Birtingur - 01.01.1957, Side 60

Birtingur - 01.01.1957, Side 60
kröfur við valdhafana, naut hún samúðar þjóðar okkar. Hinn 30. október gaf ráðstjórnin út yfirlýsingu um að treysta til hins ítrasta vináttu og samvinnu milli Ráðstjórnarríkjanna og annarra sósíaliskra landa. Sovétherinn, sem var í Ungverjalandi samkvæmt Varsjársáttmálanum, var látinn hverfa frá Búdapest undireins og stjórn Imre Nagy óskaði þess, sú sama, sem áður hafði sjálf farið fram á það, að ráðstjómarher kæmi henni til hjálpar. Þið munið hvað síðan gerðist. Gagnbyltingarmenn höfðu ályktað, að þeirra stund væri upp runnin. Það er augljóst, að ennþá vitið þið ekki allt, en vissulega hafið þið fengið vitneskju inn hluta af því sem átti sér stað. En samt sem áður hafið þið ákveðið að mótmæla, „jafnvel þótt afturhaldsöfl, sem fluttu hvatningarorð í útvarp uppreisnarmanna, hafi tekið þátt í þessari uppreisn." „Hafi tekið þátt í . . . . “ Ef þeir hefðu ekki gert annað en „taka þátt“ í henni! Þeir „fluttu hvatningarorð í útvarp . . .“ Ef þeir hefðu ekki gert annað en „flytja hvatningarorð. * ‘ Mundu vikur og mánuðir þurfa að líða áður en þið sjáið allan sannleikann um ógnaröld fasismans, sem brotizt hafði út í Ungverjalandi, áður en þið horfizt í augu við allar staðreyndir og afleiðingar þessara staðreynda ? Svo er mál með vexti, að það er engum framar neitt leyndarmál, að Vesturveldin hafa sent flugvélar merktar vestur-þýzka sambandslýðveldinu og Englandi til Búdapest, með hundruð liðsforingja, gamalla horthy-sinna, sem höfðu verið í her Hitlers Við getum bent ykkur á amerísku „miðstöðina í Salzburg", en þaðan voru sendir inn í Ungverjaland njósnarar, undirróðursmenn, loftbelgir hlaðnir áróðurspésum, senditækjum o. s. frv. Við minnum ykkur á hvatningarorð til uppreisnarmanna í Ungverjalandi, sem dag hvern, hverja stund, löngu áður en atburðirnir hófust, hljómuðu frá mörgum útvarpsstöðvum Vestur-Evrópu og Ameríku. Þið vitið að sjálfsögðu, að jafnvel sum blöð í Vestur-Þýzkalandi hafa sérstaklega ásakað stöðina „Útvarp frjálsrar Evrópu“ fyrir að hafa hvatt til uppreisnar í Ungverjalandi og að hafa lofað hjálp frá útlöndum. Hafið þið nokkurntíma heyrt slík hvatningar- orð til vestrænna þjóða frá útvarpsstöðvum í sósíaliskum löndum? Og hvað hefðuð þið sagt um slík hvatningarorð ? Og hvaða ályktanir hefðuð þið dregið af þeim? Meðal þeirra höfunda, sem að þessu bréfi standa, eru menn, sem muna hvitu ógnaröldina og vita hvað hún er. Á þeim árum, þegar borgarastyrjöldin geisaði í Úkraínu, komum við til bæja og þorpa þar í landi og sáum lík ungs fólks, kvenna, gamalmenna, sem orðið höfðu píslarvottar hvítliða- Meðal þeirra voru ekki aðeins félagar úr æskulýðssamtökum kommúnista og kommúnistar; það voru blátt áfram starfsmenn ráðstjórnarskipulagsins, verkamenn úr þjóðnýttum verksmiðjum. Og allt þetta átti sér stað í Úkraínu á því sama ári 1919, þegar ungverska afturhaldið var að brjóta á bak aftur ungverska lýðveldið. Sumir þeirra höfunda, sem að þessu bréfi standa, tóku þátt í síðari heimsstyrjöldinni og muna vel eftir vígstöðvunum við Voraneje. Þeir muna vel til hvers 46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.