Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 16

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 16
áður óþckkt. Hvað er það sem gerir K. að sérstökum einstaklingi spyr Kúndera? Ekki er það nafn hans eða atgervi; því er hvergi lýst - nc heldur æviferill hans; um hann er ekkert vitað. Hugsun hans er að auki bundin aðstæðum hverju sinni; hvergi er vísað út fyrir þær með minningum eða bollaleggingum. Það er eins og K. sé samrunninn aðstæðum sínum cf svo má að orði komast; hugarheimur hans hefur ekkert sjálfstætt gildi. Að dómi Kúndera spyr Kafka spurningar sem ekki hafði hvarflað að höfundum áður: Hvaða möguleika hefur mann- eskjan í heimi er stjórnar gjörðum hennar og hugsunum? Hvað verður um sjálf hennar við slíkar aðstæður? Kúndera er sannfærður um að lífið sé gildra; það er ein af grundvallar- hugmyndum hans. Manneskjunni hefur að vísu alltaf vcrið kunnugt um það; hún fæðist án þess að vera spurð álits og er neydd til að klæðast líkama sem hrörnar og deyr með tímanum. Aður fyrr buðu víðerni heimsins þó upp á ákveðnar undankomuleiðir; manneskjan gat líkt og liðhlaupinn svikist undan merkjum og hafið nýtt líf í öðru landi. Slíkar leiðir hafa lok- ast með öllu - heimurinn fellur æ þéttar að einstaklingnum. Kannski umskiptin hafi orðið með fyrri heims- styrjöld; lýsingarliðurinn sem slíkur, heims-, tjáir hrylling manna frammi fyrir því að engrar undankomu er Iengur von - það sem gerist á vestur- hveli jarðar mótar líf manna á austur- hveli, hvaðeina sem upp á kemur snertir alla menn hvar sem þeir eru staddir. Víðáttuupplifun fyrri tíma hefur snúist í slæma innilokunar- kennd. I þessu sambandi vitnar Kúndera í Gombrowicz er sagði eitt sinn að þyngd sjálfsins væri háð mannfjölda jarðar á hverjum tíma. Sé það haft til marks verður sjálfið léttara með hverri mínútu sem líður; gott ef það er til lengur - kannski heimurinn hafi sogað alla tilveru úr því. Kúndera reynir að höndla sjálfið í skáldsögum sínum með því að lýsa tilvistarvandamáli þess. I því sam- hengi notar hann hugtakið tilvistar- lykil sem nær að jafnaði til fáeinna lykilorða. „Þegar ég var að rita ÓBÆRILEGAN LÉTTLEIKA TIL- VERUNNAR," ritar hann, „uppgötv- aði ég að lykill einstakra persóna er myndaður af ákveðnum lykilorðum. Fyrir Terezu: líkami, sál, svimi, veik- leiki, unaður, Paradís; fyrir Tómas: léttleiki, þyngd.“ Lykillinn sjálfur birtist ekki in ahstracto heldur í at- burðarás, huglciðingum og aðstæðum er tcngjast viðkomandi persónu. Taka má Terezu sem dæmi. Hún býr með Tómasi og leggur sig alla í samband þeirra. Skyndilega er eins og hún gcti ekki haldið áfram - hana langar til að hörfa niður á við, þangað sem hún kom frá í upphafi. Hún hrífst af svima- kcnnd er Kúndera skilgreinir sem „ölvun hins veiklundaða“: slíkur mað- ur er meðvitaður um veikleika sinn og leitast við að fella niður varnir í stað þess að berjast; hann sökkvir sér í veikleikann og þráir það eitt að verða enn veikari, að leggjast fyrir fætur manna og verða lægstur al' því scm lágt er. Sviminn er cinn af lyklunt Therezu; hann varpar Ijósi á veru- leika hennar - um leið vísar hann á til- vistarmöguleika okkar allra. „Ég varð,“ ritar Kúndera, „að búa til Ter- ezu, „tilraunasjálf“, til að skilja þennan möguleika, til að skilja svima.“ Raunar eru allar persónur í bókmennt- um „tilraunasjálf“ standi þær undir nafni. Höfundurinn vekur þær til lífs með því að kryfja tilvistarvanda þeirra, þ.e. hann sundurgreinir að- stæður, minni og orð sem mótað hafa örlög viðkomandi persónu. Kúndera er þeirrar skoðunar að skáldsagan sé hugleiðing um tilvist. Engu að síður lýsa verk hans sjálfs sögulegum viðburðuni og pólitískum uppákomum. Hvernig kemur það hcim og saman? Orða má rökleiöslu Kúndera á eftirfarandi hátt: Tilvistin er in-der-welt-sein eða vera-í-heimin- um, svo vitnað sé í Heidcgger. Líf okkar hefur haft sögulegt eðli innan skáldsögunnar allt frá dögum Balzacs; það er arfleifð sem ómögulegt er að komast undan. Heimur hennar er sögulegur líkt og heimur einstaklings- ins. Sumar skáldsögur eru þó ekki annað en söguleg skreyting; þær lýsa samfélagi á ákveðnum tíma með sagnfræðilegri nákvæmni; óskáldleg þekking er þýdd á tungumál skáld- sögunnar. Slíkt er í andstöðu við grundvallarmarkmið hennar-að segja einungis það scm skáldsagan getur sagt. Kúndera nálgast söguna með ákveðnum hætti. í fyrsta lagi velur hann efniviö sem afhjúpað getur til- vist persónanna. í SKRÝTLUNNI horfir Lúðvík á vini sína og félaga greiða atkvæði með brottrekstri hans úr háskóla. Hann sannfærist um að þeir hefðu einnig greitt atkvæði mcð aftöku hans. Þessi reynsla fullvissar Lúðvík um að manneskjan er lífvera sem dæmt getur náunga sinn til dauða undir hvaða kringumstæðum sem er. Mannfræðilcg upplifun Lúðvíks á sér því sögulega rót; hið sögulega er lyk- ill að tilvistarvanda hans. í öðru lagi kýs Kúndera efnivið sem venjuleg sagnaritun virðir að vettugi; lítilvæg og gleymd atvik skipta oft meira máli en fréttnæmar uppákomur. Loks tel- ur hann að skilja verði söguna sem til- vistarlegt ástand. Hún er ekki eitt- hvað utan og ofan við manneskjuna; hún er ekki umbúnaður eða leiksvið heldur mannlegt ástand, líka þegar hún rís einstaklingnum yfir höfuð. Sjálfur nefnir Kúndera dæmi úr ÓBÆRILEGUM LÉTTLEIKA TIL- VERUNNAR til að skýra hugmynd sína. Alexander Dúbcek snýr heim til Tékkóslóvakíu eftir að hafa sætt fang- elsisvist og illri mcðferð í Moskvu. Hann flytur ávarp í útvarp, rekur í vörðurnar, grípur andann á lofti, þagnar í tíma og ótíma. Þetta atvik gleymdist fljótt því að tæknimcnn út- 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.