Birtingur - 01.01.1957, Qupperneq 28
fagurfræði Calders um hreyfinguna, er
nýlega hefur verið endurnýjuð með
gáfulegum hætti af Tinguely og einnig
sjöunda listgreinin, sem í öllu falli gleymist
of oft. Sú hreinskilni er nauðsnleg að
viðurkenna vonbrigði okkar með abstrakt
málara- og myndhöggvaralist undanfarið. Of
oft hafa loforðin brugðizt. Oftast vegna
þeirrar stífni og þrákelkni, sem ég
hef minnzt á. Við skulum nú reyna að
athuga, eins nákvæmlega og unnt er,
afleiðingar þessa.
Það er rétt, að geometrisminn getur ekki
lengur fullnægt okkur algjörlega. Þetta
er ekki ásökun heldur listræn staðreynd,
sem er langt frá því að deyfa áhugann
fyrir þessari stefnu, heldur þvert á móti
skilgreinir hana. Við sjáum oft nú hve
þröngan stakk geometrisminn sníður
sjálfum sér og hvers vegna hann lokar fyrir
sér öllum leiðum til endurnýjunar. í ákefð
sinni að sanna tilveru sína á ótvíræðan hátt,
sem alltaf hefur .verið ein af hans
lofsverðu hliðum, er hann nú kominn á
leiðarenda, það er að segja í
takmörkunarstöðu. Hann verður því eins og
annað að breytast eða stranda, en
breytingar verða ekki án afsláttar. Það
stendur samt óhagganlega, að hann hefur
haft þýðingarmiklu hlutverki að gegna
síðustu tíu árin, því ekki verður í móti
mælt, að slíkar tilraunir hafi verið
nauðsynlegar. Þær hafa leitt ákveðnar gáfur
í ljós, skapað verk, sem ekki fyrnast og
þýðingarmikla skilgreiningu listrænnar
tjáningar. Einmitt vegna þess, að þessi
tilraun var mikilvæg, þá væri óskiljanlegt að
ríghalda í hana: Það þarf að notfæra
sér kraft hennar og ávinning til þess að
halda förinni áfram til nýrra staða.
Wols: Málverk
J
18