Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 53

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 53
MYNDLIST ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON „VELGENGNIN ER GOГ FJÓRIR AMERlSKIR USTAMENN Á stuttum en einstæðum ferli sínum i Evrópu virðist myndlistarhópurinn „Fjórir amerískir listamenn“ (Four American Artists) hafa fundið hent- ugustu leiðina í gegnum frumskóg listmarkaðarins. Á sama tíma og aðrir listamenn verða að láta sér nægja þrönga troðninga á leið sinni til frægðar og frama, virðist þessi sam- heldni hópur hafa verið fær um að leggja eigin hraðbrautir - og nota þær. Þorvaldur Þorsteinsson hitti Fjóra ameríska listamenn í Amersterdam. William Hall: Árið 1987 barst okkur fjórum boð frá listhúsi í Mílanó á Ítalíu um að sýna þar saman og titill sýningarinnar átti að verða „Fjórir amerískir listamcnn". Við höfðum á þessum tíma öll verið með einkasýn- ingar í Bandaríkjunum og vissum hvort af öðru en þegar þessi ágæta hugmynd kom upp í hendurnar á okkur fannst okkur spennandi að gera svolítið meira úr henni og efna til fleiri sameiginlegra sýninga í Evrópu undir þessu sama heiti. Við fengum góða kynningu í Mílanó, ítalski forsetinn kom á sýninguna og það birtist grein um okkur í ítölsku útgáfunni af Flash Art. í kjölfarið, eða nokkrum mánuðum síðar, var okkur boðið að taka þátt í samsýn- ingu í Museum am Ostwall í Dort- mund, ásamt Ange Leccia, Luc Delcu, De Maria og fleirum. Þar fékk hver maður stórt hcrbergi útaf fyrir sig þannig að við gátum hvert og eitt sýnt 3-4 verk. Þessi sýning gekk afskap- lega vel. Við seldum vel, m.a. söfnur- um á Italíu og víðar og í framhaldi af þessu, vorið 1988, vorum við kynnt sérstaklega á RAI-listmarkaðnum í Amsterdam. Þar var efnt til sérstakrar sýningar á amerískri myndlist með úrvali amerískra listamanna og við vorum þar á meðal, svo að það er óhætt að scgja að við værum þá þegar komin á fleygiferð í Evrópu eftir góða byrjun á Ítalíu. Rick Tavares: Okkur var nýlega boðið að sýna í La Criée, frönsku menningarmiðstöðinni þannig að okkur gengur vel þessa dagana og allt getur gerst. Kannski býðst okkur önnur stórsýning fljótlega, listhús hafa verið að kaupa af okkur og söfn sömuleiðis þannig að það má segja að okkur gangi vel í Evrópu. Það má segja það. Þorvaldur Þorsteinsson: Hvað er það öðru frentur sem einkcnnir verk ykkar? Sam Roberts: Við erum töluvert ólík innbyrðis. Við Rick vinnum mikið með okkar nánasta umhverfi, notum hlutina eins og þeir koma upp í hend- urnar á okkur í neysluþjóðfélaginu og röðum þcim saman þannig að úr verður listaverk. Við erum að reyna að skrásetja samtímann á myndrænan hátt, svipað og nokkrir aðrir amer- ískir listamenn sem hafa eitthvað verið að nota neysluvarning í verkum sínum. Hins vegar eru Janet og Will- iam meiri abstrakt listamcnn, jafnvel þó að þau noti líkt og við hráefni úr nútímaiðnaði, það hráefni sem býðst í dag. Listamcnn á hverjum tíma nota það hráefni sem þeir finna i búðinni hverju sinni. R. T.: Þess vegna breytist listin svona hratt. Það eru alltaf að koma frant ný hráefni og þannig skapast svigrúm til að gera nýjar tilraunir. W.H.: Sam og Rick eru nteira í „hentunum“ (ready-made) og eftir- líkingalistinni (simulation art) og svo- leiðis hlutum. Við Janet vinnum nreira abstrakt út frá iðnframleiðslu nútímans, meira í áttina að „ný- flatarlist" (Neo-Geo). Þ.Þ.: Hverju þakkiö þið velgengni ykkar í Evrópu? Eruð þið e.t.v. í sterkari tengslum við evrópska list- hefð en aðrir amerískir listamenn af yngri kynslóðinni? S. R.: Nei, ég held að við séum ekki í neinum sérstökum tengsium við Evrópu. Við höfum einfaldlega fengið góð tækifæri til að sýna hérna og ég held að amerískum lista- mönnum gangi yfirleitt vel í Evrópu. Janet Fleisch: En margir amerískir listamenn, einkum þessir „ungu og efnilegu“, eiga mjög erfitt með að skilja þetta. Þeir sjá ekkert nema New York. Þeir halda að New York sé eini staðurinn sem kemur til greina við að koma sér á framfæri og halda sýningar og þcir festast í hugmynd- inni um að vinna með einu listhúsi þar sem þeir sýna síðan annað hvert ár. Ungi ameríski listamaðurinn er fremur þröngsýnn að þcssu leyti og sér ekki aðrar leiðir til velgengni en í gegnum New York listhúsiö, sem er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.