Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 46
áhyggjufull... „Hvaö er að?“ „Vertu
róleg, Assunta,“ segja hann. „Vertu
róleg... Assunta, barniö inni í þér
hefur engar hendur og engar fætur.
Pú ekki vilja eiga svoleiðis barn...“
Ég byrja öll að titra... Ég reyna
anda inn... Ég reyna anda út... Ég
get ekki andað... Hjúkrunarkonan,
hún vera með sprautu og ég sofa...
Svo ég vakna um morguninn og ég
vera full... Ég segja við hjúkrunar-
konuna, „Hvar er ég?...“ „Assunta,
þú ennþá á spítala..." Og hjúkrunar-
konan... hún setja blað fyrir framan
mig... „Skrifaðu undir,“ biðja hún.
Ég vera svo full að ég skrifa undir...
Ó guð minn, ég skrifa undir að þeir
mega taka barnið... Ó, fyrirgefa mér
Guðsmóðir. En nei... Ég vera á spít-
alanum þrjá mánuði... Barnið ekki
hreyfast... Hverja viku... Myndir...
Myndir... Myndir... Bakið... Að
framan... Á hlið... Alltaf það sama:
„Assunta, barnið þitt, það hefur engar
hendur og engar fætur...“ Svo kemur
tími að barnið koma í heiminn...
Læknarnir segja við mig, „Assunta,
viltu fá sprautu?... Þú ekki vilja sjá
barnið?...“ „A/£//“ hrópa ég. „Eg vil
sjá barnið... barnið MITT\ Ég sjá
barnið mitt!... Með augum mín-
um!...“ Svo barnið koma... Og ég
horfi... Og ég sé litlu höndina...
Barnið mitt er heilbrigt! Heilbrigt...“
Ég græt. Mér finnst erfitt að gráta
en éj» græt.
„Ég horfa á læknir og ég segja:
„Þú, þú, þú... Þú... Þú helvítis drullu-
sokkur! Þú segja mér að barnið mitt
hafa engar hendur og engar fætur...“
Læknirinn... hann fara íburtu... Ég
er hamingjusöm... Hamingjusöm,
Bruce... Svo hamingjusöm... Ég
held á barninu mínu... Ég þakka heil-
agri jómfrú... Ég skælandi... Svo
kemur næsti morgunn... Hjúkrunar-
konurnar allar í kringum mig... Ég
enn skælandi... „Viljið, viljið biðja
lækni að fyrirgefa það sem ég segja
honum..." Hjúkrunarkonurnar segja,
„Nei, Assunta. Þetta er rétt hjá
þér... Allur spítalinn veit að þetta er
rétt hjá þér...“ „En biðja lækni að
fyrirgefa mér!“ Ég ennþá skælandi...
Svo kemur morgunninn... Læknirinn,
hann banka á hurðina mína... Hann
færa mér STÓRAN blómavönd... Ég
aldrei sjá blóm eins og... STÓRAR,
STÓRAR kórónur!... Og stóran
kassa konfekt og lítil föt á barnið
mitt. Hann taka um hönd mína...
Hann brosa... „Assunta, það rétt hjá
þér að kalla mig helvítis drullusokk!“
1988
BRUCE CHATWIN
Bruce Chatwin fæddist í Sheffield
1940. Hann stundaði nám við Marl-
borougháskólann og gerðist síðan
dyravörður hjá Sotheby’s í London.
Átta árum síðar, þá orðinn yngsti list-
ráðunautur fyrirtækisins, sagði hann
starfi sínu lausu og hélt út í heim. Frá
1972 til 1975 vann hann fyrir The
Sitnday Times. Þegar hann hætti hjá
blaðinu sendi hann þeim skeyti: „Far-
inn til Patagóníu og verð þar í sex
rnánuði." Árangur þeirrar ferðar var
„ferðaskáldsagan" I Patagóníu sem
kom út árið 1977. Hún vann til Haw-
thornden-verðlaunanna 1978 og E.M.
Forster-verðlaunanna 1979. Aðrar
bækur hans eru The Viceroy of
Ouidah, (Wcrncr Herzog kvikmynd-
aði þá sögu og kallaði Cobra Verde),
On the Black Hill (sem Bretar gerðu
sjónvarpsmynd eftir), The Songlines,
(önnur „ferðaskáldsaga“ en í þetta
sinn frá Ástralíu) sem kom út árið
1987, var samfellt í níu mánuði í hópi
tíu söluhæstu bóka á sölulista The
Sunday Times. Síðasta skáldsagan
hans, Utz, var tilnefnd til Booker-
verðlaunanna 1988. Wltat am I doing
here, (þaðan sem sögurnar sem hér
birtast eru teknar) er safn frásagna,
ritgerða og blaðagreina og kom út
árið 1989.
Bruce Chatwin lést úr sjaldgæfum
kínverskum beinmergssjúkdómi þann
17. janúar 1989, fyrir utan Nice í
Frakklandi.
44