Birtingur - 01.01.1957, Page 31
þá stendur mér á sama um rafmagnið.
Ég hef óendanlega meiri ánægju af og
áhuga á verki eftir Léger eða Brancusi,
því sé rafmagnið aðalatriðið þá gæti ég
jafnvel eða betur fræðzt um það á einhverri
vísindasýningu samtímans. Það sem mér
finnst mjög meinlegt er, að þessi afstaða
til skáldskapar færist yfir á mannlegt svið
og að skáldin og rithöfundarnir, segjum
skáldrithöfundar eru taldir hinir illu
andar skáld-listamanna, málara og
myndhöggvara. Góði engillinn er vitanlega
vísindamaðurinn. Að sjálfsögðu gerir
listamaðurinn rétt, ef hann hefur áhuga
á því að.ganga á vit hins síðar nefnda,
en hvað knýr hann til þess að fórna
honum sínum óaðskiljanlega förunaut?
Hvenær var talið nauðsynlegt að fyrirlíta
rithöfundinn til þess að sanna aðdáun sína á
vísindamanninum ? Er krafturinn aðeins
í því hagnýta og hönd á penna ekki framar
hönd á plógi? Hlýtur skáldið sem skrifar
að vera háður baudelaire-örlögum sínrnn:
hæddur útlagi í landinu? Máski hefur
honum dottið í hug, að einn góðan veðurdag
myndu sumir listamenn hrópa með
stórborgurunum.
Fleiri orðum þarf ekki að þessu að eyða,
heldur vinna að því, að vinsemd ríki aftur að
skoðanaskiptum loknum. Ég skrifa þessa
grein aðeins vegna þess, að ég óska þess
einlæglega að rofnir verði múrarnir og
raunverulegt samstarf hef jist milli lista-
mannanna sjálfra, síðan við samherjana,
skáldin og rithöfundana, og við þá sem
nefnast gagnrýnendur, sem ekki eru alltaf
virtir að verðleikum, þótt oft yfirsjáist þeim.
Verið róleg. Ég er ekki að óska eftir allsherjar
friðargerð í listum, almennum faðmlögum
og óhugsanlegum samruna. Svo barnalegur
er ég ekki né kröfuharður. Heldur ekki
nægilega góður. Auk þess myndi ég vera svo
heiðarlegur að segja: mér finnst ekki
girnilegt að eiga orðastað við meðalmenn
og uppskafninga, sem of oft eru þeir sömu,
og þess vegna væri mér nær skapi að loka
augunum fyrir villum þeirra, sem ég get
metið vegna gáfna og hæfileika. Fyrst og
fremst er um það að ræða, innan ramma
þeirrar fagurfræði er mest ber á, að eyða
alltof mörgum fölskum mótsögnum, að
koma á nauðsynlegri samvinnu vegna stöðugt
fátæklegri sjónarmiða og greiða fyrir
skoðanaskiptum öllum til hagnaðar, þar
sem hver virðir skoðanir annars. Til þess
mætti taka fimm atriði til athugunar, miðuð
við það, sem nú er efst á baugi. Vísindastefna,
endalok geometrisma, tachismi, afturhvarf
til stórverka, hreyfing-
Fyrsta atriðið hefur áður verið rætt, og
geri ég það ekki frekar að umtalsefni.
Jafnframt var minnzt á þær aðstæður,
er geometrisminn hefur skapað sjálfum sér
til eyðileggingar. Þetta tvennt: afturför
geometrismans og fjarstæða vísinda-
stefnunnar, er sjáanlega hvað öðru skylt,
annað er framhald hins. Maður finnur sama
ósveigjanleikann og þessa þröngu
raunspeki, sem afsakar, hjá fáum einum,
mikinn áhuga fyrir skýrleika. En kref jist
samtíðin af okkur skýrleika í skáldskap,
þá er ekki átt við það að mála eða móta
skýrleikann bókstaflega, sem væri of
einstætt fyrirtæki; aðalatriðið er að vera
skýr þegar málað er eða mótað, svo og í
tilfinningum fyrir listinni.
Það er ekki að undra þótt hóflaus
geometrismi hafi vakið hóflausan
tachisma. Slíkur uppsteitur var
óhjákvæmilegur og er nú hörkuleg staðreynd.
21