Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 36

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 36
MYNDLIST LISTIN A MILLI VERKANNA HVAÐAN? HÞF: Hvaðan kemurðu eiginlcga? KGH: Ég er fæddur í Reykjavík 1955, ég bjó lengi vel rétt ofan við Blcsugrófina. Þar var hálfgert úthverfi og fátækrahverfi, en allt í kring var náttúran. Þetta var við Elliðaárnar, og við krakkarnir lékum okkur oft í Holtinu, en Holtið var þar sem Breið- holtið er nú. Þar var ekki eitt einasta hús þá. Milli fimm og sjö ára aldurs fluttist fjölskyldan til Færeyja þar sem faðir minn vann við gangagerð og þar dvöldumst við í tvö ár. Það var ákaf- lega skemmtilegur tími, við bjuggum þar á tveimur stöðum, í tveimur litl- um þorpum, þar var gaman fyrir lít- inn strák að leika sér. Það var dálítið gamaldags þarna, á fyrri staðnum voru einungis tveir bílar í þorpinu og lítið um nútímaþægindi. En einhvern veginn urðu þessi tvö ár þarna mér mjög minnisstæð, og ýmsir atburðir og smáatvik eru mér mjög skýr í hug- anum. Svo bjó ég í Kópavoginum frá tíu til fjórtán ára aldri. Það var mjög HELGI Þ. FRIÐJÓNSSON OG EGGERT PÉTURSSON RÆÐA VIÐ KRISTIN G. HARÐARSON skrautlegt þar á þeim tíma. Margt duglegt fólk var þá að koma sér upp húsi og það var flutt inní þau strax og þau voru fokheld. Mótatimbur lamið saman í hurð fyrir útidyrnar. Kannski plast í gluggum og steypt gólf, rétt grunnmáluð, svo stóðu vírarnir út úr öllum veggjum að utan. Svo bjó ég eitt ár við Búrfellsvirkjun og síðan futtum við í Biskupstungur þar sem foreldrar mínar komu sér upp garð- yrkjustöð. Þar var ég með annan fót- inn sem unglingur og eitthvað fram yfir það. LISTRÆN SKÁKFLÉTTA HÞF: Hvenær ferðu svo að hugsa um myndlistina, er það á einhverjum þessara staða? KGH: Það gerðist bara eins og hendi væri veifað. Það var eins og ákvörð- un, mjög skyndileg ákvörðun. Það hcfur jafnvel verið útfrá einhverjum leiða. Það var þannig að ég hafði mik- inn áhuga á skák, ég lá í skák. Ég hafði lært mannganginn snemma og svo jókst áhuginn smám saman og svo í gaggó þegar unglingarnir voru úti á kvöldin, fóru á böll og svona, þá var ég heima að tcfla eftir skákbókum, lá í skákum og byrjaði að tefla svolítið í taflfélagi. Ég var svo mikið á kafi í þessu, að móðir mín var svona frekar að reyna að ýta mér út á böllin. En ég var nú aldrei góður í skák. Svo ein- hvern veginn fékk ég yfir mig af skák- inni. Ég átti olíulitasett og datt í hug í ógurlcgum leiðindum að reyna að fara að fikta við að mála. Og það var eins og eitthvað kviknaði í mér og ég tók þctta með sama ákafa og skákina. Ég gleymdi hcnni algerlega, málaði og málaði. Eftir nokkrar vikur var ég búinn að ákveða að verða myndlistar- maður. Þetta var þegar ég var fjórtán ára. Ég held að ég hafi aldrei haft ncina sérstaklega hæfileika í teikn- ingu eða neinu slíku áður. Ég hafði aldrei verið neitt uppáhald teikni- kennaranna í barnaskóla. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.