Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 37

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 37
HÞF: Þú hefur citthvað vitað af mynd- list? KGH: Já, móðir mín hún hafði föndr- að svolítið við þetta þegar hún var ung. Eg vissi ekkert meira um mynd- list en hver annar unglingur og það var enginn listáhugi á mínu heimili eða umhverfi mínu, það var ckkert sem ýtti þannig á. MÁT í GALLERÍ SÚM EP: Hvenær ferð þú í Myndlista- og handíðaskólann? KGH: Ég þraukaði eitt ár í mennta- skóla og gafst þá upp. Þá fór ég í Myndlistaskólann í Reykjavík og var þar einn vetur og síðan fór ég í Mynd- lista- og handíðaskólann. EP: Breyttist viðhorf þitt til mynd- listar við það? KGH: Jú, það má eiginlcga segja að þetta komi svolítið í stökkum. Þegar ég var fjórtán ára var ég að mála eftir ljósmyndum og póstkortum eins og dæmigerður amatörmálari. Svo komst ég fimmtán, sextán ára í van Gogh og var mjög spenntur fyrir honum og sjálfsagt fleirum þó ég muni ekki nöfnin í svipinn. Þegar ég var í Mynd- listaskólanum í Reykjavík fór ég að fara á sýningar. Ég skoðaði allar sýn- ingar í Reykjavík, alveg sama hvað það var. Jafnvel föndursýningar á elli- heimilum, allt sem var auglýst sem myndlistarsýning. Þetta stundaði ég í þrjú ár. Ég byrjaði snemma að fara á Súm-sýningar. Þar opnaðist alveg nýr hcimur, kannski sá heimur sem ég lifi í nú. Svo fer ég að skoða bækur og kynnist popplistinni, mjög ómarkvisst og ógagnrýnið fyrst. Maður hreifst náttúrulega af öllu. HÞF: Hvað var það hjá Súmmurunum sem þú hreifst af? Var það að hlut- irnir voru ögrandi eöa eitthvað slíkt? Svona formrænt? KRISTINN G. HARÐARSON KGH: Ég held að það hafi ekki verið formrænt. Ég lield að það hafi verið einhver ögrun, stemning. Það er kannski dálítið svipað því þegar ég var að vinna uppi við Þórisvatn, ég held ég hafi verið sextán ára, það var sumar, ég lá uppi í rúmi þreyttur eftir vinnudaginn og Dagur Sigurðarsson var að lesa upp í útvarpinu. Ég reis upp og glaðvaknaði. Það var einmitt þessi stemning, það var eitthvað allt annað, eitthvað nýtt, einhver annar heimur. Kannski það að verið var að vinna út frá samtímanum um mynd- efni, texta og efnistök. Abstrakt- myndlistin og aðrir sambærilegir hlutir voru farnir að fá á sig einhvers konar fjarlægðarbláma. FLÚXUSDEILD í MÓTUN EP: Svo kynnistu þessum heimi betur í Deild í mótun, síðar Nýlistadeild, hjá Magnúsi Pálssyni í Myndlista- skólanum? KGH: Þá fer þetta svona að verða inarkvissari lærdómur. Maður var að kynnast nýjum hugmyndum, stefnum og listamönnum. HÞF: Þú hefur stundum nefnt að Magnús sé einhvers konar lærifaðir þinn, er það þá hugmyndafræðilega? KGH: Já, Magnús var sá kennari sem hafði hvað mest áhrif á mig. Hann ól okkur hreinlega upp í listrænum skilningi. Magnús hafði mjög afslapp- aða aðferð við kennsluna, hann sagði okkur aldrei að gera svona eða hins- egin. Það var frekar eitthvert hugar- far sem sveif yfir vötnunum. Hann læddi athugasemdunum að, lífs og myndlistarviðhorf streymdu frá hon- um, oft gegnum umræður um daginn og vcginn. Hann hafði mikil áhrif á mig sem maður og listamaður, einnig þeir hlutir sem hann kynnti hvað mest, l'lúxus og hugmyndlist tengda flúxus. HÞF: Þú hefur einnig nefnt þá George Brecht og Robert Filliou sem áhrifavalda, ekki rétt? Er þá hægt að kalla þig flúxara eða liver er helsti munurinn á þinni afstöðu og flúxus- stefnunnar? KGH: Ég hugsa að það sem ég geri tengist frekar klassískri myndlist. Það má segja að afstaðan sé myndrænni. HÞF: Þú hefur þitt klassíska sjónar- horn og svo er eitthvað sameiginlegt líka, hvað er það eiginlega? KGH: Það að vinna með afgangsefni og raða saman einhverju sem er fund- ið, einhvcrju dóti, umbúðum. Svo eru brandarar, notkun tungumáls og listin gegnum leikinn eða leikur sem uppspretta listar. TILVITNANIR OG ATHUGASEMDIR HÞF: Getur verið að það korni frarn einhver afstaða eins og á síðasta ára- tug, að þctta tengist flúxusstefnunni á þann hátt að þú skoðar flúxusstílinn, skoðar þetta eins og nýmálararnir sem líta aftur fyrir sig og nota stíl- brigðin frekar sem tilvitnanir en að vera að endurtaka hlutinn? KGH: Ég vil ekki kalla þetta tilvitn- un. Það er munur á tilvitnun, sem er meira eins og dæmi sem þú sýnir, og að nýta þér hugmyndir ákveðinnar stefnu á þinn eigin hátt. Ég nota ekki bara flúxusáhrif, heldur áhrif frá popplist, minimalisma og hugmynda- list ásamt fleiru. Minimalisminn kemur oft fram í byggingu sumra verk- anna sem oft eru hlaðin smáhlutuin, teikningum eða texta. EP: Þegar þú raðar saman ólíkum hlutum eins og ljósmyndum, málverki og sctningum, notar aðfengið efni, vakir þá fyrir þér einhvers konar frá- sögn cða er þetta einhvers konar formalismi, sjónræn uppröðun, kannski hvort tveggja? 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.