Birtingur - 01.01.1957, Qupperneq 38
sem mála ljósmyndir. En verk þeirra
tilheyra algjörlega bókmenntunum.
Að síðustu eru svo þeir bamalegu. Sennilega
eru þeir nú sem stendur einir um það að
framleiða hlutlæg verk, sem eitthvert gildi
hafa. Þeir halda áfram að kanna svið
hlutlægrar listar á þann hátt, sem algjörlega
er þeirra einkaeign, með mjög misjöfnum
árangri að vísu, en innilega ömggir í
sinni sök. Ég tel Caillaud bezta fimmtuga
hlutlæga málarann nú sem stendur.
Með þessari undantekninu hvað hinum
barnalegu viðvíkur (að viðbættum verkum
örfárra aldurhniginna listamanna, sem
enn eru á meðal okkar) getur hlutlæg
list, þrátt fyrir ótæmandi fræðilega
möguleika, ekki talið sig meðal lifandi lista
lengur. Ég vil segja: meðal þeirra lista,
sem í dag em annað en endurtekning
fortíðarinnar.
,,Hálf-hlutlæg“ list.
Hlutlæg list, eins og ég hef skilgreint hana
hér að framan, nær frá næstum
ljósmyndalegri eftirlíkingu hinnar ytri
náttúru til umbreytingar, sem enn hefur
ekki náð að útiloka skjóta og öragga
ákvörðun þess, af hverju myndin sé. Þegar
þessi ákvörðun er orðin erfið, í öllu falli
óviss, jafnvel ómöguleg, þá er komið að list,
sem stundum er ranglega nefnd
„hálf-hlutlæg“ eða jafnvel „óhlutlæg".
En þessi list er réttilega og algjörlega
hlutlæg, þannig séð, að hlutlægni listar
miðast hvorki við hversu langt umbreyting
hlutanna nær, né hvernig áhorfandanum
tekst að þekkja þá.
Öll hlutlæg málaralist breytir óhjákvæmilega
viðfangsefninu- Sjálf ljósmyndavélin gerir
Mannessiér: Vetur
Pollock: Málverk
26