Birtingur - 01.01.1957, Síða 21
vera gustukamaður neins, — hvorki
útgefenda né annarra — og það þykir
kotungum gaman, því ekki vantar hofmóðinn
í svoleiðis fólk.
Og hvers er svo að vænta frá þér næst ?
Hvað hefurðu á prjónunum, einsog það er
orðað ?
Ætli ég sé ekki dauður, eins og fleiri góðir
menn? Okkar tími fer svo hratt að hæfileg
andleg mannsæfi er fjórðungur aldar. Nú
eru 20 ár síðan ég gaf út fyrstu bók mína. Ég
dunda nú mest við þýðingar á sænskum
ljóðum. Sumt af því hefur komið í tímaritum,
mest er þó hálfunnið.
Ekki ertu þó hættur að yrkja?
Ég get sagt með Agli gamla: Mjök erum
tregt tungu at hræra. Atburðir síðustu ára,
bæði erlendis og hérlendis og ekki sízt
viðbrögð minnar eigin þjóðar hafa 1 bili
fölskvað trú mína bæði á sjálfan mig og
aðra. Við erum í mikilli lífshættu á þessari
jarðkringlu. Og það sem verst er, við höfum
verið verri og heimskari, en ég hélt við
þyrftum að vera. Tveir ferlegir jötnar
berjast um yfirráð heims og láta dólgslega.
Eins og drykkjuóðir unglingar tökum við
þátt í ögrunarleiknum, vitandi það, að við
yrðum fyrsta skotmark í nýrri styrjöld.
Ekki nenni ég þó að standa upp á
heljarþröminni og halda vandlætingarræður.
Samvizka mín er að vísu ekki góð,
ég hef ekki verið merkilegri en aðrir, en
iðrunarsálma hafa nógu margir ort.
Ef við skrimtmn, raulum við kannski
eitthvað við börnin okkar, ef við höfum þá
ekki vit á að þegja og lofa hinum ungu að
tala. — Mér lízt heldur vel á ungu skáldin.
J. Ó.
11