Birtingur - 01.01.1957, Síða 20

Birtingur - 01.01.1957, Síða 20
Telur þú „Þorpið“ tilheyra einhverri sérstakri skáldskaparstef nu ? Ég er nú ekki vel að mér í bókmenntafræði. Á síðustu árum hefur stundum verið talað um „sósíalrealisma“ og verið hrós eða skammaryrði eftir atvikum. Ég gæti bezt trúað að sá stimpill hæfði ekki illa mínum skáldskap. Ertu viss um að „Þorpið“ sé Ijóð en ekki óbundið mál? Þetta er nú dálítið skrýtin spurning, nafni minn. En .... nei, við skulum ekkert vera að strika yfir hana. Látum hana bara standa. Og hvert er svarið? Það, sem kallað er sál, er að vísu margbrotið og óskilgreinanlegt fyrirbrigði. Meginþættir þess eru þó að minni ætlan tveir: vitsmunir og tilfinning. Þessar eigindir eru vissulega með mörgum og mismunandi hætti. Listamenn geta menn varla orðið nema þær séu báðar mjög ríkar í eðli þeirra. Gáfu- og afburðamenn á öðrum sviðum verða menn ef til vill miklu fremur, ef annar þessara tveggja þátta er sterkari en hinn. Ef við fullyrðum að listamenn þurfi að vera bæði gæddir töluverðum vitsmunum og tilfinningasemi, ber og að hafa það í huga að skammtar þessara gáfna eru vissulega mismunandi hjá mönnum og ræður það persónuleika þeirra og afrekum hvers á sínu sviði. Snúum við okkur að rithöfundum, hygg ég að tilfinningasemin — gef þessu orði nokkuð víða merkingu — þurfi að vera mun sterkari í eðli Ijóðskálda en ályktimargáfan. Kveikur ljóðsins er söngur hjartans, en það er hin kalda skynsemi, sem gerir kvæðið að því sköpunarverki, sem við köllum listaverk. Ég hef að vísu ekki mikið fengizt við sagnagerð, eða greinasmíð, en nóg til þess, að ég veit, að slík verk verða til með allt öðrum hætti en ljóð. Ég hef þess vegna aldrei verið í neinum vafa um hvar á að skipa efni „Þorpsins". Ég mun aldrei kalla það annað en ljóð; hvað aðrir gera er auðvitað þeirra einkamál. — Hitt er svo annað mál að hérlendis eru menn mjög ruglaðir í ljóðkennd sinni vegna rímhefðar okkar. Um það atriði gæti ég ýmislegt sagt, en við sleppum því nú. Ég hef ósköp vel getað skilið þá, sem lýst hafa því yfir — bæði við mig einkalega og á prenti — að „Þorpið“ sé ekki skáldskapur, og ég hef stundum látið sannfærst af rökum þeirra og fullyrðingum, — en að það væri ekki ljóð, nei, um það vissi ég betur en allir aðrir. Hefur þú alltaf gefið bækur þínar út sjálfur? Já, það má segja það. Forlagsnafn er þó á annarri útgáfu „Þorpsins“ og er það ekki að öllu leyti prentvilla. Heimskringla studdi að útgáfu þeirrar bókar. Var ekki ætlun þín upphaflega að gefa nú út heildarsafn? Jú, ég talaði utan að því við sjálfan mig og einn eða tvo aðra útgefendur, að ég mundi vilja gefa út þessar fimm bækur mínar að nýju, rímkvæðin sér, síðan Þorpsljóðin og loks Með örvalausum boga, og taka þar með — líkt og Steinn gerir — óbirt kvæði. Samanbundið hefði þetta orðið þokkaleg bók að stærð. Upp úr þessu tali kom nýja útgáfan af „Þorpinu". Hvað meira verður veit ég ekki. Hefurðu ekki þurft að binda þér töluverða skuldabagga með þessari útgáfustarfsemi ? O, jú. Þetta er f járfesting. Að vera ljóðskáld á íslandi er dýrasti munaður sem hægt er að leyfa sér, en ég er að öðru leyti ráðdeildarmaður. Og ég hef aldrei þurft að 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.