Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 56
LAUFEY HELGADOTTIR
VIÐTAL VIÐ BERNARD MARCADÉ
BERNARDMARCADE
Bcrnard Marcadé (fæddur 27. júní
1948) er franskur listfræðingur og
gagnrýnandi sem býr og starfar í
París. Eftir að hann lauk doktorsprófi
í heimspeki frá Sorbonne-háskóla
hefur hann kennt við listaskólann í
Cergy Pontoise (Ecole Nationale
d’Art de Cergy Pontoise) sem er ein
af nýju borgunum fyrir utan París.
Hann skrifar fyrir listtímarit eins og
Art Press, Flash-Art, Parkett og Art-
Studio og hefur skipulagt sýningar
t.d. Hommage a Pierre Loti, Hist-
oires de Sculptures, Luxe, calme et
volupté, Affinités électives og fleiri.
Þegar hafa komið 3 bækur út eftir
hann hjá útgáfufyrirtækinu Éditions
de la Différence, les Années 50, Arn-
ulf Penck og L’Éloge du Mauvais
Esprit sem kom út 1986.
Pað var svo sólríkan dag seint í maí
síðastliðnum sem við hittum hann að
máli á heimili hans í París.
Listsagnfræðingur, listgagnrýnandi
eða heimspekingur?
Sp. Hvar eigum við að staðsetja
þig? Lítur þú á sjálfan þig sem list-
sagnfræðing, listgagnrýnanda eða
heimspeking?
B.M. Ég held ég hafi mestan áhuga
á listgagnrýninni sem nærist reyndar á
listasögunni og listfræðinni og þar af
leiðandi á heimspekinni. En ég reyni
að nálgast listina á alveg sérstakan
hátt sem ég einskorða samt ekki við
listfræði eða listasögu. Orðið list-
gagnrýnandi er ágætt, en það nægir
mér ekki, ég vil heldur tala um list-
rænan gagnrýnanda sem væri þá eitt-
hvað svipað og það sem Nietzsche átti
við þegar hann talaði um listræna
heimspeki. Það er hvorki heimspeki
listarinnar né heimspekileg list hcldur
listræn heimspeki, þ.e.a.s. heimspeki
sem tekur mið af listinni sjálfri. Hún
rannsakar ekki listina utan frá heldur
þróast út frá listhugsuninni sjálfri, út
frá kjarna listarinnar sjálfrar. Þar
með er ég ekki að segja að listrænn
gagnrýnandi þýði að ég sé listamaður
sem skrifi gagnrýni.
Sp. En kemst mjög nálægt því?
B.M. Samt ekki alveg. Ég nota
tungumálið scm listgagnrýnandi svo
ég er ekki myndlistarmaður og ég er
ekki heldur rithöfundur, jafnvel þó
það sé mjög skylt. Það gætir skyld-
leika við vissar bókmenntagreinar.
Listgagnrýnin varð jú ákveðin bók-
menntagrein í Frakklandi með Baude-
laire og Diderot eins og leiklistin,
ljóðlistin og skáldsagan eru bók-
menntagreinar út af fyrir sig. Margir
rithöfundar lögðu það fyrir sig að
skrifa einnig bókmenntagagnrýni eins
og t.d. Baudelaire, Stendhal, Diderot
og Zola. Þar sem ég á ekki að baki
skáldsagna- né leikritagerð og er þar
af leiðandi ekki rithöfundur þá stað-
54