Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 13

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 13
BLEKKING OG ÞEKKING hliðar. Menn misstu sjónaraf heimin- um og eigin sjálfi; þeir urðu fórnar- lömb þess sem Heidegger hefur kall- að „gleymsku verunnar“. Lífið sjálft glataði einhvern veginn mikilvægi sínu og merkingu. Heimspekingarnir tveir glcyma Cervantes að mati Kúndcra. Höfund- ur sögunnar um riddarann sjónum- hrygga, Donkíkóte, var engu þýðing- arminni frumkvöðull Nútímans en Galíleó og Descartes. Röksemda- færslu Kúndera má draga saman á eftirfarandi hátt: Sé það rétt að heim- speki og vísindi hafi gleymt vcru mannsins er hitt augljóst að með Cer- vantes varð til stórfengleg evrópsk list sem einbeitir sér að rannsókn á þess- ari gleymdu veru. Skáldsagan er nú fjögurra alda gömul. Á þeim tíma hcfur hún fcngist við vandamál scm hcimspekin vanrækti allar götur til Heidcggers. Hún hefur með sínum liætti uppgötvað áður óþekktar til- vistarvíddir: Cervantes og samtíma- mcnn hans á 16. og 17. öld rannsaka eðli ævintýrisins; Richardson og aðrir höfundar 18. aldar kanna það sem ger- ist innra með manninum, leynilegt líf tilfinninganna; Balzac og raunsæishöf- undar 19. aldar uppgötva sögulegt hlutskipti mannsins; Flaubert rann- sakar andstæðu ævintýrisins, reynslu hversdagslífsins; Tolstoy skoðar þátt hins órökræna í mannlegu atferli og ákvörðunum; Proust og Joyce kanna tímanleika manneskjunnar, reynslu sem rennur úr höndum hennar eins og sandur, fortíð og nútíð; Thomas Mann rannsakar hlutverk eldfornra goðsagna í tilvcru nútímans. Kúndera lýsir sögu skáldsögunnar með breiðum og glæsilegum dráttum. Lýsingu hans má orða á svofelldan hátt: Donkíkóte heldur út í víða og takmarkalausa veröld; hann getur far- ið og verið eins og hann lystir. Fyrstu skáldsögur Nútímans eru ævintýra- ferðir af slíku tagi. Þannig hefst skáld- saga Didcrots, JACQUES LE FATA- LISTE, með lýsingu á ferðalöngum; við vitum ekki hvaðan þeir koma né hvert ferðinni er heitið, þeir búa í tíma án upphafs og endis, rými án landamæra. Hálfri öld síðar er eins og hinn fjarlægi sjóndeildarhringur hafi horfið á bak við nútímalegar bygging- ar, félagslegar stofnanir: lögreglu, dómstóla, markað og glæp, her, ríki. í heimi Balzacs hefur ferðalangurinn stigið upp í lest sem kallast Saga. Þessi lest hefur þó visst aðdráttarafl; hún felur í sér fyrirheit um ævintýri, frægð og frama á leiðarenda. Enn síð- ar, mcð Flaubert, er eins og sjóndeild- arhringurinn hafi þrengst til muna og orðið að múr sem ekki verður komist yfir; ævintýrið býr handan hans og löngunin veröur óbærileg. I eintóna heimi hversdagsins taka draumar og dagdraumar á sig áöur óþckkta stærð. Takmarkaleysi ytri heims víkur fyrir óravíddum sálarinnar. Á þessu stigi öðlast ein af ágætustu blekkingum vestrænnar menningar nýtt mikilvægi - blekkingin um óviðjafnanlcgt ein- stæði einstaklingsins. Þessi ímyndun glatar þó töfrum sínum skömmu seinna þegar Sagan - eða það sem eftir er af henni: ómanneskjulegt afl almáttugs þjóðfélags - grípur mann- inn heljartökum. Sagan býður honum ekki lengur frægð og frama hcldur stöðu sakbornings eða landmælinga- manns. Hvað getur K. í sögum Kafkas gert frammi fyrir dómstólnum eða kastalanum? Getur hann látið sig dreyma eins og söguhctja Flauberts gerði? Nci, hann er fastur í hræðilegri gildru - aðstæðurnar rísa honum yfir höfuð. Hið eina sem hann getur leitt hugann að er réttarhaldið, landmæl- ingastarfið. Takmarkaleysi sálarinnar, hafi það yfirhöfuð verið til, skiptir ekki máli lengur. Hugsar dýr í gildru um horfnar ástir? Kúndera er þeirrar skoðunar að saga skáldsögunnar sé hliðstæð sögu Nútímans. Þegar horft er til baka virðist hún vera undarlega stutt og einföld. Eða er það ckki Donkíkóte sjálfur sem að loknu þriggja alda ferðalagi snýr aftur til þorpsins í skáldsögu Kafkas, dulbúinn sem land- mælingamaður? Hann kaus á sínum tíma að leita ævintýra en í þorpinu fyrir neðan kastalann hefur hann ekk- crt val. Hvað varð af ævintýrinu á þessum tíma? spyr Kúndera. Breytt- ist það í skopstælingu á sjálfu sér? Og hvað merkir það - að vegferð skáld- sögunnar ljúki í þversögn? Svo virðist vera. Og þetta er alls ekki eina þver- sögnin. Þannig er GÓÐl DÁTINN SVEIK í senn gamansaga og stríðs- saga. Hefur hrollvekja stríðsins breyst í kómedíu. Styrjaldir Hómers og Tolstoys eru fullkomlega skiljanlegar að dómi Kúndera; menn berjast ýmist fyrir Helenu eða föðurlandið. Sveik og félagar hans halda hins vegar í stríð án þess að vita hvers vegna, né heldur vilja þeir vita það. Hvert er þá gang- virki stríðs spyr Kúndera? Er það ein- skært afl sem staðfesta vill sjálft sig sem afl? Er það „viljinn til að vilja“ sem Heidegger skrifaði um? Vafalaust hefur það verið raunin frá aldaöðli þótt aldrei hafi það verið sagt fyrr en á okkar tímum. Hjá Hasek er stríðið sýnt berstrípað með föðurlandið niður um sig. Enginn trúir áróðri valdhafa, ekki einu sinni áróðurs- meistararnir. Al'lið er nakið eins og í skáldsögum Kafkas; það er ástæðu- laus árásarvilji sem heimtar útrás - það er hrein rökleysa. Kafka og Hasek bregða ljósi á geysilega umfangsmikla þverstæðu, ritar Kúndera. Eftir því sem Nútím- anum hefur undið frarn hefur rökvísi í anda Descartesar eytt sífellt fleiri gilduni sem rekja má til miðalda. Engu að síður er eins og hreint rök- leysi leggi undir sig hciminn um það bil sem skynsemin vinnur fullnaðar- sigur; ekkert verðmætakerfi er lengur fyrir hendi sem hindrað getur frant- sókn þess. Kúndera kallar þessa þver- sögn lokaþverstœðu. Og þær cru fleiri að hans dómi. Nútíminn hefur til dæmis fóstrað draurn urn að mannkyn- 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.