Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 20

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 20
A blandaði í pípu. Við héngum þarna inni og reyktum og kjöftuðum. Eg bullaði og bullaði og spýtti orðunum útúr mér einsog byssukúlum. Á endanum kom Hildur og dró okkur fram. Hátalarar voru festir uppundir loft báðum megin stofunnar og tón- listin þyrlaðist yfir liðið einsog vatns- úði. Siggi blái dansaði holdvotur á stofugólfinu og tók gítarsóló á ímynd- aðan gítar en ég heyrði það greini- lega. Hildur hrinti mér í djúpan hægindastól og settist ofaná mig og kyssti mig og sleikti á mér varirnar. Ég var langt í burtu í unaðsheimi. Sé ég þá ekki hvar Palli situr í sófanum á móti og þykist ekki taka eftir mér. „Hvað er þetta kríp að gera hér?“ sagði ég við Hildi og benti á Palla. Ég hlýt að hafa sagt þetta með ein- hverjum þunga því að Hildur horfði undrandi á mig og sagði pirruð: „Hvað er eiginlega að þér! Ég bara sagði að hann mætti koma. Hann er í mínum bekk.“ Síðan leit hún aftur á Palla og bætti við: „Ég þekki hann eiginlega ekki neitt.“ Og þarna sagt Palli á móti mér og öðruhvoru gaut hann augunum til mín. Hræðsluna lagði af honum eins- og ilmvatn. Ég veit ekki hvað kom yfir mig, en skyndilega sá ég andlit hans svo greinilega, einsog í leiftri. Svart gljáandi hárið lá fram á ennið og lék flaksandi fyrir björtum og krakkalegum augunum. Hann varsæt- ur einsog stelpa og þegar hann leit til mín og brosti einsog við værum vinir eða ég veit ekki hvað, þá bara um- turnaðist ég alltíeinu og ýtti Hildi ofanaf mér og rauk yfir til Palla og danglaði í hann og sagði: „Hvað er pían að glenna sig hér?“ „Hvað er eiginlega að honum!“ sagði Palli mjóróma og beindi orðum sínum til Hildar. „Láttu mig bara í friði,“ sagði hann svo óstyrkur og sneri sér að mér. Ég heyrði að hann var fullur. „Þegiðu helvítis hommagerpið þitt,“ sagði ég og gaf honum einn á’ann. í því kom Siggi blái og gekk á milli og Hildur og Siggi drógu mig inní svefnherbergi. Ég féll í rúmið einsog steinklumpur og ég heyrði Sigga segja: „Hvaða klikkun var nú þetta!“ Það síðasta sem ég man var að Hildur var að klæða mig úr og ég var óróleg- ur. Næstu vikur voru hrikalegar. Það var einsog ég væri fjarstýrður af sjálfum mér, en ég kunni bara ekkert á fjarstýringuna. Ég ýtti á einn takk- ann og búmm! og svo á þann næsta og búmm! Ég hékk mikið með Hildi og Sigga bláa og við blönduðum okkur oftar í pípu en vanalega. Ég mætti skakkur í skólann og hlustaði á þytinn í bíl- unum sem keyrðu framhjá. Ég sat við gluggann í skólastofunni og heyrði ljúft og langdregið vú... vú... vú... og ljósin á bílunum í köldu vetrar- myrkrinu voru falleg, einsog litlar eldskálar. Kennarinn stóð við töfluna með prik og benti á landakort og kortið var stórkostlegt. Ég gat horft á það tímunum saman og ég skildi það í botn. Hildur var orðin óð í sex einsog það væri lyf við öllu. Við gerðum það aldrei einsog átti að gera það, frekar oní frystikistu en uppí rúmi. Stundum var einsog þessar kynlegu aðstæður bökkuðu mig einhvernveginn upp eða bara kæmu í stað mín. Svo var það Palli. Ég var farinn að kvelja liann einsog það væri lækning við öllu. Ég sá hann á göngunum og oftast var hann einn og ég gekk að honum og sagði: „Hæ hómó!“ „Hvað segja kynvillingar í dag?“ „Hvernig líður Lóne Hómó í rassinum eftir reiðina yfir eyðimörkina?“ „Hvað, kann hommatitturinn að lesa eða er þetta bara klámblað með myndum af allsberum strákum!" Svona danglaði ég aðeins í hann og við Siggi blái skellihlógum. Svona gekk þetta vikum saman. Stundum gat ég ekki látið hann í friði, en aðra daga gerði ég honum ekki neitt, gekk bara framhjá og sagði „hæ!“ Einn morguninn þegar ég kcnt í skólann og er á leið inní kennslustof- una, snýr dönskukennarinn sér að mér og segir: „Þú átt að mæta hjá Baldri og það strax.“ Baldur var umsjónarkennarinn og , þetta kom mér ekkert á óvart, og af einhverjum undarlegum ástæðum sem ég botnaði ekkert í hafði ég verið að vona að ég yrði kallaður fyrir. Ég bankaði uppá á kennarastofunni og spurði eftir Baldri. Baldur birtist fljótlcga. „Nú það ert þú já. Bíddu aðeins, ég kent að vörntu spori.“ Ég hékk þarna fyrir framan kenn- /<S'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.