Birtingur - 01.01.1957, Side 74

Birtingur - 01.01.1957, Side 74
fara skilyrðislaust eftir skoðun viðskiptavinanna. Við verðum að koma þeim í skilning um að þarfir þeirra séu í samræmi við hugmyndir okkar. Ef þeir gera til okkar kröfur, sem eru augsýnilega út í bláinn, verðum við að reyna að skilja, hvað fyrír þeim vakir og fá þá til að fallast á þá lausn, sem bezt er. Sjúklingi mundi áreiðanlega ekki detta í hug að segja lækni sínum fyrir verkum, en því miður virðast arkitektar ekki njóta sama trausts og læknar. Við verður að taka á okkur ábyrgð og forystu, svo að við teljumst ekki ósjálfstæðir handverksmenn. Hvorki viðskiptavinir né almenn skoðanakönnun geta skorið úr því sem mestu varðar, en þegar bezt lætur aðeins dæmt um það sem liggur í augum uppi. Enn einn misskilning þarf að leiðrétta. Oft er sagt: „nútímamenn leggja höfuðáherzlu á lífið sjálft, en ekki tæknina“, og því er haldið fram að vígorð Le Corbusiers — „Húsið er vél til að búa í“ — sé orðið úrelt. Jafnframt eru brautryðjendur hinnar nýju stefnu sakaðir um einstrengingsleg og vélræn viðhorf, að þeir hefji tæknina til skýjanna, en skeyti ekkert um mannleg verðmæti. Þar eð ég er sjálfur í hópi þessara manna, hlýt ég að undrast, hvernig okkur hefur tekizt að byggja á svo slæmri undirstöðu. í raun og veru hefur viðleitni okkar beinzt að því að taka tæknina í þjónustu mannlegra verðmæta. Fyrstu sýningu okkar (1923) valdi ég einkunnarorðin „List og tækni ný eining“, og bar hún síður en svo vott um þröngsýn, vélræn viðhorf. Okkur var ljóst að ekki reið síður á að fullnægja tilfinningalegum þörfum en praktiskum. Þetta kemur skýrt fram bæði í ritum mínum og Le Corbusiers. En „fúnksjónalisminn" var rangtúlkaður af þeim, sem lögðu höfuðáherzlu á hina vélrænu hlið hans. Auðvitað lögðum við mikið upp úr tækni og vísindum, en markmið okkar var að tækni og vísindi þjónuðu mannlífinu, ekki öfugt. Vanhugsaðar nafngiftir eru oft villandi. Gott dæmi um það er heitið „Alþjóðlegur stíll“. 1 fyrsta lagi er ekki um neinn fullskapaðan stíl að ræða, í öðru lagi er orðið alþjóðlegur óviðeigandi, af því að stefna okkar tekur einmitt sérstakt tillit til staðhátta og þjóðhátta án þess þó að verða að væmnum „átthagastíl". Það hefur einnig ruglað hugmyndir manna, að vissir menn úr okkar hópi sviku köllun sína. Þeir gerðu sér vonir inn að geta aflað stefnu okkar skjótra vinsælda með því að „lífga hana upp“ með tízkufyrirbrigðum og stíleinkennum liðins tíma. Jón Eiríksson þýddi. 60
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.