Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 14

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 14
iö muni er tímar líða sameinast í eilífum friði. Nú á dögum hrynur hver múrinn á fætur öðrum; saga þjóðanna er að renna saman í ódeil- anlega heild. Hin langþráða eining felur þó ekki í sér frið heldur stríð. Eining mannkynsins merkir að enginn kemst undan; það er hvergi að finna griðastað - neins staðar, nokkurn tíma. í skáldsögum miðevrópskra höf- unda eftir fyrri heimsstyrjöld - Kafkas, Haseks, Musils og Brochs - kemur skrímslið utan að manneskj- unni og er kallað Saga. Hún á ekkert skylt við lestina sem ævintýramcnn 19. aldar stigu upp í; hún er ópersónu- leg, óstjórnleg, óútreiknanleg, óskiljanleg - og hún er óumflýjanleg. Skáldsögur þessara höfunda, ritar Kúndera, eru ekki pólitískir fyrir- boðar eins og verk Orwells. Þaö sem Orwell hafði til málanna að leggja mætti eins vel segja í blaðagrein eða áróðursbæklingi. Þvert á móti, ritar Kúndera, uppgötva þessir höfundar það sem einungis skáldsagan getur uppgötvað; þeir sýna hvernig öll til- vistarhugtök hafa breytt um merkingu á fáeinum mannsöldrum, tíma loka- þverstœðna: Hvaða gildi hefur „ævin- týri“ í heimi þar sem frelsi vilja og athafna er ekki fyrir hendi? Hvaða merkingu hefur „framtíð“ í heimi þar sem styrjöld getur skollið á hvenær sem er og tortímt öllu lífi? Hvers eðlis er „glæpur“ í heimi sem gerir engan siðrænan greinarmun á athöfn- um? Og hvað hcfur komið fyrir „hið kómíska“ - af hverju notar það stríðið fyrir vettvang? Hver er mis- munur „opinbers" og „einkalegs" lífs - hefur hann þurrkast út? Og í því til- viki - hvað er „einsemd"? Byrði, eymd og bölvun eins og sumir reyna að telja okkur trú um - eða, þvert á móti, dýrmætt og eftirsóknarvert gildi? 4 Svitinn er merkilegt fyrirbæri eins og alkunna er. Ýmist ber hann vitni um holla útrás, heita þreytu og atorku; við sameinumst líkama okkar, skynj- um lífsþrótt hans og vaxtarmagn, okkur líður vel - ellegar hann er kaldur, óþægilegur og stamur; þetta cr fullkomið þróttleysi og vanlíðan; lyktarmikiö hold verður að daunillum kjötmassa sem kemur okkur einhvern veginn ekki við. Slíkt svitakóf er með öllu andstætt svitalöðri góðra stunda. Svitinn og andinn hafa átt samleið frá aldaöðli. Þannig er ábyggilegt að Lúsifer hefur svitnað þegar hann reis gegn Drottni á sínum tíma, og Eva þegar hún beit í eplið, a.m.k. Adam auminginn. Allar götur síðan hefur hið svitastokkna mannkyn stefnt vökv- um sínum gegn köldum kerfum sem borið hafa ýmis nöfn: Kirkja, Ríki, Rétt og Rangt - kerfum scm reynt hafa að lcggja svitann í læðing, þétta allar svitaholur. Menn hafa haldið áfram að svitna af nautn - í áraun og sköpun, leik og baráttu; þeir hafa hlaupið mót þyngdaraflinu á öllum sviöum. I seinni tíð er þó eins og svit- inn hafi orðið sífellt kaldari og stamari ef marka má lýsingu skáldsagna. Fróðlegt er að bera söguhetju NAUTNASTULDAR (1990) eftir Rúnar Helga Vignisson saman við söguhetju fyrstu íslensku skáldsög- unnar, Ólaf í ÓLAFS SÖGU ÞÓR- HALLASONAR, sem skrifuð var á seinustu árum 18. aldar þótt ckki kæmi hún út fyrr en 1987. Þegar þeim er líkt saman verður Ijóst að eitthvað mikið hefur gerst innra með mannin- um á réttum tveimur öldum. Þessar söguhetjur eiga að vísu margt sameig- inlegt. í báðum tilvikum er drcgin upp mynd af ungum mönnum í ieit að sjálfum sér og valdi yfir eigin lífi. Um leið eru þær gjörólíkar. Söguhetja NAUTNASTULDAR upplifir sjálfa sig sem skiptingu og valdaleysi; hún gctur hvorki framkvæmt né samlagast ööru fólki; höfuðeinkenni hennar er óvirkni, hefting, þrengsli - ástand sem flestir kannast við frá einhverju skeiði ævi sinnar. Hver er sá sem ekki hefur einhvern tíma búið í kjallara? Sög- hetja ÓLAFS SÖGU hefur allt annað yfirbragð. Höfuðeinkenni hennar er óhaminn kraftur sem flæðir. Hún ferð- ast líkt og Donkíkóte um veröld sem er víð og takmarkalaus, vcröld sem er losti og leikur, ævintýri. í heimi hennar eru mök við álfkonur og ferð- ir um hulduheima jafn raunveruleg og hvað annað - það er nánast allt mögulegt einum manni. Athafnir þess- arar söguhetju mótast af kynferðis- legri þrá sem brýst hvað eftir annað undan boðum og bönnum; sjálfsvitund hennar er óhamin, margbreytileg og án stöðugleika, full af orku, kynferðis- legu afli sem fær útrás í athöfnum. Reynsla hcnnar er stanslaus nautna- fundur. Hið sama má segja um Stein Elliða rúmri öld síðar, söguhetju VEFARANS MIKLA FRÁ KASMÍR. Bæði Ólafur og Steinn eru ölvaðir af möguleikum heimsins; veröldin er leik- völlur kynlífs, þekkingar og valds þar sem athafnir hafa merkingu. Lcið Stcins er að vísu öllu andlegri; reynslu hans lýkur með líkamlegri höfnun, af- námi, innilokun. Niðurstaða hans felur eigi að síður í sér ákvörðun og framkvæmd, nautnaslag, stríð nautna, meðvitað og ástríðukennt val. Söguhctja NAUTNASTULDAR er haldin undarlegum veikleika sem virð- ist í engu samræmi við andlega hæfi- leika hcnnar; hún getur hvorki notið né framkvæmt, þrúguð af lamandi örmögnun: „Orkaði varla að gera þarfir sínar, of uppgefinn til að skíta, hvað þá til að bursta tennurnar. Svo lamandi þreyttur að hvert einasta taugaboð var þjáning, hver hugsun þrekraun.1' Það er eins og þessi sögu- hetja sé hneppt í ósýnilega fjötra frá enni til hæls; hcnni er öldungis um megn að láta tilfinningar sínar í ljós og sameinast öðrum né heldur getur hún þefað inn í sjálfa sig. Hún er bandingi eigin vesaldóms og kraft- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.