Birtingur - 01.01.1957, Blaðsíða 34
fyrirbrigði fram í dagsljósið: abstraktsjón
í málverki og höggmynd. (Abstraktsjón var
þegar til í byggingarlist og í tónlist og
danslist hafði hún verið um aldir).
Svo virðist sem aldrei hafi jafn gagnger
bylting orðið í sögu hinna plastisku lista.
I rauninni var hér ekki um nýja stefnu
að ræða, heldur nýsköpun. Vissulega féll þar
með ekki úr sögunni að sameina form og
liti á sléttum fleti né byggja upp form
í þrívídd rúmsins í höggmynd. En merking
þessara lita og forma breytist algjörlega.
Með afneitun aJlra sambanda við hina ytri
náttúru varð ný myndræn rökvísi til, bæði 5
málverki og höggmynd. Og þessi nýja
rökvísi varð að birtast með nýjum
tjáningarhætti í verkunum.
Nú í dag höftun við því tvenns konar
myndræn tjáningarform á okkar valdi: annað
hlutlægt en hitt abstrakt. Þau eru í
samræmi við gjörólíkar hugsanir, tilfinningu
og aðferðir. Mismunurinn er djúpstæður.
Samt sem áður er þessi mismunur ekki
viðurkenndur af allskonar fólki, sem aðeins
segist gera greinarmun á gæðum verkanna.
Maður hlýtur að spyrja á hvern hátt þetta
fólk greini gott málverk frá lélegu, sé
við það miðað, að ekki sé hægt að átta sig
á málverki án skilnings á tjáningarformi
þess, en þetta fólk skeytir engu um það
í málverki því sem það horfir á.
Satt að segja eru þeir áhorfendur fágætir
og, þótt öfugmæli virðist, þeir listamenn
sem líta á málverk eða höggmynd sem
tjáningarform. Það er því ekki að undra
þótt skilningur f jöldans á plastiskum
listum, og jafnvel þeirra sérfróðu líka, sé
ákaflega þokukenndur. Það er heldur
ekki undarlegt, þó margt sé afar óljóst um
plastiskar-listir, þegar gerviskilningur og
Hans Hartung: Málverk
24