Birtingur - 01.01.1957, Page 21

Birtingur - 01.01.1957, Page 21
vera gustukamaður neins, — hvorki útgefenda né annarra — og það þykir kotungum gaman, því ekki vantar hofmóðinn í svoleiðis fólk. Og hvers er svo að vænta frá þér næst ? Hvað hefurðu á prjónunum, einsog það er orðað ? Ætli ég sé ekki dauður, eins og fleiri góðir menn? Okkar tími fer svo hratt að hæfileg andleg mannsæfi er fjórðungur aldar. Nú eru 20 ár síðan ég gaf út fyrstu bók mína. Ég dunda nú mest við þýðingar á sænskum ljóðum. Sumt af því hefur komið í tímaritum, mest er þó hálfunnið. Ekki ertu þó hættur að yrkja? Ég get sagt með Agli gamla: Mjök erum tregt tungu at hræra. Atburðir síðustu ára, bæði erlendis og hérlendis og ekki sízt viðbrögð minnar eigin þjóðar hafa 1 bili fölskvað trú mína bæði á sjálfan mig og aðra. Við erum í mikilli lífshættu á þessari jarðkringlu. Og það sem verst er, við höfum verið verri og heimskari, en ég hélt við þyrftum að vera. Tveir ferlegir jötnar berjast um yfirráð heims og láta dólgslega. Eins og drykkjuóðir unglingar tökum við þátt í ögrunarleiknum, vitandi það, að við yrðum fyrsta skotmark í nýrri styrjöld. Ekki nenni ég þó að standa upp á heljarþröminni og halda vandlætingarræður. Samvizka mín er að vísu ekki góð, ég hef ekki verið merkilegri en aðrir, en iðrunarsálma hafa nógu margir ort. Ef við skrimtmn, raulum við kannski eitthvað við börnin okkar, ef við höfum þá ekki vit á að þegja og lofa hinum ungu að tala. — Mér lízt heldur vel á ungu skáldin. J. Ó. 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.