Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 27

Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 27
hafa uppivöðslusamir fræðikerfasmiðir stundum einhverjar gáfur, svo óþarfa útskýringar mega gleymast. Til þess að vekja athygli hafa sumir lista- menn bætt listaverk sín með hreyfingu eða lýsandi tilbrigðum- Ýmsir sýningarsalir hafa veitt þeim húsaskjól, en ekki ætti að sýna slíkar tilraunir sem nýsköpun, þar sem hreyfing og ljósbrigði hafa alla tíð vakið forvitni. Vér viljum ekki mæla gegn rannsóknmn, síður en svo, en vilji maður hafa í huga seinagang þróunarinnar, samkvæmt veraldar sögunni, þá verður að játa — jafnvel á atómöldinni —, að ekki sé óhjákvæmilegt að umróta daglega því, sem gert var daginn áður, til þess að skapa ósvikið listrænt verk. Gildi verksins er óumdeilanlegt, hvaða aðferð sem listamaðurinn kann að hafa notað. Tilkoma litfilmu og breiðtjalda hefur ekki alltaf orðið til þess að auka gæði kvikmyndarinnar, frekar þvert á móti. Því fjölbreyttari möguleikum sem listamaðurinn á völ á, því erfiðara verður máske að ná hinu sanna gæðamarki. 1 listinni tökum við listræna nýsköpun fram yfir þá tæknilegu. Sá aragrúi listamanna, sem býr í París og þarf að halda í sér lífinu þar sem listin er ekki lengur sérlega hátt metin, hefur vissulega afsakanir fyrir að grípa til ýmissa ráða sér til framdráttar. En því er nú verr að athafnasemi þeirra orsakar rugling, og þegar svo ákaft er leitað að nýjiun leiðum þá er mjög hætt við, að hin beinasta og greiðasta verði útundan. Við skulum vona að listgagnrýnendur hætti að ýta undir þessa flækju á gálausan hátt; á því er brýn þörf að listamennirnir starfi á hljóðlátari hátt. Nýlega sýndi einn safnari fögur verk eftir nokkra ágæta meistara, en bar sig jafnframt illa yfir því, að koma ekki auga á slíka snilli hjá þeim ungu. Skarpskyggn augu sjá þó samt sem áður ýmislegt, sem lofar góðu, og enda þótt vissar þjóðir vilji hrifsa veldissprotann frá Parísarborg, þá mun hin gamla deigla evrópskrar listar halda áfram sínu hlutverki. Eftir nokkurn gusugang, sem þrátt fyrir allt er betri en stöðnun, munum við áreiðanlega fá fastmótaðra starf. Roger Bordier: Menn ergja sig yfir fullyrðingum, skapa margbrotin kerfi, stefnumið, uppeldisfræði eða tigna einhverskonar dulmögn listræns frelsis, sem enginn veit hvert gildi hafa fyrir frelsið, sem aldrei vinnst án baráttu, né hvaða þýðingu hafa fyrir listina þar sem öll sköpun hefur sínar takmarkanir. En áhyggjuefni okkar er ekki sjálfar deilurnar, sem eru óhjákvæmilegar, heldur miklu fremur hve lengi þær standa yfir. Að kappræður hafa orðið milli geometrista og tachista er ágætt, en að þær taki aldrei enda er hlægilegt. Eftir harða sókn og gagnsókn er umfram allt þörf á umræðum. Vegna vöntunar á hreinskilni, víðtækum skilningi og nægilegri hæversku af beggja hálfu er hætta á, að abstraktlistin bíði ósigur, að minnsta kosti hvað málara- og myndhöggvaralist snertir. Verður þá eftir 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.