Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 17
BLEKKING OG ÞEKKING
varpsins útrýmdu þögnunum tveimur
klukkustundum síðar. Engu að síður
hafði það stórfellda þýðingu fyrir
Kúndera - það afhjúpaði tilvistar-
legan möguleika, að veikleikinn getur
hellst yfir hvern sent er; hver er sá
sem ekki getur hafnað í sporum
Dúbceks. Terezu býður við veiklyndi
hans og kýs að flytjast úr landi, en
líður innan skamms á sama hátt í
sambandi þeirra Tómasar eins og
Dúbcek frammi fyrir Brezhnev; hún
fyllist af svima, ölvast af eigin veik-
leika og þráir að sameinast duftinu.
Af þeim sökum snýr hún aftur til
Prag.
I
6
Það er eins og upplyfting hugarflugs,
ævintýris og skáldlegs leiks hafi leitt
af sér gjallandi innihaldsleysi - að
gagnrýninn þáttur bókmenntanna
hafi gleymst í flaumi snjallra orða,
flugmikilli mælsku sem dag einn hafði
breyst í innantóma mælgi er engurn
kom við. Raunverulegur listamaður
er frjósamur gagnrýnandi, sagði Guð-
bergur Bergsson eitt sinn. Gagnrýni
þarf ekki að byggjast á því að til sé
eilífur kjarni, ótvíræð merking eða
algilt siðakerfi, né heldur sannleikur
- því eins og sagt hefur verið: Sann-
leikur er ckki til nema sem endastöð
allra spurninga; sannleikur er dauði,
afnám ljóðs og leitar. Spyrjum ekki:
Hvað merkir lífið, hvaða tilgang hefur
það? - heldur: Hvernig merkjum við
lífið, hvernig gæðum við það tilgangi?
Skáldsögur seinasta áratugar voru
vettvangur endurmats og sjálfsíhug-
unar í norrænum bókmenntum; marg-
ar þeirra trúðu hvorki á sjálfar sig né
samfélagið ef svo má að orði komast
- þær fjölluðu allt eins um skáldskap
sent lífið fyrir utan; fantasían var
markmið þcirra. Þessi áratugur ein-
kenndist af frjóum leik og fjölbreytni
sé á heildina litið. Samt er eins og
sóknarhuginn hafi vantað sé horft til
verka yngri höfunda - það gætti ákveð-
ins máttleysis eða tómlcika. Skáld-
söguhöfundurinn minnti á sívaxandi
mæli á leikara; við horfum á hann
leika sér um stund og segjum sko,
förum síðan heim til að lifa. Á þessu
tímabili var gert upp við raunsæis-
hncigð er einkenndist af stífri lmgsun
og klénu tungumáli; ólistrænum boð-
skap var hafnað og hugarflugið hafið
til vegs. Þetta var tímabært uppgjör.
Hitt var verra að menn blönduðu
saman rannsókn og boðskap; það tók
að gæta undarlcgrar hugmyndafælni.
Raunsæishöfundarnir vildu segja
sannleikann um samfélagið; verk
þeirra voru bundin við félagslega
nútíð, raunverulegar aðstæður, dægur-
vandamál. Núna var lcitað á önnur
mið, út fyrir nútíðina og samfélagið,
á vit ímyndunaraflsins; hið persónu-
lega sjónarmið var sett á oddinn.
Dagný Kristjánsdóttir fellir harðan
dóm yfir þessu umróti í nýlegri
ritgerð. Það átti sér stað „af-pólitíser-
ing“, ritar hún, sem jaðraði viö íhalds-
stefnu og daður við fasisma. Fantasíu-
krafan kallaði yfir okkur skáldsögur
er líkjast einna helst ævintýrum úr
Disneylandi að mati Dagnýjar; þær
eru stútfullar af dvergum, draugum
og galdrakerlingum en eiga lítið skylt
við töfraraunsæi - kannski má tala um
draugaraunsæi. Skoðun Dagnýjar er
athyglisverð hvað sem líður hugmynd
hennar um daður við fasisma. Andúð-
in á félagslegum boðskap náði alltof
langt sé á heildina litið; menningar-
legri gagnrýni var í raun afneitað,
andófshlutverki bókmennta, og mis-
góð töfrarómantík var hafin til skýj-
anna, jafnfrantt því sem frásagan varð
að verðmæti í sjálfri sér. Það gleymd-
ist oft að sagnalistin er leikur og könn-
un í senn, að hún er þekkingarnám,
glíma við tilveru og menningu.
Skáldsaga Einars Más Guðmunds-
sonar, RAUÐIR DAGAR (1990), er
leikur en ekki rannsókn, leikur að
frásögn, sagnaritun í búningi skáld-
sögu. Lýst er uppákomum er minna á
kjötkveðjuhátíð, sprúðlandi lífskrafti
og ærslum, ævintýri í mannaminnum,
svo og döprum og harkalegum atburð-
um, ofbeldi og sársauka. Engu að
síður er skáldsagan undarlega áhrifa-
lítil; stíll hennar ber vott um hik eða
öryggisleysi - því er líkast sem höf-
undur sé á báðum áttum, að lcita fyrir
sér. Kröftugur og auðugur myndstíll
liefur vikið fyrir raunsæislegri rithætti
sem fellur stundum niður í flatneskju,
einkum frantan af. Reynt er að búa til
sjálfstæðan málheim með rót í hinu
sögulega - því sem gerðist árið 1968.
Það tekst ekki til fullnustu að mínum
dómi; reynsla sögunnar er undarlega
fjarlæg þótt sagt sé frá sögulegum við-
burðum. Þannig öðlast lesandinn litla
innsýn í það sem rekur persónur
15