Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 59

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 59
BERNARD MARCADE Hann fæddi af sér mjög fallega hluti t.d. í ljóðlistinni, ljósmyndun og kvikmyndum, en í myndlistinni, að minnsta kosti í Frakklandi, liefur ekkert frábært komið frá súrrealism- anum. Mcira að scgja í Evrópu, fyrir utan Magritte, er ekkert til sem mcr finnst mjög gott. Sp. En hvað með Max Ernst? B.M. Jú, klippimyndirnar eru athyglisverðar, en mér finnst mál- verkin ekkert mjög góð. Ég held að ameríska konsept-hefðin, sem er nijög köld og siðavönd, hafi hreinsað burt allt sem viðkom ímyndunarafl- inu, kynlífsóra, drauma og annað slíkt. Aftur á móti varð konsept-listin í Frakklandi og Evrópu fyllri af ntcrk- ingu og lífsneistum sem átti án efa rætur að rekja til súrrealísku hefðar- innar. Sp. Konsept-listin varð mjög rnikil- væg á íslandi, en þar varð hún frekar Ijóðræn heldur en siðavönd. Aftur á móti er súrrealísk hefð svo til ckki til og súrrealískir myndlistarmenn sára fáir... B.M. Jú, Sigurður Árni, eða hvað? Verk hans eru mjög rómantísk og norræn rómantík er ein af hinum sönnu uppsprettum súrrealismans. Sigurður á báðum þessum stefnum mikið að þakka og svo auðvitað nú- tímanum og listastefnum og straum- um í dag. Eg hcld að það sé að nýju mikill áhugi á súrrealismanum sent stendur. En súrrealisminn var líka til á undan súrrealismanum. Það eru til maníerísk og barrósk verk scm má lesa sem fyrirboða rómantíkunnar og súrrcalismans. Það er reyndar alltaf nútíðin sem fær okkur til að lesa for- tíðina. Ég veit t.d. ekki hvað við getum kallað þctta tímabil sem við erunt að upplifa núna vegna þess að við lifum ekki lcngur á tímabilum ismanna en aftur á móti er það núna scm við tökum til endurskoðunar súrrealismann, maníerismann o.s.frv. Malraux sagði eitt sinn setningu scm er ntjög falleg. „On va toujours de Mallarmé á Villon et non le con- traire. “ Við förum alltaf frá Mallarmé til Villons en ekki öfugt. Þjóöernishyggja Sp. Finnst þér vera mikill munur sem stendur á listamönnum og lista- stefnum eftir löndum. B.M. Það er gríðarlega mikill munur bara innan Evrópu. Frakkland á til dæmis erfitt uppdráttar gagnvart Þýskalandi, Spáni og Ítalíu, en þessi lönd hafa öll um þessar mundir mjög sterkan listrænan persónulcika. Frakk- land hefur ckki þann kraft sem þcssi þrjú lönd hafa. Það er hins vegar margbreytilegt. Munurinn á Frökkum og Engilsöxum er m.a. sá að Engil- saxar cru framkvæmdasamari og þeir hafa praktískari heimspekihugmyndir heldur en Frakkar sem eru hefð- bundnari og meiri menningarvitar. Ég er mjög hrifinn af Engilsöxunt. Þeir eru hreinni og beinni á vissan hátt, og það er þeirra styrkur. Sp. Þú talar einmitt um það í L’Eloge du mauvais esprit að þú sért ekki hrifinn af þjóðernisstefnu í listum? B.M. Ég trúi ekki á þjóðrembu í listum eins og ég trúi ekki á þjóðern- isstefnu í stjórnmálum jafnvel þó hún sé til. Ég hef áhuga á kynblöndun og víxlverkun hlutanna. Hjá surnunt frönskum listamönnum eru áhrifin úr norðri mjög sterk, áhrif flæmsku málaranna eru t.d. augljós hjá mörgunt frönskum myndlistarmönn- um. Jafnvel þó að Frakkland hafi úti- lokað expressionismann í heild þá koma expressionísk form oft fram í franskri list. í stórum dráttum er Frakkland tvískipt á milli norðurs og suðurs og þess vegna er enginn heild- arsvipur. Það eru til margar hefðir í Frakklandi. Vissulega eigum við sterka hefð í formalismanum nteð Manet og Matisse en Manet varð sjálfur fyrir áhrifum frá spænskri mál- aralist. Það er einmitt þetta scnt heillar mig, það er aldrei hægt að benda á eitthvert franskt einkenni, þó að það sé til þrátt fyrir allt. Við erunt mitt í hringiðunni þar sent straum- arnir mætast. Við erum staðsett í miðjunni þar sem við gctum haft sam- band við alla og það fæðir oft af sér afar margbreytilega og litríka hæfi- leika og það er það sem er svo heill- andi. Ef við tökum til dæmis Banda- ríkin og berum þau saman við Evr- 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.