Birtingur - 01.01.1957, Side 49
húfi en daglegt viðurværi hans sjálfs.
Tónlistarmaður þarf í eitt skipti að koma
sér upp glymtóli og getur með því músíserað
alla ævi. En áður hægt sé að færa leikrit
á svið, verður að vera til gildur sjóður
af beinhörðum peningum, og sé hann að láni
fenginn og farist fyrir með endurgreiðslu,
varðar það þungum viðurlögum. Verja þarf
tugum eða hundruðum þúsunda króna til
leiktjalda, búninga, húsnæðis fyrir
sýninguna og annars, sem þarf til rekstrar
hennar. Afleiðingin er sú, að fæst leikhús
geta leyft sér að taka til flutnings verk,
sem áhorfendum kann að þykja of
nýtízkuleg. Þau reyna þvi að velja leikrit,
sem hlotið hafa hylli annars staðar, eða
ný verk sem talin eru ágóðavænleg sakir
hláturvekjandi eða æsandi eiginleika. Þetta
er sá þrældómsf jötur, er knýr unga
höfunda, sem annars hefðu hneigzt að því
að ryðja nýjar brautir, til að upphefja
sama vælið og aðrir hafa kyrjað áratugina
á undan.
Eina færa leiðin til að losa leiklistina úr
þessum f járhagsfjötrum virðist vera að
skera niður kostnað við uppsetningu
og rekstur leiksýninga. Þá kemur til kasta
höfundanna að skrifa leikritin þannig,
að þau kref jist sem minnstra f járútláta. Því
minna stað- og tímabundin sem leikritin
eru, þeim mun auðveldara er að gera
ytri búnað þeirra á kostnaðarlítinn en
listrænan hátt. Margar sviðsskiptingar,
dýrir búningar, fjöldi leikara, hljómsveitir
og kórar er munaður, sem höfundar geta þá
fyrst leyft sér, er þeir geta þótzt nokkuð
vissir um, að verk þeirra hljóti aðsókn.
Margir og þá einkum háskólaprófessorar,
sem sprenglærðir eru á bókina, en hafa litla
nasasjón af hinu lifandi leikhúsi, hafa bent á
þá sparnaðarleið að hætta alveg við notkun
leiktjalda. Það væri mjög misráðið. Ekki ber
að gleyma því, að einn af kostum góðrar
leiksýningar er listrænt samspil hins talaða
orðs og hreyfinga leikarans við myndræna
túlkun í leiktjöldum, búningum og ljósum.
Hins vegar mættu leikskáldin láta sér
skiljast, að með því að slaka á kröfum
sínum um natúraliskt umhverfi gætu þau
tekið þessar hjálpargreinir í þjónustu sína í
ríkara mæli, og verk þeirra yrðu þá
jafnframt hæfari til flutnings sakir minni
kostnaðar. Þegar hin natúraliska leikritun,
sem nú ríkir, hefur runnið skeið sitt á enda,
getur nútímamyndlistin haldið innreið
sína í leikhúsin og gjörbreytt öllum
fjárhagslegum og listrænum viðhorfum.
Það má í rauninni teljast undur, þegar
ungu leikskáldi tekst eftir heiðarlegum
leiðum að afla sér þess frama að fá verk sitt
flutt á sviði. Leikhúsin gera þá kröfu til
skáldanna, að þau hafi náð miklum
listrænum þroska, áður fært þyki að taka
verk þeirra til flutnings. En margir
höfundar, sem góðum hæfileikum eru búnir,
ná ekki þeim þroska, fyrr en þeir hafa
fengið tækifæri til að sjá galla fnunverka
sinna á leiksviði- Leikritun er nefnilega
að því leyti frábrugðin annarri skáldritun,
að hún getur ekki þróazt nema í nánu
sambandi við leikhúsið, svo háð er hún
því. Öllum er ljóst mikilvægi þess, að ungir
höfundar, sem óbundnir enr f jötrum
hefðarinnar, fái færi á að læra starf sitt í
nánum tengslum við starfssviðið, leikhúsið
sjálft, og þeir fái verk sín sett á svið,
jafnvel þótt þau séu ekki tekin til reglulegra
sýninga. Sums staðar er tíðkað í leikhúsum,
að öðru hverju eru tekin verk ungra
höfunda, fengin í hendur reyndum
35