Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 50
Þó bregður fyrir von. Hin óbreytti
hversdagsmaður í slagsmálum við
náttúruna og myrkrið varðveitir
ómeðvitað það brot af minni kynslóð-
anna sem haldbærast mun reynast:
gengur á með krunkbólgnum éljum
í gljúfrunum svörtu og brosið ’ðess
hnitar hringa að snös og slítur úr nös
og válega hvín að vanda í tindum
en mosinn er mjúkur og kalsinn að hverfa
hiti að renna í huga og hönd
og miðið er gott og dauðafærið
* * *
En þetta ætlar ekki að ganga hjá mér,
ekkert að sjá nema andskotans borgir
sem allar eru eins, og lautirnar líka
og þokan. En ég verð samt að vera rólegur,
villtir verða ruglaðir, og þá ana menn
í vitleysu. Og kveða svo bara í sprungum
til eilffðarnóns.
Bókin Mýrarenglarnir falla ber
undirtitilinn sögur. Efninu er skipt
upp í sex sögur sem þó mynda eina
heild, eina sögu sem er SAGAN með
upphafsstöfum og greini, saga hruns,
endaloka og óumflýjanlegs dauða. Á
yfirborðinu er hún saga endaloka
bændamenningarinnar íslensku, en
endurspeglar um leið endalok stór-
velda sögunnar, Rómaveldis, veldis
Inkanna, veldis vestrænnar menning-
ar. Hið upprunalega í manninum og
hringrás náttúrunnar er vegið og létt-
vægt fundið af spekingunum „fyrir
sunnan“, sá sterkari ræður og skráir
þá sögu sem haldið er að eftirkom-
endunum. Hin opinbera mannkyns-
saga er saga sigurvegaranna, en hér
er dæminu snúið við og skráð saga
þeirra sem tapa. íslenski sveitadreng-
urinn sem söguna skráir samsamar sig
frumbyggjum Ástralíu sem eru á
stöðugum flótta undan erlendum yfir-
ráðum og hér kallast þemað á við
fyrri þemu í verkum Sigfúsar; útrým-
ingu indíána Suður-Ameríku, flótta
Neanderthalis undan Cro-Magnon-
mönnunum, flótta frumkraftanna
undan veröld gerviefnanna. Og eins
og oft áður er andstæðingurinn ósýni-
legur. „Það fyrir sunnan” er álíka
fjarlægt og ábúendur annarra hnatta,
en hatur vanmáttarins brýst út gagn-
vart þeim óvini sem þekktur er; vargn-
um sem leggst á lömbin, silunginn og
minni fuglana. Drengurinn er minnst-
ur og vanmáttugastur í þessari veröld
hinna vanmáttugu og vill allt til vinna
að verða gjaldgengur. Það tekst ekki.
Honum er svipt burt úr sínum heimi
og plantað í ókunnri möl, þar sem
hann á engar rætur. Hann snýr heim í
sinn hrunda heim. Er ferjaður yfir
fljót tímans yfir í Hel minninganna
þar sem engu verður breytt og endur-
tekningin er óumflýjanleg. Auðnin er
algjör, aðeins svipir horfinna tíma á
stjákli. Sá sem fer burt á ekki aftur-
kvæmt nema sem einn af þessum svip-
um, skuggi þess sem er liðið:
í bakherbergi fornsölu einnar,
sem minnti á útsölu óoröinna tíma,
datt mér í hug að ef til vill
væri ég staddur á landamerkjum
skynleysis. Eða ég hefði lengi
þrætt slíka alvíða línu, og velti
þá aðeins fyrir mér efsta stigi
ómerkinganna. Og síðan, hvort héðan
myndu nokkur tíðindi berast.
Yfir borgina lagðist nú ótrúleg
birta, en dvínaði hratt. Mér brá
illa þegar því laust um mig, að þetta
væri brennubjarminn frá einni ævi
af kvöldum.
Þarna í gáttinni stóð ég lengi kyrr,
og horfði á skugga minn lengjast
og dökkna eins og blóð sem storknar
illa og seint.
Og blóð upprunans vill ekki
storkna. Það hrópar á réttlæti, á
sannleika, á samastað í fjandsam-
legum heimi nýjunganna, á skilning,
viðurkenningu og rétt. Heimtar af-
máun þeirra eldfornu sanninda.
að sá
sem fer síðastur sinna
varpar engum skugga á hjarnið
Friðrika Benónýs
EF SALTIÐ DOFNAR
- Um gleði og sorgir
í íslenskum samtímabókmenntum
Þjónn og húsbóndi
rölta saman og spjalla
um austanvindinn.
Þessa kyrrlátu andrá á 18. öld
greypti frú Súmí Taígí í orð sinnar
japönsku tungu. í sautján atkvæðum
gerði hún illræmdan stéttamun jap-
ansks samfélags að engu. Hún leiddi
tvo menn af gjörólíkum stigum
frammá ódáinsakur bókmenntanna
og gerði þá að jafningjum, yfirboðar-
ann og hinn undirgefna. Eitt andar-
tak sameinuðust þeir frammifyrir því
sem hvorugur fékk ráðið: austanvind-
inum, vetrarkomunni. í þessum
sautján atkvæðum sýnir frú Taígí að
andspænis æðri lögmálum er allt skipu-
lag mannanna harla lítils virði.
Hvernig sem þeir hamast og brölta
eru þeir og verða bræður, jörðin
móðir þeirra og himinninn faðir
þeirra. Og skáldið er óafvitandi, eða
vitandi vits eftir atvikum, boðberi
þessa erindis. Ljósið logar ekki til að
lýsa sjálfu sér; listin er ekki til sjálfrar
sín vegna.
En á tímum þegar einkabömmerar
fylla útí tómarúm bókmenntanna eða
bölmóður og píslarkvein sem spretta
af því að menn hafa glatað lífinu sem
hugsjón, jörðinni sem föðurlandi,
hafa engar áþreifanlegar þrautir að
takast á við en sitja þessístað uppi
með sjálfa sig og allar gcðflækjurnar,
sorgina sem magnast hefur af sjálf-
sköpuðum leiðindum og erfiði en gleð-
in löngu orðin hvellandi bjalla stund-
legrar fróunar- þegar hugsunin hefur
fest í gömlu rasslausu vaðmálsbux-
unum og sauðskinnsskónum og með
hraði verið færð í nýu fötin keisarans
frá París, London og New York utan-
48