Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 44
BRUCE CHATWIN
TVÆR SÖGUR
Kristján Kristjánsson íslenskaði
ASSUNTA
Saga
Hvað er ég að gera hérna? Ég kúldr-
ast á sjúkrabeði á ríkisspítala og bíð
og vona að kölduflogin og hitasóttin
sem hafa heltekið mig í þrjá mánuði
reynist vera malaría - þó að þeir hafi
ekki fundið eina einustu bakteríu
eftir ítrekaðar blóðprufur. Ég er
búinn að vera á kínínkúr í þrettán
stundir - og hitinn virðist fara lækk-
andi. Ég þukla eyrun. Pau eru köld.
Ég strýk nefbroddinn. Hann er kald-
ur. Ég legg lófann á ennið. Það er
kalt. Ég þukla við nárann. Ekki svo
slæmt. Hitinn rýkur upp af eftirvænt-
ingunni einni saman.
Inn á stofuna gengur sú manneskja
sem ég dáist mest að á þessari deild.
Það er Assunta, konan sem skúrar og
lagar teið.
Hún er frá Palermó og giftist Eng-
lendingi. Það er frekar af manngæsku
en launanna vegna sem hún vinnur
hérna. Það kætir mig óumræðilega að
sjá Assuntu því nærvera hennar fyllir
stofuna suðrænum yl.
Hún er komin til að skúra gólfið.
„Drottinn minn dýri!“ scgir hún.
„Snákurinn!... Dóttir mín, hún fara
til lögreglunnar útaf snákinum.“
„Hvaða snák?“
„Puppet.“
„Puppet?“
„Nei. Nei. Poppet."
„Assunta mín, um hvað ertu að
tala?“
Hún dregur djúpt andann og held-
ur áfram, talar í stuttum hikandi setn-
ingum:
„Herra Bruce... Það er þessi ná-
granni minn... Hún er vond kona...
Börnin mín leika sér í garðinum
hennar og hún æpir, „Börnin þín hafa
alltof hátt. Hafðu þau inni“... Hún
trúa ekki á Guð eða neitt... Hún fara
í tvær fóstureyðingar... Hún elskar
bara dýr... Hún eiga hund... Hún
eiga kött... Hún eiga kanínur... og
hún eiga Poppet...“
„Snákinn?“
„Svo hún banka hjá mér og hún
segir: „Hefur þú séð Poppet? Hún
slapp úr búrinu sínu...“ „Nei, égekki
sjá... Þú leita sjálf að Poppet...“ Ég
loka gluggum... Ég loka dyrum... Ég
segi við börnin, þið ekki leika í garð-
inum fyrr en hún finna Poppet...
Hún ekki finna Poppet... Hvergi!
Síðan ég þurfa fara út í garðskúr að
sækja eitthvað... Heyrist þetta voða-
lega hljóð, „55555!... Ghrr\
55555!..“ Ég skelli hurðinni... Ég
kalla, „Hún Poppet þín er í skúrnum
mínum!“ Hún koma yfir... Hún opna
dyrnar... Og þessi snákur stökkva
út... Og vefur sig utan um hana,
fimm sinnum, sex sinnum... Og
sleikja hana alla í framan...
„Hvað er hann stór þessi snákur?“
„STÓR!“ segir Assunta. „Eins stór
og þessi stofa...“
Hún sveiflar skrúbbinum í kringum
sig, bendir horn í horn. Snákurinn
sem hér um ræðir hlýtur að vera sjö
metra löng pýtonslanga eða risakyrki-
slanga.
„Og hausinn!" segir hún. Hún gef-
ur til kynna með höndunum eitthvað
sem er álíka stórt og melóna. „Og
hræðileg rauð augu! Svo hún spyrja,
„Má ég fara með Poppet í gegnum
húsið?...“ „Nei,“ sagði ég. „Þú fara
yfir girðinguna.““
„Þú hefðir átt að fara til lögregl-
unnar fyrir löngu.“
„Og litlu börnin sem leika sér út á
götu!... Englendingar eru brjálað-
ir... Núna banka hún á dyrnar hjá
mér. Hún segir, „Hún Poppet mín
bráðum eiga barn“... Hún borga
sautján pund fyrir sæðingu... And-
styggilegt... Dóttir mín, hún fara til
lögreglunnar.
1988
42