Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 43
/ KVÖLDSKÓLA
EP: Flestir eða alla vega helmingur
þeirra sem voru í þessu nýja málverki
höfðu þennan flúxus eða hugmynda-
lega grunn en svo voru aðrir sem voru
hreinræktaðri málarar, expressíonist-
ar.
KGH: Þetta var aldrei hreint málverk
hjá mér þó Valtýr Pétursson hefði
sagt að ég væri málari.
EP: En þú ert ekki málari?
KGH: Nei ég er ekki málari, ekki
beint, ekki eftir hinum hefðbundna
skilningi.
HÞF: En hvað ertu?
KGH: Ég er iuskari! Það er mikill
fúskari eða föndrari í mér. Mér
hryllir við of mikilli fagmennsku
þegar mín verk eru annars vegar. Ég
held einhvern veginn að ég vilji svo-
lítið óöryggi, einhvers konar listrænt
óöryggi, vera með annan fótinni í
lausu lofti.
HÞF: En er öryggi ekki háð tíma?
Fyrr en varir er ögrandi verk orðið
hið hefðbundna?
KGH: Ég er kannski ekki að tala um
þetta.
EP: Þú setur þig frekar á bekk með
þessum íslensku fúskurum sem var ýtt
til hliðar af FÍMurum og Súmmurum
hér áður?
KGH: Ég veit það nú ekki alveg.
EP: Þú nærist kannski frekar á þeirra
viðhorfi, þér finnst einhvers konar
kvöldskólalist vera alveg jafn spenn-
andi list og hvað annað?
KGH: Mér finnst hún spennandi sem
efniviður, sem hugmynd. Það er oft
mjög skemmtilegt hvernig áhugafólk
málar. oft alveg laust við reglurnar
um myndbyggingu, jafnvægi í lit og
„rétta“ teikningu. Það hefur oft
örvað mig að sjá verk áhugamálara,
en ég er menntaður og meðvitaður
listamaður og losna aldrei undan því
þó ég vildi.
Mars 1991
KRISTINN G. HARÐARSON
í HÁTTINN
SAGA
Útvarpið:
Rafmagnslínur slitna vegna ísing-
ar... staurar brotna af þunga íssins og
veðurofsans... dimmt og kalt í
húsum... bifreið fýkur út af vegi...
farþegarnir skríða út... inn aftur
vegna hamsins... út aftur er rúður
taka að brotna... skríða eftir veg-
inum að yfirgefinni bifreið skammt
frá... á hálendinu er fólk fast í
bílum... bárujárn fýkur víða af
þökum... í einu fjárhúsi standa sperr-
urnar strípaðar eftir... féð óttaslegið,
í einum hnapp...
(Slekkur á tækinu.)
Hann teygir sig í lampann við rúm-
ið og slekkur á honum. Það er dimmt
í herberginu nema hvað örlitla birtu
leggur inn um gluggann frá tungli og
götuljósum. Nú dregur hann sængina
upp fyrir höfuð þeirra beggja (húð
þess minna er alþakin rauðum bólum)
og rennir leikfanga-slökkviliðsbíl
eftir lærinu. Sýrenurnar rjúfa kyrrð
hjúpsins, hljóðið hækkar og lækkar í
sífellu og rauðu ljósin tvö ofan á þak-
inu byrja að blikka - það kviknar og
slokknar á þcim sitt á hvað. Ljósið
lýsir upp litlu, hlýju veröldina undir
sænginni og bregður rauðri birtu á
mynstur sængurinnar: litlar greinar,
grasstrá og blómskúfa á stönglum.
Ofan á næstu sæng, fastur í gili
milli tveggja hvítra og brattra sængur-
vershlíða, er lítill sjúkrabíll. Á toppi
hans er hvítt skilti með gulum
stöfum: EMERGENCY.
Frá sýningu í Nýlistasafninu 1991.
41