Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 38

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 38
MYNDUST KGH: Petta er sjónræn upplifun með frásagnarlegum undirtón. Og úr því að við erum að tala um flúxus, þá er það kannski það sem skilur á milli. Ég held að oft hafi flúxararnir lítið hugsað um sjónrænt yfirbragð. En mér finnst þó hið sjónræna ekki nóg, ég get ekki bara raðað saman ein- hverju sem kemur vel út myndrænt séð, eins og til dæmis gluggaútstilling. Ég vil að það skapist einhver tilfinn- ing og verkið fyllist af einhverju lífi. EP: Er stíll efniviður hjá þér? KGH: Kannski á vissan hátt, en ég forðast beinar stíltilvitnanir. Ég vil ekki gera verk þar sem einn hlutinn er dæmigert flúxusstílbrigði og annar hlutinn er dæmigert geometrískt stíl- brigði og þriðji hlutinn dæmigert konseptualstílbrigði og fjórði hlutinn er dæmigert poppstílbrigði. Ég vil nota viðeigandi vinnubrögð og hugs- anagang þar sem það á við. SAMHENGIÐ í VERKUNUM EP: En það sem ég var að fara er að það eru til svo margir dæmigerðir Kiddar, geometrískur Kiddi og síðan landslags Kiddi, það eru þínir eigin stílar sem þú blandar saman. HÞF: Það má yfirleitt sjá að vcrkin eru eftir sama manninn. Hvað er það sem tengir þau saman, ekki er það lit- ur eða eitthvað svoleiðis, er það þá einhvers konar frásagnargildi eða ein- hver tilfinning? Það er persónulegt yfirbragð yfir verkunum hvort sem þau eru málverk, performans eða eitt- hvað annað. KGH: Ég hef unnið mjög ólík verk á rúmlega tíu ára starfsferli, farið frá einum hlut til annars, stokkið frá þúfu til þúfu. Tilfinningin hefur teymt mig áfram og það stundum hraðar en ég hef ráðið við og stefnan gengið þvert á skynsemina og rökin. Þetta hefur oft verið mjög erfitt og sú til- finning fylgt að allt sé að renna frá mér og það í allar áttir, maður sitji bara eftir tómur. En mér finnst ég vera einhvern veginn að verða meðvit- aðri, hugsunin að skýrast og vinnan markvissari. EP: Beitirðu sömu aðferðinni þó þú notir mismunandi efni, sömu aðferð þegar þú til dæmis býrð til ljóð eða performans? KGH: Ég hef gert það, ég hef til dæmis unmð ljóð og málverk á sam- bærilegan hátt. Ljóðin í bókinni sem ég gaf út 1986 eru hálfgerðar hentur. Ég tók búta úr prentuðum texta og raðaði saman á nýjan hátt og vatt svo uppá setningarnar. Aðferðin er sam- bærileg og í málverkunum sem ég málaði á svipuðum tíma. Ég málaði eftir ljósmyndum og öðru úr blöðunt, til dæmis bröndurum, teiknimyndasög- um eða línuriti um fiskútflutning, sem varð þá kannski að abstrakt mynd, ntálaði kannski nokkrar ntynd- ir hverja ofaní aðra og tuskaði þær jafnframt eitthvað til. EP: En hvernig sérðu samhengi verka þinna. Vinnurðu sérstaklega sýningar, raðarðu myndunum á fyrir- fram ákveðinn hátt? KGH: Nei, ég vinn yfirleitt ekki sér- staklega fyrir sýningar. Þegar ég er kominn vel af stað með eitthvað, þá fer ég að huga að sýningu. Ef mér finnst vanta upp í sýningarrýmið, geri ég kannski tvö, þrjú verk til þess að það myndist samhengi, góð heild. EP: En eftir á þá man maður verkin sem sýningar, en spilar rýmið líka inní verkin? KGH: Ég vinn tiltölulega lítið með rými held ég, ekki einu sinni í skúlp- túrunum. Þó er mér alls ekki santa hvar ég sýni verkin. EP: Þú vinnur ekki ntarga perform- ansa, eru þeir jafn mikilvægir og heil sýning eða eru þeir eins og eitt verk í sýningu? KGH: Ég aðgreini ekki performans- ana frá öðrum verkum. Ég segi ekki myndlistin er hér og performansarnir 1982 Gouache og hílalakk á pappír. Hœð u.þ.b. 50 cm. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.