Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 51
UNDIR HAMRINUM
yfir, þegar tungutakið er varla nema
fáeinir morknir leppar, á tímum
þegar allt á að gerast strax og ekkert
má bíða, þegar skipun dagsins er: lít-
ill texti, stórar myndir (og allt í lit),
fyrirstöðulaust lesmál, augljós skila-
boð, á tímum þegar skipulögðum
morðum, tortímingu og logandi hatri
er slegiö upp í blöðum og sjónvarpi
sem hverri annarri Kóka Kóla-auglýs-
ingu eða snúið uppí jólatrés-
skemmtun þarsem jólasveinninn
kemur fljúgandi á B-52 með alla
pakkana - á slíkum tímum er auðvelt
að trúa því að listin sé dægurmálaút-
varp - hringriða þjóðlífsins, allífsins -
að hún sé salerni þarsem öllu má sturta
niður, sé Narkissos að dásama eigin
spegilmynd í litfagurri olíubrák lind-
arinnar.
En ef saltið dofnar, með hverju á
þá að selta það?
Vitundin, líkaminn og sálin cru
citt; listin, jörðin, maðurinn og guð-
dómleiki lífsins eru eitt. Og fiskur og
íslenskar bókmenntir.
Allt er eitt.
Eins og frú Súrní sýndi frammá
liggur ekkert á, austanvindurinn og
vcturinn koma þcgar þeirra tími
rennur upp. Aðeins tvennt í lífinu
verður í einni svipan: tilurð þess og
endalok. Eftir öðru þarf að bíða; það
sem helst átti að gerast í gær, gerist í
fyrsta lagi á morgun, þó varla fyrrcn
eftir mörg ár, kannski aldir. An bið-
lundar, seiglu og þolinmæði verður
lífið skræpótt milljónmyndskeiða
auglýsing sem er búin áðuren hún
byrjar, úrelt áðuren hún kemst í
tísku, dauð áðuren hún lifnar. Án
eirðar og úthalds nennir ekki nokkur
maður að lesa bækur sem ekki lúta
skipun dagsins.
Pað hcyrast æ fleiri sögur af útgef-
endum sem fara þess á leit við höfunda
að þeir einfaldi texta sína, poppi þá
upp, geri þá aðgcngilegri lesendum
sekúnduþjóðfélagsins, söluhæfari,
djarfari, hispurslausari...
En cf saltið dofnar, með hverju á
þá að selta það?
„Ræða yðar sé ætíð Ijúfleg og salti
krydduð, til að þér vitið, hvcrnig þér
cigið að svara hverjum einum.“
„Niöamyrkur,
nístandi heljugrár kuldi, tóm ofið úr
flöktandi hvirfingu ljósa, er rofna
skyndilcga í miðju og umhverfast í
hring, þar sem titrandi tvær bylgjur er
líkt og leika á sama streng skella
sarnan, skilja í háværum nötrandi
hvelli,
þögn."
Þannig hefst „sköpunarsaga" Þor-
varðar Hjálmarssonar (f. 1957) í bók
hans Háska og skuld sem út kom
1989. Síðan segir frá því hvcrnig
jörðin hlýtur smámsaman lögun, lit
og ilm; þar ríkir eining og munúð. Úr
hafinu rís maðurinn og helgar líf sitt
hlut nokkrum sem hann leggur alla
atorku sína í að smíða; og hluturinn
gnæfir æ hærra til himins og varpar
skugga sínunt á ströndina og manninn.
Þcgar maðurinn lítur verk sitt eflist
sjálfstraust hans og honum finnst
hann ekki lengur undirgefinn náttúru-
öflunum; hefur öðlast guðlegan mátt.
Hann undi í alsælu þartil dag einn að
hann veitti athygli undarlegum purp-
uralitum boga á himnum „og sjöstjörn-
unni sem fylgdi honurn." Fáeinum
andartökum síðar rís eitthvað úr haf-
djúpunum, hulið mistri og reyk. í
söntu svipan fæðist fyrsti óttinn, brýst
út í ofsahræðslu; maðurinn flýr í
ofboði til fjalla. Hann gcrir sér ból á
öræfunt en tekur brátt að eiga við um-
hverfið, grefur eftir vatni, brýtur land
til ræktunar, skapar, er alltaf að
skapa. En sáökorn ótta og efa hafði
skotið rótum í brjósti hans og nísti
hann á kyrrum stundum; hann fer að
hcyra uggvænleg högg neðanaf strönd-
inni. í kafla sent heitir Öld óttans
segir að þá hafi óttinn lagst yfir mörk-
ina, frá hyldjúpunt hafsins og víðcrn-
um himinhvolfsins borist fyrirboðar
um tortímingarþrá. Þcssi þrá leiðir
manninn til strandar þarsem hann sér
ókennilegt margstrent bákn sem
vekur hjá honum nýar kenndir:
andúð og viðbjóð - hvorttveggja
sprottið af ótta hans; honum finnst
þetta ferlíki drottna yfir sér og skilur
að það er ekki orðiö til af sjálfu sér.
Það hlaut að vera annar maður - og
meiri fyrst sá gat byggt slíka ófreskju,
vakið slíkan ótta og andúð. Manninn
þyrstir í brennandi sólskininu og lýtur
niðrað tærum læk til að drckka: „Á
svipstundu sundraðist vatnsborðið
undan andliti mannsins, bylgjaðist í
ótal brot og hann fann að hann var
ekki einn, sá á vatninu flöktandi
mynd af öðrum manni hinum megin
lækjarins, hann leit snöggt upp beint í
stingandi augu er mættu hans og
hvörfluðu ekki af honum. Það var
eins og lækurinn yröi allur úr gleri,
spegilmyndir þcirra nrættust á lygnu
yfirborðinu og urðu að hafi, eldi
blöndnu, glerhafi er skalf og titraði af
ógn þessara bandingja hatursins, er
nú stóðu augliti til auglitis og biðu
færis að lita hið ófrjóa haf blóði.“ Og
þeim lýstur saman í baráttu uppá líf
og dauða, bardaga scm vitanlega var
ekki hægt að vinna, þeir slitu hjörtun
livor úr öðrum „og blóð þeirra rann í
heitan sandinn.“
Þetta er þykkur texti sent þarf
góðan tíma til að lesa sig í gegnunt.
Hann er líka táknrænn, morandi í
frumtáknum einsog jörð, lofti, vatni
og eldi í ýmsum myndum; textinn fær
fyrir vikið trúarlegan blæ, verður að
forneskjulegri spásögn um atburði
samtímans. Langar málsgrcinar með
blæbrigðaríkri hrynjandi en þó jafnan
höfugri, efla seiðntagn Itans og gera
liann sefjandi. Þannig hvcrfur lesand-
inn inní orðin og samlagast þeim. En
til þess þarf að lesa vel; ekkert verður
í einni svipan. Sá sem gefur sér tóm
til að rýna í slíkan texta verður fyrir
þeirri óvæntu reynslu að hitta fyrir
sjálfan sig í líki aðalpersónunnar: alltí-
49