Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 58
VIÐTAL
umræðuna en ekki skrifin sjálf. Það
eru til margar leiðir. Ég skrifa líka,
en þegar ég sýni þá vil ég skrifa eins
lítið og hægt er um það sem ég sýni,
úr því að það er raunverulega list-
rænt.
L'Éloge du mauvais esprit.
Sp. Bókin þín, L’Éloge du mauvais
esprit, (Lof hundingsháttarins, eða
Lof illkvittninnar) kom út árið 1986.
Getur þú sagt okkur í stuttu máli frá
þeirri bók, efnisvali og fyrirætlunum?
B.M. Þessi bók er eiginlega um
æsku mína og ég er núna að undirbúa
aðra bók sem er allt öðruvísi. En hug-
mynd bókarinnar var sú að beita ekki
sagnfræðilegri lestrartúlkun við
skoðun myndverkanna heldur reyna
einskonar þverskurðarlestur. Efnis-
valið í bókinni er margbreytilegt en
ég held að rauði þráðurinn í henni sé
sambandið á milli listarinnar og sið-
fræðinnar. Ég valdi mauvais esprit
vegna þess að þetta orðasamband til-
heyrir siðfræði hvunndagsins. Þegar
sagt er á frönsku um einhvern að
hann hafi mauvaise esprit (það er
mjög franskt, ég gæti t.d. ekki þýtt
það á ensku með bad spirit) það þýðir
það að sá hinn sami vilji ekki taka
þátt í leiknum. Þetta er mjög mikið
notað í kennslufræðum um þau börn
sem haga sér ekki eins og önnur börn
þ.e.a.s vilja ekki taka þátt í leiknum.
Þetta er ein leið til að vera óþekkur
og ég álít að í listinni eigi menn að
vera baldnir nemendur. Menn eiga
ekki að hlusta of mikið á meistarana
og ekki vera of mikið í skólum. Þetta
er rós í hnappagat málaliðanna,
þeirra sem halda sig utan við aðals-
bornar leiðir listanna þ.e.a.s. lista-
menn sem leggja áherslu á smáatrið-
in, sem eru afsíðis í listinni. Árin upp
úr 1970 einkenndust mjög mikið af
þess konar list sérstaklega í Evrópu.
Sp. Flestir listamennirnir sem þú
tekur fyrir í bókinni eru franskir eða
búsettir í Frakklandi...
B.M. Ekki t.d. Gilbert og Georg-
es, Polke og Warhol...
Sp. f>ú talar ekki mikið um War-
hol?
B.H. Það er satt, en ég sýni mikið
af verkum eftir hann. Petta er bók
sem á bæði að skoða og lcsa. Ég vildi
bjóða upp á tvenna lestrarmöguleika
sem fléttuðust saman. í fyrsta lagi er
hægt að lesa hana á venjulegan hátt,
sem myndskreyttan texta, og í öðru
lagi vil ég meina að hægt sé að skilja
bókina eingöngu með því að fletta
henni og skoða tengsl myndanna. Ég
sé sjálfur um alla uppsetningu og það
er með ráðum gert að myndirnar eru
allar svart-hvítar, það er til þess að fá
góðan heildarsvip milli textans og
myndanna. Ég vildi hafa mikið af
myndum vegna þess að myndin er
ekki bara myndskreyting heldur líka
efniviður til íhugunar. Ég trúi á
myndhugsun. Listamennirnir hafa
kennt okkur að það er hægt að hugsa
í myndum og hví skyldi ég sem skrifa
um list þá ekki notfæra mér þessar
aðferðir listamannanna? Ekki til þess
að vera listamaður sjálfur heldur ein-
faldlega vegna þess að þetta er aðferð
sem allir eiga.
Sumir nota vísindalegar, sagn-
fræðilegar, strúktúralískar eða sál-
fræðilegar aðferðir við vinnu sína. Ég
nota listrænar aðferðir til þess að tala
um list, er það ekki Ijóst?
Sp. Jú það er ntjög ljóst, reyndar
les maður iðulega mikla þvælu í kring-
um og um listina bæði í listtímaritum
og annars staðar.
B.M. Já menn reyna að skella á
listina alls konar teóríum sem standa
algjörlega fyrir utan hana eins og t.d.
sálarfræði, táknfræði, épistémologie
(ritskýringu), málvísindum, marx-
isma frá Adorno o.s.frv. o.s.frv. Það
eru til allar útgáfur. Ég ólst upp við
þetta allt saman og ég þoli þetta ekki
og það er þess vegna sem ég reyni að
nálgast listina sjálfa.
Sp. Þú hefur ekki enn þá sagt
okkur hvers vegna þú valdir þessa
ákveðnu listamenn í bókina?
B.M. Auðvitað vegna þess að þetta
eru allt saman listamenn sem tengjast
siðfræðinni.
Sp. En þetta eru líka allt listamenn
sem vinna mcð margvíslega miðla.
Flestir nota t.d. Ijósmyndina og ýmsa
hluti.
B.M. Já og þess vegna er ekki hægt
að segja að þeir séu málarar, jafnvel
Polke, sem er kannski sá sem helst
væri hægt að kalla málara, leitar
fanga í kvikmyndalistinni og ýmsum
hversdagshlutum. Flestir lista-
mennirnir sem ég valdi hafa líka ein-
hver tengsl við háð.
Sp. Aðdáun þín á Nietzche og
Wagner kemur augljóslega fram við
lestur bókarinnar.
B.M. Ég ólst upp við ást á Niebe-
lungen, en jafnframt fannst mér svið-
setningarnar oft vera afskaplega
kitsch. Það er ótrúlega mikið af
smekkleysu hjá Wagner og ég horfði í
raun og veru alltaf á smáatriðin þegar
ég sá stykki eftir Wagner.
Sp. Og alltaf á umgjörðina?
B.M. Það var mín sérviska, þ.c.a.s.
ókostur sem ég hafði, en ókostur
getur orðið kostur. Á söfnunum
horfði ég til dæmis á rammana og ég
hef löngum heillast af fólki sem sér
annað en það sem það á að sjá. Ég
segi löngum vegna þess að hlutirnir
breytast núna í listinni og þess vegna
er ég með aðra bók í undirbúningi
núna.
Konsept-listin og súrrealisminn
Sp. Listamcnnirnir sem þú tekur
fyrir l'Éloge du mauvais esprit byrj-
uðu flestir feril sinn um svipað leyti
og konsept-listin fór að koma fram.
B.M. Já, en frönsku listamennirnir
urðu ekki fyrir miklum áhrifum af
konsept-listinni, þ.e.a.s. þeir urðu
fyrir áhrifum, en þeir unnu úr þeim á
allt annan hátt vegna þess að þeir
höfðu aðra hefð að baki eins og t.d.
súrrealismann. Súrrealisminn fæddi
af sér mjög slæma hluti í listinni.
56