Birtingur - 01.01.1957, Page 54

Birtingur - 01.01.1957, Page 54
Það er ekki úr vegi, fyrst tækifæri gafst, að kynna þennan merka listunnanda fyrir lesendum Birtings. Við neyttum kvöldverðar saman í París í júní leið og spjölluðum um heima og geima. Ég sagði henni frá íslandi, hún mér frá tilbreytingaríku lífi listkaupmannsins sem iðkar það áhættuspil að kynna heiminum verk framsækinna og djarfra listamanna. — Hafið þér ávallt haft áhuga á listum ? spyr ég. — Já, faðir minn fór með okkur systurnar* í listasöfn og sýndi okkur sígilda list, og að sumu leyti er ég alin upp í andrúmslofti lista. Það var þó ekki fyrr en ég var orðin fullorðin stúlka, að ég fékk áhuga á nútímalist og einkum fyrir tilstuðlan frænda míns sem vann hjá Le Corbusier. — Póruð þér í nokkurn listaskóla? — Nei, ég hef ekkert prófskírteini upp á listþekkingu, svarar hún og brosir við. — Síðan kynntist ég Vasarely og við ræddum mikið vandamál listanna. Þá tók ég fyrst í alvöru að snúa mér að nútímalist, þeirri sem var að ryðja sér til rúms um þetta leyti: abstraktlistinni. Á stríðsárunum var allt skapandi listalíf drepið í dróma í París, en strax í stríðslok færðist nýtt fjör í allt og alla, ekki sízt listina. Meðan styrjöldin stóð rak ég listmunabúð í sama húsnæði og sýningarsalur minn er nú til húsa: við urðum einhvern veginn að afla okkur bjargar, — faðir minn og ættingjar voni allir í andspyrnuhreyfingunni og gátu hvergi látið sjá sig. Árið 1946 hætti ég þessari verzlun, ákvað að stofna listsal og helga mig algjörlega því nýjasta og frumlegasta í listum. Það var auðvitað hægara sagt en gert, því að ég hafði enga reynslu, ekkert fé, aðeins húsnæðið. * Systir Denise René er hægri hönd hennar við rekstur sýningarsalarins. Frá sýningu á verkum Vasarely í Sýningarsal Denise René
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.