Birtingur - 01.01.1957, Page 58
Bréfaskipti ráðstjórnarrithöfunda og
franskra rithöfunda vegna atburðanna í
Ungverjalandi í október 1956.
Um ungverjalandsmálin hefur mikið verið
ritað hér á landi, en mest af „þeim
hræsnurum, sem voga sér að hneykslast á því
í dag, sem þeir létu sér vel líka í gær“,
og á hinn bóginn af sósíalistum sem halda
uppi vömum fyrir valdamenn
Ráðstjórnarríkja af svo miklum móði að
þeir vita ekki fyrr til en þeir eru orðnir
flæktir í misgerðum þeirra. Orð beggja eru
jafn ómerk, því heilindin eru engin.
Aftur á móti er ómaksins vert að kynna sér
viðhorf þeirra manna „sem aldrei hafa
sýnt Ráðstjórnarríkjunum neina óvild né
heldur sósíalismanum“ og jafnan verið
öruggir málsvarar undirokaðra þjóða í
auðvaldsheiminum, svo sem þeir tala nú
máli kúgaðrár þjóðar austantjalds. Þess
vegna höfum við þýtt ályktun, er rúmlega
tuttugn kunnir franskir rithöfundar birtu í
France Observateur hinn 8. nóvember
síðast liðin.i, ásamt bréfaskiptum sem af
ályktuninni spunnust milli franskra og
rússneskra lithöfunda.
Ályktun frönsku rithöfundanna
Undirritaðir, sem aldrei hafa sýnt
Ráðstjórnarríkjunum neina óvild né heldur
sósíalismanum, telja sig nú um þessar
mundir hafa rétt til að bera fram mótmæli
við Ráðstjórnina fyrir að beita skriðdrekum
og fallbyssum til að brjóta á bak aftur
uppreisn ungversku þjóðarinnar og
sjálfstæðisvilja hennar, jafnvel þótt
afturhaldsöfl hafi tekið þátt í uppreisninni
og flutt hvatningarorð í útvarp
uppreisnarmanna.
Við álítum og munum ætíð verða þeirrar
skoðunar, að sósíalisma verði ekki fremur
en frelsi komið á fyrir tilstilli byssustingja,
og við óttumst að ríkisstjórn, sem sett
er á laggirnar með valdi, neyðist til þess
áður en langt um líður, ef hún vill halda
völdum, að beita sjálf þvingimmn og
þvi óréttlæti, sem af þeim leiðir, gegn sinni
eigin þjóð.
Við viljum sérstaklega geta þess, að þótt
við þykjumst þess fullvissir, að ekki séu sem
stendur fyrirhugaðar neinar aðgerðir geng
frelsi ungverskra rithöfunda, erum við
ekki með öllu kvíðalausir um framtíð þeirra,
og við andmælum fyrirfram þeim ásóknum,
sem þeir kynnu að verða fyrir.
Ennfremur viljum við sízt ókröftuglegar
mótmæla þeim hræsnurum, sem voga sér að
hneykslast á því í dag, sem þeir létu sér
vel líka í gær. Við neitum því, að þeir menn
hafi rétt til að andmæla íhlutun
Ráðstjórnarríkjanna í Ungverjalandi, sem
þögðu — ef þeir þá fögnuðu ekki —, þegar
Bandaríkin kæfðu í blóði það frelsi, sem
náðst hafði í Guatemala.
Við viðurkennum ekki þennan rétt þeim til
handa, sem voga sér að tala um „aðgerðir
í Prag“ á sama tíma og þeir fagna
hástöfum „aðgerðum í Suez.“ Við
viðurkennum ekki þennan rétt til handa
þeim ráðherra, sem gengur svo langt í
ófyrirleitni að voga sér að tala um frelsi
þjóðanna og ákæra sorgþrunginni röddu þá,
sem dirfist að veita því tilræði, meðan
fallhlífarhermenn hans leggja undir sig
egypzka jörð.
Höfuðkrafa okkar gagnvart ráðstjóminni
44