Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 52
H A M R I N U M
einu rennur upp fyrir honum að hann
er bæði gerandi og þolandi í framrás
atburðanna. Á því andartaki er stutt í
hugrenningar um að vera sjálfur
runninn úr penna skálds, mikils
höfundar, Höfuðskáldsins. Þaðan er
skammt í hugmyndir um að lesandinn
sé persóna í mun meiri sögu sem í
senn sé sköpunar-, þroska- og örlaga-
saga hans sjálfs og allra lesenda, allra
bræðra í Bókinni, allra bræðra í
Fiski, bræðra í Hamri, í Banka, Búð.
En fyrst og fremst Bræðra.
Ég gæti best trúað að það sé hinn
upprunalegi tónn í texta Þorvarðar
sem vekur slíka kennd, frumtónn sem
sóttur er langt afturí söguna cinsog
einkunnarorð hvers prósakafla í
Háska og skuld bera með sér - sótt í
Snorra-Eddu, Kóraninn, Veda-
kvæðin og Biblíuna. Allt eru þetta rit
sem geyma eldfornan arf ólíkra menn-
ingarsvæða. Svæða sem nútímamað-
urinn hefur með brambolti og yfir-
gangi á þessari öld og síðustu lagt sig
í líma við að sundra og egna til
ófriðar hvert gegn öðru (og sóst það
vel). En samhengi bókmenntanna,
samofin örlög mannanna verða ekki
höggvin sundur með sverði né
sprengd með fallstykkjum eða flug-
skeytum; F-15 og B-52 eru grátleg
skrapatól hjá þeim stórvirkjum and-
ans sem þessar bækur geyma. Þær eru
frumrit sem allar góðar bækur endur-
óma hver í sinni tóntegund.
Endalok mannanna í spásögn Þor-
varðar eru því ekki tilefnislaus:
„Hinn rótslitni sjálfskipaði skapari
reisti handverk sín á þeim mótum er
gnógt var náttúrulegra auðlinda, en
upp af þeim stigu dimm ógnarský og
eimyrja er huldi himininn, eitraði
vötnin og úthöfin, tætti í sundur
landið, engin og skógana, eftir stóðu
hinar víðlendu eyðimerkur sanda og
hjarns /.../ Orðin fornu um fyrirgefn-
inguna, sáttina, arfhelgina, hin gömlu
sannindi um mynd mannsins, unaðs-
semdina og fegurðina glötuðu inntaki
sínu, viku fyrir græðginni, girndinni,
þrúgandi ótta þess er hatar allt sem cr
frábrugðið og hann skilur ekki, myrkr-
ið hrósaði sigri. Maðurinn dáði hina
fögru spegilmynd sína, ræktaði hana
nostursamlega, fagnaði henni hvar
sem hún birtist, ekkert var honum
ofar, skuld hans engin /.../“
Hér er „góðkunningi“ á ferð þótt
umgjörðin sé fornleg, hljómurinn líkt-
og útúr gömlu helgiriti; það er þessi
skarpa andstæða sem magnar ógn
textans og gefur honum beiskan spá-
sagnarkeim.
Sögur sem ganga í berhögg við
skipun dagsins gleðja mig. Skáld-
skapur sem aðeins lýtur lögmálum
eilífðarinnar og hiröir ekki um tísku,
gerir það líka. Fari þetta tvennt
saman gleðst ég vel og lengi. Mér er
etv. ekki skemmt en ég er sannarlega
glaður: alltaf verður einhver til að
rækja þjónustu sína við skáldskapinn
með sóma. Þorvarður Hjálmarsson er
ekki einn íslenskra höfunda um það,
því fer fjarri, enda er þetta ekki
skrifað til að hefja hann á stall - hann
er hér fulltrúi þeirra þjóna sem ásamt
húsbónda sínum beygja sig í lotningu
frammifyrir mikilfengleika hins óum-
flýanlega austanvinds.1'
11 Ljóð frú SúmíTaígí þýddi Helgi Hálfdanarson.
Bók l>orvarðar. Háski og skuld, hcfur að
geyma bæði ljóð og prósa. Hér hefur aöeins
veriö minnst á prósakafla hennar.
Kjartan Arnason
U N D I R
J
50