Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 28

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 28
Hvað um það. Fyrir rökvísi sína veita skáldsögur og leikrit skilning á fólki þótt þau segi engan sannleika heldur séu uppspuni frá rótum. Ibsen er miklu vísindalegri en Freud. Það er af þessum ástæðum sem ég hef ein- hvers staðar komizt svo að orði að sálfræðinemar, verðandi tilsjónarfólk vandræðabarna, þroskaheftra og geð- veikra, ættu að lesa Ibsen, Dostojef- skí og Halldór Laxness en ekki kennslubækur og fræðirit um það sem engin fræði eru. III Er kenningin rétt? Ég þykist nú hafa sýnt fram á að það sé óréttlætanlegt að rekja sannleiks- kenninguna um skáldskap til Aristó- telesar. Hvert þá á að rekja hana hef ég ekki hugboð um. Ég er ekki maður til að fást um það. Það er heldur að ég spyrði: hefur Aristóteles, eins og ég skil hann, á réttu að standa? Ég held það, svo langt sem orð hans ná. En hann er auðvitað að hugsa um gríska harmleiki en ekki um Islendingasögur eða rússneskar skáldsögur frá síðustu öld. Og hann er ekki í þessum orðum að hugsa um ljóðrænan kveðskap sem fullt var af í kringum hann, ástarljóð og drykkjusöngva. Hvað um sannleikskenninguna yfir- leitt? Skiptir sannleikurinn einhverju máli í skáldskap? Af hverju vilja menn til dæmis endilega hafa fornsög- urnar sannar? Sjálfum finnast mér þær vera miklu merkilegri en ella, og Landnáma líka, ef þær eru tilbúning- ur. En annað þótti Helga á Hrafn- kelsstöðum. Einhvern tíma á árunum kom hann á fund í félagi íslenzkra fræða þar sem Halldór Laxness hafði framsögu um Vínland hið góða og skyld efni. „Hver er sjón þess manns“, spurði Helgi í ræðu á fundin- um, „sem kemur ekki auga á Ólaf konung og kappa hans við Svoldur en greinir svo lús í Haraldi hárfagra?“ En hinkrum við: það sem Helgi var að fara fram á var ekki skáldlegur sannleikur af neinu tæi heldur venju- legur sannleikur. Sannleikskenningin um skáldskap kveður ekki á um vcnjulegan sannleika, heldur trúir hún því að til sé skáldlegur sannleikur scm sé einhvern veginn annars eðlis og æðri en venjulegur sannleikur og geti jafnvel auðveldlega stangazt á við hann. Eins trúa tvöfeldningar í kristindómnum því að til séu trúarleg sannindi sem geti brotið í bág við hversdagsleg eða vísindaleg sannindi þannig að það sé trúarlega satt að Kristur hafi risið frá dauðum þó að hitt séu almenn ósannindi, og öld- ungis ótrúleg hverjum heilvita manni, að lík rísi nokkurn tíma kvikt úr gröf sinni. Ég held að þessi kenning sé röng, bæði um skáldskap og kristindóm. Ég er ekki á móti henni vegna þess að ég held að Aristótcles hafi verið á móti henni, heldur vegna þess að ég held að það sé bara til einn sannleikur. Þessi eini sannleikur er sá sem við kennum börnum að segja, sá sem við viljum að standi í fréttablöðum og skólabókum. Þessu fylgir meðal ann- ars að það er ekkcrt sérstakt til sem heitið gæti vísindalegur sannlcikur fremur en til er skáldlegur eða trúar- legur sannleikur. Það er jafnsatt, og satt í sama skilningi, að efnið er gert af eindum, að erfðastofnarnir eru kjarnasýrur og að íslenzki fáninn er þrílitur eins og sá franski. Að þessari einhyggju um sannleikann hníga marg- vísleg rök sem menn geta sótt til margra fremstu hcimspekinga samtím- ans eins og þeirra Peters Geach og Vans Quines, eða til heilags Tómasar frá Akvínó ef þeir kjósa það hcldur. Ég ætla ekki að fara út í þessi heim- spekilegu rök hér og nú, heldur biðja fólk að hugleiða einhyggjuna í Ijósi fáeinna dæma úr skáldskap. Ég varð vitni að því sem barn að kona nokkur, myndarleg ljósmóðir austan af fjörðum, neitaði að taka í höndina á Halldóri Laxness þegar hann var kynntur fyrir henni, á þeim forsendum að hann hcfði logið lúsinni upp á þjóðina. Áður hafði andans maður úr sveit haldið því frarn á prenti að það væri rógburður Hall- dórs að lús væri til á íslandi. Halldór svaraði fullum hálsi: Síðustu heilbrigðisskýrslur sýna samt, að hér í Reykjavík skiptir lúsugt fólk þúsundum - barnaskólar höfuðstaðarins eru morandi í lús og í ýmsum stærri kauptúnum landsins, og frægum sveit- um, sýna skýrslur að 75-80% skóla- barna eru lúsug, en það virðist benda til þess, að meginhluti heimila í héruðum þessum og kauptúnum séu lúsug.6 Ég hygg að hér sé komin frægasta deila um satt og logið í íslenzkri bók- menntasögu tuttugustu aldar, ásamt með deilunni um sanngildi fornsagn- anna, og sannleikurinn sem um var að tcfla var ekki neinn skáldlegur sannleikur heldur venjulegur sann- leikur eins og í heilbrigðisskýrslum. Almennt talað getur skáldsaga gefið rétta eða ranga mynd af lífinu í reyk- vísku braggahverfi eftir stríð, eða málaferlum norður í landi fyrir alda- mót, ekki síður en blaðagreinar og sögubækur geta það. Og ef hún gefur rétta mynd fremur en ranga þá er myndin rétt í nákvæmlega sama skiln- ingi og blaðagreinarnar og sögubókin eru réttar. Sá er munurinn - einn munurinn - á skáldskap og blaða- mennsku að blaðamaður á að fara rétt með, og það er vond blaða- mcnnska ef hann gerir það ekki. Skáldskapur er hins vegar hvorki bctri né verri sem slíkur þótt farið sé rangt með, ýkt eða fellt undan, að meira eða minna leyti. Kvæðið eftir Philip Larkin, sem var til skamms tíma lárviðarskáld Breta, hefst á þessu erindi: They fuck you up, your mum and dad. They may not mean to, but they do. They fill you with the faults they had And add some extra, just for you. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.