Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 45

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 45
T V Æ R S O G U R ASSUNTA 2 Saga Hugsanlega er þetta malaría. Hitinn hefur lækkað. Ungu læknarnir brosa og spyrja mig hvernig ég hafi það. Nú er komið að mér að vera svartsýnn: „Það er ykkar að segja mér hvernig ég hafi það.“ Ég nauðaði í þeim að setja mig á kínín en þeir voru tregir til. Ef þetta er malaría þá veit ég hvar ég smitaðist. í vor sem leið, eftir að ég var nýbúinn að ná mér af sjald- gæfum kínverskum beinmergssjúk- dómi, fór ég til Ghana. Vinur minn sem er kvikmyndastjóri var þar að gera kvikniynd sem er byggð á einni af skáldsögum mínum. í Accra var hvergi gistingu að fá vegna þings sem afrískar konur héldu í borginni. Kvikmyndatökuliðið hafði haldið norður í land. Vini mínum þótti miður að enginn sem hann treysti skyldi vera til að taka á móti mér. Við hringdum í fulltrúa breska ræðismannsins og hann bauðst til aö bjarga málunum. Ég gisti einu sinni eina nótt í Accra - í strætisvagnaskýli. Fyrir utan flugstöðvarbygginguna biðu mín ekki bara ein móttökunefnd heldur tvær: Strákar sem unnu hjá Kvikmyndafélagi Ghana og stelp- urnar frá breska konsúlantinu. Þau héldu á lofti hvítum pappaspjöldum: „Hr. Chatwin... Hr. Chatwin...“ Við ókum á brott í skutbíl breska konsúl- atsins. Strákarnir eltu okkur á bílgörm- unum sínum að hótelinu sem mig minnir að hafi heitið Liberty Hall. Ég var of þreyttur til að leggja nafnið á minnið, og ég fór þaðan klukkan fimm morguninn eftir. Ég bauð strák- unum og stelpunum upp á bjór og gos- drykki og spurði þau spurninga sem þau svöruðu feimnislega. Frá mót- töku hótelsins bárust reiðileg köll og háreysti. Kona hrópaði á frönsku: „Madame, est-ce que je peux vous aider?“ Veitingasalurinn var þéttsetinn sár- svöngum konum. Þær voru í sendi- nefndinni frá Gíneu og töluðu bara frönsku. Ég brá mér í hlutverk yfir- þjóns og enskunrælandi aðstoðar- maður minn skráði pantanir í minnis- bók. Ég las upp matseðilinn: Nautasteik, kiðlingakjöt, perluhænsn, kjúklingar og fiskur. Konurnar voru óskaplega smámunasamar. Ein vildi steikina sína „ekki ofsteikta“. Önnur bað um kjúkling með alcassas og „ekki of- sterka“ chilesósu. Þjónninn hvarf. fram í eldhús og konurnar klöppuðu..' Svona á lífið að vera! Ég hafði ekki tekið eftir því að andlit mitt var þakið bitum eftir' moskítóflugur. Ég flaug norður í leiguflugvél. Mér sýndist kvikmyndin ætla að verða stórfengleg á að horfa en koma skáld- sögunni minni lítið við. Aðalstjarnan líktist frekar skapvondum evrópskum kvenmanni en brasilískum þrælasala. Ég tók ekki töflu gegn malaríu á réttum tíma og gleymdi því. Viku eftir að ég sneri aftur til Eng- lands tók ég aðra töflu og fékk kast: Skjálfta og dálítinn hita. Það var ekki alvarlegt og ég leiddi hugann ekki að því frekar. Viku eftir það tók ég enn aðra töflu og fékk þá áköf skjálftaflog og bull- andi hita. Morguninn eftir var ég búinn að ná mér. Læknarnir og ég vorum sammála um að trúlega hefði þetta verið viðbrögð líkamans við töflunni. Ungu læknarnir voru tregir til að setja mig á kínin án þess að hafa fengið grænt ljós hjá prófessornum. Hann er með snjöllustu læknum lands- ins - sem er í fararbroddi annarra landa. Rannsóknir hans í austurlönd- um fjær á malaríu sem leggst á heil- ann hafa aukið þekkingu manna á þeim sjúkdómi til muna. Gáfur hans og viska gerir mig orðlausan. Hann gengur inn á stofuna með hlustunarpípu um hálsinn „Hvernig ertu?“ Hann skoðar spjaldið, lítur upp og glottir: „Ég er alltaf tortrygginn í garð sjúklinga sem greina sína eigin sjúk- dóma. Ég gruna þá um að búa yfir lækningarmætti, eða sjálfslækningar- mætti, sem við erum alls ófróðir um.“ Hann fer. Ég leggst aftur á kodd- ann og loka augunum. Prófessorinn hefur glatt mig meira en orð fá lýst. Hann er talinn fróðastur manna um slöngubit. Assunta kemur inn með morgun- teið. „Viltu te, Bruce?“ „Alveg endilega, Assunta." Hún færir mér teið og við hefjum okkar daglega morgunspjall. „Veistu það, Assunta, þetta er kannski malaría eftir allt saman." „Þessir læknar,“ andvarpar hún. „Þeir vita ekki alltaf... Stundum veit maður og þeir ekki vita... Það var alveg hræðilegt með síðasta barnið mitt...“ Hvenær var það, Assunta?" „Litla stelpan mín er fjórtán...“ Hún ætlar að segja mér aðra sögu. „Maðurinn minn og ég... við eiga þrjú börn... svo ég fara á pilluna... og ég fitna... ég fitna svo mikið að fólk segja, „Assunta, þú ert ófrísk“... Ég segja, „það getur ekki verið... ég er á pillunni... ég hafa blæðingar... Reglulega..En ég finna eitthvað inni í mér... Það er ekki barn... Það ekki hreyfast... Ég eiga þrjú börn og þau hreyfast... Svo maðurinn minn, hann fara með mig á spítala... Þeir taka fleiri myndir... Og einn daginn kom læknir og hjúkrunarkonur... Maðurinn minn kemur... Hann alveg snjóhvítur í framan... Læknir halda í hönd mína... Hann segja, „Vertu róleg, Assunta. Vertu róleg...“ Ég EKKI róleg! „Assunta,“ segja hann. „Viltu í raun eignast þetta barn?“ „Já, nú ég vilja barn...“ Ég verða 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.