Birtingur - 01.01.1957, Síða 41

Birtingur - 01.01.1957, Síða 41
ekki af þeim sökum, sem hún er nú á algjöru undanhaldi. Hættan liggur þvert á móti í því að auðvelda viðfangsefni. Þessi hneigð gerir usla á öllum sviðum abstrakt tjáningar, jafnt þeirrar geometrisku sem hinnar. Samt er rétt að viðurkenna, að vegna þeirrar formfestu er sú fyrrnefnda krefst, verður hún ekki jafn illa úti af þessu, eins og hin síðari, sem, þegar lengst er gengið, nálgast einskonar stjórnleysi. Tachistar leggja stund á þetta stjórnleysi með kerfisbundnum hætti. Þeir álíta það einu leiðina til að gera þau verk, sem séu beinasta og þar af leiðandi hreinasta tjáningin á sálarlífi listamannsins. Tachistar reyna að nota hina yfirskilvitlegu ósjálfráða skrift í málaralistinni. Surrealistar telja það ekki óhjákvæmilegt skilyrði fyrir ósjálfráðri skrift, að sniðganga viðurkennd lögmál tungumálsins, orð, setningar og málfræði. Aftur á móti afneita tachistar ekki einungis þeim formum, sem áður voru fundin (hring, þríhyrning, rétthyrning) og notuð í geometriskri abstraktsjón, heldur hafa þeir ofnæmi fyrir öllum ákveðnum formum og ganga svo langt í því, að afneita öllu, er gæti minnt á myndræna tjáningu. Þeir álíta að minnsta tilraun til að skipuleggja línur, form og liti gruggi óhjákvæmilega hina hreinu tjáningu sálarlífsins. Tachistar virðast ganga fram hjá því, að sálarlífsstefnan er þess ekki umkomin, að skapa tjáningarhátt af sjálfsdáðum. Að til þess að gera sig skiljanlegan þarf aðferð, sem áður er þekkt (eins og tungumálið er fyrir bókmenntirnar), eða í stöðugri þróun (eins og aðferð abstrakt málaralistar). Og • ennfremur, að ekki er hægt að birta hugsanir sínar á annan hátt en þann, sem aðferðin leyfir í samræmi við lögmál hennar. Þannig er þetta um ólíkan tjáningarhátt eins og byggingarlist og tónlist). Með því að þvinga sálarlífið til að sniðganga öll þekkt tjáningartæki, verður árangur tachistanna raunverulega tjáningarform af allra frumstæðasta tagi, er hefur lágmarks möguleika. Þar af leiðir, að sálarlífið verður jafn frumstætt og það kemur fram með þessum hætti. Maður gæti undrazt, að tachistar virðast ekkert snortnir af þeirri frámunalegu meðalmennsku, er verk þeirra bera vott um. Ég held að það sé vegna þess, að þeir hafi stórum minni áhuga fyrir árangrinum en þeirri rómantísku aðferð er til hans leiðir. Raunveruleg tjáning sálarlífsins er þeim minna virði en sú upplífgandi tilfinning að vera frjálsir, þótt þetta frelsi sé blekking ein. Um innihald verkanna gera þeir ekki meiri kröfur en allur fjöldi fólks, er á sama hátt lætur sér nægja að sjá allt í þoku. Niðurstaðan verður sú, að tachistar hafa valið öruggnstu leiðina að myndrænu froðusnakki. Abstraktsjónin, sem þeir eru stundum að flagga með, afsakar þá engan veginn. En ég tel það þarfaverk að leggja það á sig að gera kenningar þeirra að engu. Tachistar hafa ekki uppgötvað annað í ósjálfráðri málaralist og afneitun myndræns tjáningarforms en afsökun fyrir leti þeirra og getuleysi til sköpunar. Sönnunina fyrir því er að finna í meðalmennsku verka þeirra. 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.