Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 47

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 47
RITDÓMAR UNDIR HAMRINUM HUNGURVERÖLD HREPPSTJÓRANS I Það er sagt að hann hafi eitt sinn í hagræðingarskyni brugðið eggjárni á lík hreppsómaga nokkurs sem reynd- ist of leggjalangur í kistuna. Þcssi maður hét Hallgrímur Jónsson og var hreppstjóri á Akranesi er leið að lok- um seinustu aldar. Hann var á undan sinni sarntíð og átti frumkvæði að stofnun barnaskóla þar um slóðir árið 1880, liann var alþingismaður og byggði fyrstur timburhús á Skaga, hann var höfðingi í sinni sveit - hann stytti dauða hreppsómaga og ofsótti fátækar ekkjur; hann var íslenskur valdsmaður. Hallgrímur þessi er mikilvæg per- sóna í heimildarriti er nefnist Hall- grímur smali og húsfreyjan á Bjargi. Söguþáttur úr Borgarfirði (1946). Höfundur er borsteinn frá Hamri. Þáttur þessi er að miklu leyti reistur á tveimur óútgefnum handritum; ann- ars vegar er um að ræða sögu Níelsar skálda um Hallgrím Helgason, ungan mann sem komst í kynni við huldar vættir á seinustu öld - og hins vegar minningasyrpu Benedikts Tómasson- ar sem var dóttursonur Hallgríms, sonur Kristrúnar á Bjargi. Sögur þessara feðgina mynda uppistöðu þáttarins auk þess sem dregin er upp nákvæm mynd af hversdagslífi í borg- firskri sveit á seinni hluta síðustu aldar. Það er enginn nútímalegur tvístring- ur í þessum texta. Hann er þcttur í sér, fyllt cr upp í hvern krók og kima - einstakar myndir eða örsögur eru studdar staðreyndum og gætt hófs í hvívetna - jafnvel um of á köflum. Stundum er eins og höfundur sé full hlédrægur gagnvart heimildum sín- um, einkum framan af sögu. Hvað sem því líður vekur textinn kennd heil- leika og festu; að baki honum býr ein- hvers konar reynsla sem kemur manni eins og mér úr jafnvægi - ég hélt löngum að hún væri okkur glötuð; að lífið væri brotakennt og laust í rásinni. Kannski hefur sú tilfinning ekkert breyst að ráði - en texti Þorsteins sýnir svo ekki verður um villst að til er annars konar líf en það sem við höfum komist að samkomulagi um að sé eftirsóknarvert og kjarnast kannski í þremur hugtökum: spennu, tíma- leysi og sjálfsdýrkun; að það er ekki með öllu móti glatað - að það er möguleiki okkar hér og nú. Það er einkum tvennt sem vekur þessa kennd: málfar textans og tímanleiki hans. Stíllinn er einkennilega þjappaður og fast riðinn; það er allt einhvern veg- inn óhagganlegt - öðruvísi verður það ekki sagt; líkingum og skáldlegu málskrúði er haldið í skefjum - frá- sögnin streymir fram eins og af sjálfri sér. Ljóðrænan er eigi að síður skammt undan. Fyrir kemur að stað- reyndasyrpur eru rofnar af ljóð- rænum gullfleygum eins og hér: „Saga þessi hvarflar nú brátt úr bugðóttri og hálfgleymdri smalaslóð í inndölum, og fer að síast selta í vindinn". En þó að ríki ró á yfirborðinu má greina þungan undirstraum sem einstaka sinnum klýfur yfirborðið. Hin lág- væra rödd höfundarins er þykk af holl- um og góðum þjósti, til dæmis í lýs- ingunni á uppboði Bjargs: „Slíkur blær af helju umlykur uppskrift bús- ins og uppboðsþingin 1882 að munn- tamar líkingar sem menn draga stund- um af hrægömmum ná þar varla festu“. Bilið er oft mjótt á milli skrá- setjarans og prédikarans - enda er vitnað í Jón Vídalín: „Hin grimmu villidýrin á mörkinni hafa sinn vissan skammt, og þau taka ekki bráðina nema hungruð. En græðgi hins fé- gjarna tekur aldrei enda... Hann undirþrykkir ekkjuna og rænir hinn föðurlausa". Sennilega eru allir textar sjálfsmyndir að einhverju leyti - sannlciksvilji okkar og gildismat ráða því hvernig vitneskjan er sett fram, hvort sem fengist er við skáldskap eða sagnfræði. Það hafa ótal bækur verið skrifaðar unt þjóðlíf nítjándu aldar; þó hygg ég að menn hafi veitt innri þráðum þess full lítinn gaum, því sem tengdi saman reynslu fólks og gæddi hana merkingu - það var ekki bara guðs- trúin, verslunin eða drottinhollustan. Þetta var segulbundið þjóðlíf í þeim skilningi að menn tengdust hverjir öðrum og fyrri kynslóðum í gcgnum blóðbönd og návistir af einhverju tagi. Reynsla fólks var að miklu leyti reist á ættfærslu eða öllu heldur: hún tryggði merkingu þess og stöðu í ver- öldinni. Ættlaus maður var valdlaus maður, tímalaus maður - hann var nánast ónáttúrlegt aflrrigði. Með öðrunt orðum: Blóðböndin hnýttu samfélagið saman. Af þessum sökum er mikið um nafnarunur og ættfærslur í texta Þorsteins. Oft er litið á slíkt sem ónauðsynlegt skraut, málaleng- ingu eða merkingartöf. Það er mikill misskilningur. Staðreyndasyrpur Þor- steins eru merkingarbrunnur; sér- hvert nafn, ártal og staðarheiti skiptir máli. Þjóðlífið var reist á slíkum merkingarstoðum. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.