Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 22

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 22
kennslustofunni, þá sneri hann sér að mér og sagði: „Bíddu hér.“ Hann bankaði á dyrnar og gekk inn. Þegar hann kom út var Palli í fylgd með honum. „Ég læt þig um þetta Grétar.“ Hann gekk burt eftir ganginum. Palli stóð andspænis mér. Það var undar- lega létt yfir honum. Hann minnti mig á saklausan auðtrúa krakka. „Ég bið þig fyrirgefningar á þessu,“ sagði ég og rétti fram höndina. Hann tók í höndina á mér og hönd hans var þurr og hlý. Hönd mín var köld og rök. Ég bætti við í flýti: „Ég meinti ekkert með þessu. Ég bið þig afsökunar á þessu.“ „Alltílagi,“ sagði hann lágt og brosti, og það hafði undarlcga róandi áhrif á mig. „Ókei?“ sagði ég svo og kinkaði kolli og flýtti mér burt. Ég fór út og fékk mér sígarettu en þá hvolfdist þreytan yfir mig og ég hefði getað sofnað standandi á staðnum. Þegar ég kom heim undir kvöld, sat pabbi að drykkju með einhverjum ræflum. Ég var ekki í skapi til að tala við neinn og ætlaði beint inní her- bergið mitt. Pabbi sá mig þegar ég gekk framhjá stofunni og kallaði: „Komdu hérna og talaðu við föður þinn einsog skot!“ Ég heyrði að kjallinn var vcl fullur og þetta leikrit hans fór í taugarnar á mér. Ég henti skólatöskunni upp að veggnum á ganginum og gekk inní stofuna. Kallinn var ekki með neina tæpitungu frekar en endranær. Ég var ekki fyrr kominn inní stofuna en hann kom sér beint að efninu. „Er það rétt að þú hafir verið að berja eitthvert hommagrey í skólan- um?“ Það var ekki laust við að kall- inn væri stoltur þegar hann sagði þetta. „Það var hringt úr skólanum í dag og kennarinn þinn sagði að þú hefðir verið að berja einhvern aum- ingja." Ég vissi að Baldur hefði aldrei orð- að þetta svona. Baldur hafði eflaust sagt að ég hefði kallað strákinn homma og pabbi síðan strax fært þetta í stílinn. „Ég barði hann nú aldrei neitt,“ sagði ég og fann strax að hann var ekkert að hlusta. „Það er kannski best að taka þig úr þessum skóla,“ hélt kallinn áfram. „íslenskir skólar kunna ekki að ala upp stráka. Það þarf að senda þig til Bandaríkjanna. Ég vil að þú farir í herskólann í Key West, besta her- skóla í hcimi. Þeir eru harðir þar cn þeir útskrifa líka karlmenn. En pass- aðu þig á liðsforingjunum. Þeir eru allir öfugir. Það mikiö veit ég síðan ég vann á Vellinum." Pabbi skcllihló og kallarnir líka. „Er ekki ráð að senda strákinn til USA?“ spurði pabbi og sneri sér að köllunum. „Head West!“ sagði einn þcirra, og sló hendinni fram til áréttingar. Þeir skellihlógu. „Ég þekki menn, bæði hér á Vell- inum og í Bandaríkjunum," sagði pabbi. „Allt stórvinir mínir og valda- meiri en þeir vilja láta uppskátt, þið skiljið. Eitt orð frá mér og þeir kippa í strengi og þú ert sestur á skólabekk í bcsta herskóla í heimi." Hann skellti í góm og fékk sér sopa. Ég var búinn að heyra þetta Kcy Wcst herskólakjaftæði þúsund sinn- um og nú fór það í taugarnar á mér. Ég fékk mér sígarettu og kók og sat hjá pabba og köllunum smástund og fór svo inn til mín og læsti að mér og steinsofnaði. Ég mætti ekki í skólann næstu tvo daga. Ég var svo þunglyndur að ég gat varla staðið í fæturna. Ég bara svaf og svaf. Mamma tilkynnti mig vcikan og sagði að ég væri með l'lensu. Á þriðja degi fór ég í skólann. Það var föstudagur og skólaball um kvöldið. Ég fór heim til Sigga bláa eftir kvöldmat og við blönduðum okkur í pípu. Siggi var með nokkrar eldgamlar Jimi Hendrix plötur og við hlustuðum á þær og kjöftuðum. Tím- inn leið undarlega þctta kvöld. Fyrst þegar ég leit á klukkuna var hún fimm mínútur yfir tíu og mér fannst ég hafa setið marga klukkutíma hjá Sigga. Næst þegar ég leit á klukkuna var hún hálf eitt og mér fannst vera svona hálftími frá því hún var fimm mínútur yfir tíu. Ballið var bara til eitt svo það var útúr myndinni, en við ákváðum að fara samt og vera fyrir utan þegar hleypt yrði út. Við komum að skólanum uppúr citt og það var troðið fyrir utan og allir að leita að partíi. Hildur var þarna og ég sá ekki betur en hún væri komin með gæja. Ég ráfaði um og var með pcla með vodka og kók sem ég saup öðru- 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.