Birtingur - 01.01.1957, Síða 58

Birtingur - 01.01.1957, Síða 58
Bréfaskipti ráðstjórnarrithöfunda og franskra rithöfunda vegna atburðanna í Ungverjalandi í október 1956. Um ungverjalandsmálin hefur mikið verið ritað hér á landi, en mest af „þeim hræsnurum, sem voga sér að hneykslast á því í dag, sem þeir létu sér vel líka í gær“, og á hinn bóginn af sósíalistum sem halda uppi vömum fyrir valdamenn Ráðstjórnarríkja af svo miklum móði að þeir vita ekki fyrr til en þeir eru orðnir flæktir í misgerðum þeirra. Orð beggja eru jafn ómerk, því heilindin eru engin. Aftur á móti er ómaksins vert að kynna sér viðhorf þeirra manna „sem aldrei hafa sýnt Ráðstjórnarríkjunum neina óvild né heldur sósíalismanum“ og jafnan verið öruggir málsvarar undirokaðra þjóða í auðvaldsheiminum, svo sem þeir tala nú máli kúgaðrár þjóðar austantjalds. Þess vegna höfum við þýtt ályktun, er rúmlega tuttugn kunnir franskir rithöfundar birtu í France Observateur hinn 8. nóvember síðast liðin.i, ásamt bréfaskiptum sem af ályktuninni spunnust milli franskra og rússneskra lithöfunda. Ályktun frönsku rithöfundanna Undirritaðir, sem aldrei hafa sýnt Ráðstjórnarríkjunum neina óvild né heldur sósíalismanum, telja sig nú um þessar mundir hafa rétt til að bera fram mótmæli við Ráðstjórnina fyrir að beita skriðdrekum og fallbyssum til að brjóta á bak aftur uppreisn ungversku þjóðarinnar og sjálfstæðisvilja hennar, jafnvel þótt afturhaldsöfl hafi tekið þátt í uppreisninni og flutt hvatningarorð í útvarp uppreisnarmanna. Við álítum og munum ætíð verða þeirrar skoðunar, að sósíalisma verði ekki fremur en frelsi komið á fyrir tilstilli byssustingja, og við óttumst að ríkisstjórn, sem sett er á laggirnar með valdi, neyðist til þess áður en langt um líður, ef hún vill halda völdum, að beita sjálf þvingimmn og þvi óréttlæti, sem af þeim leiðir, gegn sinni eigin þjóð. Við viljum sérstaklega geta þess, að þótt við þykjumst þess fullvissir, að ekki séu sem stendur fyrirhugaðar neinar aðgerðir geng frelsi ungverskra rithöfunda, erum við ekki með öllu kvíðalausir um framtíð þeirra, og við andmælum fyrirfram þeim ásóknum, sem þeir kynnu að verða fyrir. Ennfremur viljum við sízt ókröftuglegar mótmæla þeim hræsnurum, sem voga sér að hneykslast á því í dag, sem þeir létu sér vel líka í gær. Við neitum því, að þeir menn hafi rétt til að andmæla íhlutun Ráðstjórnarríkjanna í Ungverjalandi, sem þögðu — ef þeir þá fögnuðu ekki —, þegar Bandaríkin kæfðu í blóði það frelsi, sem náðst hafði í Guatemala. Við viðurkennum ekki þennan rétt þeim til handa, sem voga sér að tala um „aðgerðir í Prag“ á sama tíma og þeir fagna hástöfum „aðgerðum í Suez.“ Við viðurkennum ekki þennan rétt til handa þeim ráðherra, sem gengur svo langt í ófyrirleitni að voga sér að tala um frelsi þjóðanna og ákæra sorgþrunginni röddu þá, sem dirfist að veita því tilræði, meðan fallhlífarhermenn hans leggja undir sig egypzka jörð. Höfuðkrafa okkar gagnvart ráðstjóminni 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.