Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 25
T V O
L J Ó Ð
1
Blæs köldu frá jöklinum,
sýp á söltu og þcssi djöfulsins
fiskur flæktur í net snúið
og kalinn kræktur fastur
í hafið.
Ætli ’ún bíði, hvar skyldi hún vera.
Rífð úr ’enni kinn, helvítis bikkjan.
Skakar á öðrum, ekki heima
stendur ekki heima.
Myrkur klofið í hcrðar niður
skæru ljósi, kolgrænir dalir lifandi
og jökulröndin ofantil.
Fjandi blæs hann,
réttu mér hnífinn.
Stálað upp í kjaftinn
stálað upp í kjaftinn.
Kalt blóðið og augun frosin,
frosin augu.
Slcngdu helvítinu til mín
djöfulsins gapuxinn þarna uppi
veit ekki neitt,
algjör skítur og úrþvætti...
froðufellandi bryðjandi hvítt
hvítan lieim sótthreinsaðan
og lausan við böl,
eintómt böl.
2
Nær nær nær
inn úr skinni
nær holdi
heitu holdi og köldu.
Sterkur sem gler
grætur ekki og lofar
erminni allri.
Leit á mánann;
í fiskum hugsaði hann
fór undir yfirborðið
sleikti upp leifarnar
og lá í tröppunum
steinrunninn.
Taxi taxi og regnið,
steypist niður
niður og ískrar
í hugsuninni sakkarínsætri,
og hundar
með gömlum konum
gömlum konum
risastórum á skítugri dýnu
risastórri, með gamalli konu og hundi
stórum stórum hundi.
BÁRÐUR R,
JÓNSSON
23