Birtingur - 01.01.1957, Page 14
meiri vinsældum að fagna um þessar mundir
en yngri menn gera sér grein fyrir nú.
Höfuðljóðskáldin voru óneitanlega Davíð
frá Fagraskógi og Stefán frá Hvítadal.
Þeir voru vissulega börn síns tíma,
dýrkendur lífsins, boðendur frjálsra ásta,
samúðarmenn smælingja, frjósemis-, moldar-
og grasskáld, sjósóknar- og
hetjurómantíkusar, og ofan á allt annað
þræltrúaðir.
Og kallaðir þjóðskáld, segi ég.
Já, vissulega. Það leyfði sér enginn á þeirri
tíð að efast um að þeir félagar væru
listfengustu skáld þjóðarinnar síðan á
dögum Jónasar og Bjarna.
En Jóhannes úr Kötlum?
Hann var um þessar mundir ungskáld, þótt
hann væri enginn unglingur að árum,
efnilegur en óráðinn ungmennafélagsróm-
antíkus, bí bí og blaka, álftirnar kvaka,
og mikill guðsorðasnakkur. Fyrstu bækurnar
tvær bentu lítt til þess, að Jóhannes yrði
eitt af höfuðskáldum sinnar tíðar.
Fram að þessu höfðu öll ljóðskáld
þjóðarinnar verið sveitamenn, nema Einar
Benediktsson og Stephan G., sem voru fyrst
og fremst heimsborgarar, þótt sveitamenn
væru að uppruna og uppeldi. Um þetta
leyti vorum við Islendingar að uppgötva
sjálfa okkur og stöðu okkar í heiminum.
Hér voru mikil tíðindi að gerast í
efnahagsmálum, þorp og bæir að myndast,
höfuðborg að rísa. Þó má frekar segja að
við værum að rumska en að við værum
vaknaðir, hvað þá glaðvaknaðir einsog nú er
orðið. Með átökum heimskreppunnar fékk
hin unga íslenzka verkalýðshreyfing eldskírn
sína, vinstri flokkar tóku völd í
nágrannaríkjum, ráðstjórnarbyltingin var
orðin að veruleika í Rússlandi, en Italía
og síðar Þýzkaland og Spánn einvaldsríki
fasista. Það var öllum hugsandi mönnum
ljóst að mikil átök voru í vændum, enda rak
hver stórviðburðurinn annan, unz
heimsstyrjöldin og það sem henni fylgdi
rak smiðshöggið á nýja heimsmynd, sem þó
var og er sífellt að breytast frá degi til dags.
Sú ljóðskáldakynslóð, sem var að vakna til
hugsunar á árunum milli 1930—1940,
mótaðist vissulega á miklum tímum.
Yrkisefni sveitaskáldanna voru orðin úrelt.
Það kom og til, að hjá yngri mönnum var
tekið að gæta nokkurs leiða á okkar gamla
hefðbundna ljóðformi. Um og eftir aldamót
tók ljóðagerð í Evrópu — og þá um leið
í Ameríku — miklum stakkaskiptum vegna
nánari menningartengsla milli austur- og
vesturlanda, auk þess sem ljóðlist hinna
svonefndu frumstæðu þjóðflokka — negra
og blámanna — í Ameríku, Afríku og
Asíu varð nýstárlegt viðfangsefni ungum
Evrópuskáldum til rannsóknar og
eftirbreytni. Höfðu þessi kynni mjög
frjóvgandi áhrif á ljóðagerð Frakka,
Þjóðverja og Englendinga og síðar Svía,
Finna, Dana og Norðmanna- Ein grein þessa
skáldskapar voru indversku hálfkvæðin,
sem Tagore, eða öllu heldur enskir þýðendur
hans innleiddu hér á Vesturlöndum.
Hann hlaut Nóbelsverðlaunin 1913, ef ég
man rétt. Hér birtust m. a. tvær bækur
eftir hann nokkrum árum síðar, þýddar af
Magnúsi Á. Árnasyni. Við þessa nýju
landvinninga ljóðs og andlegra kynna
breyttust mjög viðhorf manna til ljóðlistar;
nýjar stefnur fóru eins og logi yfir akur
fyrstu áratugi aldarinnar. Má sjá þessa
glögg merki í ljóðum Jóhanns
Sigurjónssonar, Jóhanns Jónssonar, í Heli
Sigurðar Nordals og Flugum Jóns
6