Birtingur - 01.01.1957, Side 19

Birtingur - 01.01.1957, Side 19
verkamaður styður hnúiun á matarlaust borð, vonleysi í baksvipnum, kona og börn í bakgrunni. Þetta var borgarmynd. Fyrir vestan var alltaf til fiskur- Svo komu Rauðir pennar, Kristinn Andrésson, Mál og menning. Eilíf verkföll og pólitískar æsingar hér syðra. Og tókstu virkan þátt í þessu öllu saman ? Við skulum ekki gera of mikið úr því, og þó var ég á þessum árum víða nálægur, þar sem tíðindi voru að gerast. Kröfugöngur og útifundir voru næstum daglegir viðburðir. Þá var Steinn á Siglufirði eitt sumarið, og var dæmdur í fangelsi fyrir þátttöku í óeirðum. Jólanóttina 1935 sat ég ásamt nokkrum ungum verkalýðssinnum inni við Elliðaár og uppi á öskjuhlíð í hópi verkfallsvarða. Þar kom Ragna Möller með „Samt mun ég vaka“, sem þá var nýkomin út, og höfðum við það fyrir guðspjall dagsins. Það var í bílstjóraverkfallinu fræga. En hvað ætlarðu að segja mér um skáld- skapinn? Ég uppgötvaði snemma að ég hafði hæfileika til ritstarfa og ég vildi vinna góðum málstað gagn. En réttlætiskröfumar, sem ég erfði frá fóstra mínum, mikil samvizkusemi og margs konar kristilegar kenningar, sem ég hafði að heimanfylgju, ólu alltaf með sér efasemdir. Mér fannst alltaf að andstæðingamir hefðu þó nokkuð til síns máls. Ég fann það líka strax að í rauninni var ég ekki nógu stefnufastur til þess að eiga heima í hópi baráttuskálda. Ég gat staðið verkfallsvörð og á annan hátt orðið að liði á meðan verkalýðshreyfingin var fáliðuð, en í bókmenntum gat ég ekki orðið annað en samúðarmaður. Þessa viðhorfs sér glögg merki í tveimur fyrstu bókum mínum, sem út komu 1937 og 1941. Og þá erum við komnir að „Þorpinu", en það var nú ekki sízt vegna þess sem ég kom að ræða við þig. Jú, jú. Það vilja allir tala um þetta blessaða „Þorp“. Eins og þú veizt þurfti ég að senda út nýja útgáfu s.l. haust og koma af stað umtali um það í auglýsingaskyni. En nú þykir mér satt að segja nóg komið í bili. Ekki ertu þó farinn að skammast þín fyrir ,,Þorpið“. Nei, en kannski fyrir sumt, sem um það hefur verið sagt. Á hið lausa form „Þorpsins" rót sína að rekja til þessarar byltingar í ljóðagerð Evrópu, sem þú minntist á áðan? Ætli það ekki. Þetta viðfangsefni var nýtt í okkar ljóðagerð. Þorpslífið var ungt. Fyrirrennari minn 1 þorpsyrkingum var öm Arnarson. Hann beitti ýkjum og háði. Ég dró upp raunsannar myndir. Hjá mér átti ekkert málskrúð við, og ríminu var líka ofaukið. Var það að nokkru fyrir áhrif frá sænskum skáldum, að þú hafðir „Þorpið" án ríms og stuðla? Tvímælalaust. Það hef ég aldrei reynt að dylja. Ég hafði dvalizt í Svíþjóð sumarið 1938 og fram til vors 1939. Fór sá tími aðallega til náms. í stríðslok 1944 fór ég aftur utan og var þá í Svíþjóð næstmn því tvö ár. Og er það raunverulega eini tími ævi minnar, sem ég hef getað gefið mig allan að skáldskap. Ég kynntist þá allvel ljóðagerð sænsku öreigaskáldanna og gætir áhrifa þeirra í þremur síðari bókum mínum. Þar er fyrri útgáfa „Þorpsins" ort og frumdrög gerð að flestum viðbótarkvæðunum, sem eru í síðari útgáfu. Ekki held ég þó að sé til í Svíþjóð hliðstæða „Þorpsins“ að efni og framsetningu. 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.