Birtingur - 01.01.1957, Page 67

Birtingur - 01.01.1957, Page 67
minnsta kosti eins mikið og verið hefur. 1 byrjun þessa árs varð gífurleg hækkun á pappír (öðrum en dagblaða- og glæparitapappír), og þegar þetta er ritað hafa prentarar nýlega sagt upp samningum. Er því sýnt að útgáfukostnaður eykst verulega á þessu ári. Birtingur er í raun eign áskrifendanna, því að tilvera hans byggist á að þeir séu fúsir að greiða hann því verði sem útgáfan kostar- Við komumst þess vegna ekki hjá að ihækka árgjaldið um tuttugu krónur, en eftir sem áður er Birtingur ódýrt rit borinn saman við annað prentað mál, og mun það sannast enn betur í jólakauptíðinni, þegar nýjar bækur koma á markaðinn. Vegna nýrra kaupenda skal þess getið, að enn er hægt að fá við áskriftarverði 3. og 4. hefti Birtings 1955 á 15 krónur hvort hefti og 1.—4. hefti 1956 á 20 krónur hvert hefti. — Islendingar hafa orð á sér fyrir að vera dálítið tómlátir og svifaseinir á stundum, og varfærni þeirra gagnvart nýjungum í listum hefur orðið mörgu mætu riti að aldurtila í frumbernsku: menn hafa viljað sjá hvemig það spjaraði sig, áður en þeir gerðust kaupendur — og beðið þangað til ungviðið var búið að taka andvörpin. Við gerðum okkur grein fyrir þessu í upphafi, bjuggum okkur þess vegna undir þolslund og höfum nú fengið sæmilega þjálfun í þeirri íþrótt. En stundum kemur seinlætið silakeppnum í koll, og svo fór um þá sem gerðust ekki kaupendur að Birtingi frá upphafi. Þegar síðast fréttist var 1. hefti Birtings 1955 komið í hundrað króna verð hjá fornbóksölum, og 2. hefti 1955 mun vera álíka fágætt. Þessi tvö hefti kosta því núorðið þriðjungi meira en áskrifendur hafa greitt fyrir Birting allan frá upphafi, og verður ekki reynt hér að gizka á hvað í þau verði boðið á bókauppboðum Sigurðar Benediktssonar að nokkrum árum liðnum. — Upplag þeirra sex hefta, sem enn eru fáanleg, er mjög takmarkað og þess vegna ráð að afla sér þeirra fyrr en síðar. Fáeinir menn eiga enn ógoldið árgjald seinasta árs, og má ekki lengur dragast að greiða það af höndum. Með útkomu þessa heftis fellur árgjaldið 1957 í gjalddaga. Eru kaupendur úti á landi vinsamlega beðnir að innleysa póstkröfuna strax þegar hún berst þeim, en kaupendum í Reykjavík treystum við til að borga árgjöld sín í Bókabúð Braga. Verður ekki ofbrýnt fyrir áskrifendum hve mikill léttir og sparnaður væri að því, ef allir greiddu árgjöldin ótilkvaddir, því að öðrum kosti neyðumst við til að ráða innheimtumann, en laun hans mundu nægja til að kosta útgáfu heils heftis. Kysum við fremur að verja því fé til bættrar og aukinnar útgáfu og væntum skilnings kaupenda í þessu efni sem öðrum. * Birtingur óskar lesendum gleðilegs sumars og þakkar gott samstarf á liðnum vetri. 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.