Birtingur - 01.01.1957, Page 63

Birtingur - 01.01.1957, Page 63
Svar franskra rithöfunda. Við höfum lesið með mestu athygli bréf það, sem þið hafið skrifað okkur vegna yfirlýsingar okkar um atburðina í Ungverjalandi, og við teljum það ákaflega mikilvægt, að bréf ykkar skuli hafa komið fram. Enda þótt satt sé, að sumir okkar hafi fengið tækifæri til að hitta nokkra úr ykkar hópi á fundum rithöfunda og menntamanna og á heimsþingum Friðarhreyfingarinnar, þá er þetta í fyrsta sinn, að þið hef jið raunverulegar rökræður við útlenda stéttarbræður ykkar, sem hafa í nafni sósíalismans orðið til þess að vega og meta stefnu ráðstjórnarinnar. Við lýsum ánægju okkar með þetta frumkvæði. Það fær okkur til að álykta eins og þið, að þegar öll kurl koma til grafar „siglum við allir á sömu fleytunni", því að við erum fyrir okkar leyti sannfærðir um, að héðan í frá sigli þeir allir á sömu fleytunni, sem í baráttunni fyrir sósíalismanum eru reiðubúnir til frjálsra rökræðna við baráttufélaga sína um deiluatriði, í stað þess að fordæma þá, bregða þeim um svik eða fasisma, án þess að vilja hlusta á þá. Bréf ykkar hefur þó ekki talið okkur hughvarf, bæði vegna þess að við álítum sxunar af athugasemdum ykkar ekki nógu vel grundaðar né nógu nákvæmar, og skilgreining okkar á atburðunum er af þeim sökum önnur en ykkar. I. — Sannarlega vitum við, að f jölmenn afturhaldsöfl hafa notfært sér uppreisn fólksins í þeim tilgangi að berjast gegn stjórnskipun sósíalismans; við þekkjum ræðu Mindszentys, við vitum að flóttamenn úr hópi Horthy-sinna hafa brugðið hart við í útlöndum. Við erum sannfærðir xun, að þessir sömu flokkar manna hafa hugsað gott til glóðarinnar að endurreisa gamla stjórnarfarið og að þeir hafa lagt sig alla fram um að koma því í kring, hvattir af vissum samtökum amerískum, sem hafa þó ekki þorað að veita þeim verulega aðstoð, er til kastanna kom. Við vitvun einnig, að þessir sömu ungversku flóttamenn tóku virkan þátt í árásinni á Chateaudun-gatnamótum (bækistöðvar franska kommúnistaflokksins. þýð.), sem við höfum öll fordæmt. 1 stutu máli: Við neitum því ekki, að þegar atburðirnir í Ungverjalandi gerðust, hafi Btafað hætta frá afturhaldinu, en við drögum í efa að hún hafi verið jafnmikil og þið viljið vera láta, og við álítum sérstaklega, að það atriði verði ekki aðskilið og einangrað frá pólitísku samhengi þessa máls, sem er einmitt veigamikið og þar sem sérstaklega jákvæð öfl koma við sögu. Ef menn sjá ekkert annað en þessa hættu, gera þeir samskonar villu og það væri til dæmis, ef við segðum, að fyrst kommúnistar berjist við hlið þjóðernissinna í Alsír, þá standi Moskva á bak við uppreisn landsmanna þar- Yfirleitt virðist okkur, að fréttir Tass-fréttastofunnar og greinar í Pravda hafi sýnt tilhneigingu í þá átt að gera mikið úr vissum atriðum, án þess að benda alltaf á sannanir því til réttlætingar, og túlka þessi atriði einhliða, þ.e.a.s. rangfæra þau. Af þessum sökum virðist okkur, að þið hafið sjálfir ekki fengið að vita allan þann sannleika, sem þið biðjið okkur að gaumgæfa, og að stjórn ykkar hafi sjálf vafalaust fengið rangar fregnir af ástandinu eins og það raunverulega var, úr því að þið viðurkennið að hún hafi ekki i tæka tíð 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.