Birtingur - 01.01.1957, Page 25
Er kreppa í málaralistinni ?
André Bloc:
Það er vafalaust afarerfitt að skilgreina
jafnóðum meira eða minna ósjálfráðar
hrejrfingar í list nútímans. Samt sem áður
eru sumir listamenn og gagnrýnendur
orðnir uggandi um, að einhverskonar
ruglingur sé nú farinn að láta til sín taka í
heimi óhlutstæðrar hstar. Sumir erlendir
listagagnrýnendur, er líta upp til Parísar,
svo sem rétt er, tala um taugastríð þar. Við
veitum sérstaklega athygli flóði málverka
svonefndra tachista. Margir ungir málarar,
er til þessa hafa farið eftir vissum reglum,
hafa talið rétt að taka upp einhverskonar
tízkulist, óformlega málaralist þar sem
stjómleysi í byggingu útilokar þó ekki
nokkra ljóðrænu lita og efnis. Þessi órói
getur ekki orðið deiluefni og bendir ekki á
neina leið, en sýnir fremur áhuga fyrir
dutlungum. Tímarit vort telur því tímabært
að vekja athygli listamanna á hættunni af
tachista-akademisma, jafnframt leiðigirni
rígbundins geometrisma. Það virðist vera
kominn tími til að taka rögg á sig og ýmsir
listagagnrýnendur, er skrifa reglubundið í
tímarit vort, hafa talið heppilegt, að gera
upp hvernig raunverulega er ástatt. Það er
þetta, er þeir hafa gert tilraun til í þessu
hefti, með því að skipa nonfíguratívri og
abstrakt málaralist milli tveggja skauta,
geometrisma og formleysu.
Þó virðist svo, að orðið geometrismi hafi
I
imrchiiilirci.Niimnkiiimi.MiM
m'm r.lkkti
•■■■■■■■••■••■■■■■■■■■■■•■■■■■■■•■
iiiMajMMnajJMMnoukiiiMttcutitiii
■ i*ncuMi»Mri.kiiiMrri.i.iibiM(kkMai
I ■■•■■■■•■■■■■•••■■■■■■■■•■•■^^■■■■a
■ llJllllfl 1 4 JIII«13J< ••■■■• n d w ■ ■ ■ ■
• MinuiiiiiiinuiiiiiiiR DumiiiirmiiM
/ iMir.kkiiimkiiiimiiiiiiimiiii
...........
Soto: Komposition
15