Birtingur - 01.01.1957, Síða 78
Geir Kristjánsson:
Herskráning
Hinn sparibúni:
(einsmannsþáttur)
Biðstofa þar sem nýliðar bíða læknisskoðunar. Til vinstri stór gluggi og
dyr hægra megin við gluggann. Þegar þátturinn hefst sitja þama
fimm menn. Pjórir þeirra eru klæddir bláum samfestingum, samlitum
veggjum herbergisins, hvítir í framan og sérkennalausir, jafnvel
augnabrúnir þeirra og varir eru hvítar, sá fimmti er HINN
SPARIBÚNI. 1 herberginu er ekki annáð húsgagna en stólar staðsettir
óreglulega fram með veggnum til hægri og fyrir miðju. Tveir þeirra
eru auðir. Á stólnum beint á móti glugganum situr HINN SPARIBÚNI:
rjóður og sællegur miðaldramaður með hvítt hálslín, í dökkum
jakka og röndóttum buxum og hvílir hendur á úttroðinni skjalatösku
sem hann hefur á hnjánum. Svartan kollhatt sinn hefur hann lagt á stól
við hlið sér. Framan af þættinum má öðru hverju heyra óm af
skipunarorðum, hrópum og taktföstu fótataki í garðinum fyrir utan.
(situr þegjandi um stund eins og hann sé að hlusta og starir út í
gluggann; því næst ekur hann sér ofurlítið í sætinu og lítur í kringmn
sig á hina) Þið þurfið ekki að vera feimnir við mig, drengir, þó þið séuð
vinnuklæddir. Ég er vanur að umgangast fólk. (þögn) Ég er búinn
að sitja hér og bíða síðan klukkan sjö í morgun. (þögn) Nú get ég séð á
sólinni þarna á veggnum hinumegin, þar sem þeir æfa sig með
byssustingina, að það er bráðum hádegi. (drýkklöng þögn) Ég á svo
bágt með að sitja lengi þegjandi innan um fólk.......Þá fer alltaf
eitthvað á stað í mér eins og þegar lokið lyftist á katlinum við það að
sýður í honum.......Já, það sýður í mér, og ég fer að tala, rólega og
viðstöðulaust. Það hefur alltaf þægileg áhrif, bæði á sjálfan mig og aðra.
.... Ég er líka maðurinn sem alltaf syngur í rútubílunuxn.
Öllum finnst ég skemmtilegur og ég er eftirsóttur í ferðalög.....
Ég hef alltaf skrýtlur á takteinum, eins og t. d. þá um Skozka hestinn
sem ekki fékkst úr sporunum af því hann stóð á pennýi. Sú saga
gerir alltaf lukku. Og svo hef ég lagt mér til ýmislega fyndni sem
64