- lund. En séu aðrar sögur um hann hafðar í huga getur niðurstaðan ckki orðið önnur en sú að hann hafi stjórn- ast af fégræðgi. Náttúrleg harðneskja gengur út í öfgar og verður að skefja- lausri fólsku. Þetta er gömul saga og ný; hún er að gerast fyrir augum okkar, frá degi til dags - samt er eins og hún hafi annan tón en áður fyrr; ofbeldið hefur glatað siðrænni merkingu scm réttlætti það fyrrum - hreppstjórinn stendur uppi berstrípaður í græðgi sinni og hræsni, sem tákn fólsku er hringsnýst um sjálfa sig og ekkert annað. Hann sker útlimi af dauðum hreppsómaga og níðist á bjargarlausri ckkju; hann er öflugur talsmaður 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.