Birtingur - 01.01.1957, Page 81

Birtingur - 01.01.1957, Page 81
en ég get ekki sagt ykkur nánar frá þessum áætlunum, því þær eru strangasta hernaðarleyndarmál. Það eina sem ég get sagt ykkur er að þær f jalla allar mn töku Grænlands, okkar gömlu nýlendu. Ég hef hér nákvæmustu upplýsingar sem völ er á um hafnir og aðra staðhætti bæði þar og í Færeyjum. Meir en þúsund vélritaðar heilarkarsíður, auk uppdrátta og korta. Öll frístundavinna mín í tíu ár, unnin á meðan aðrir skemmtu sér við vín og konur. Þið getið hugsað ykkur mig sitja yfir þessu langt fram á nætur uppi í loftkompu minni, óþekktan mann með hrikalega herstjórnarhæfileika sem aldrei hafa fengið að njóta sín. Það er alltaf þannig sem grundvöllur er lagður að miklum atburðum í heimssögunni! (þögn) Þið munuð hafa tekið eftir að ég nefndi Færeyjar? Hernám Færeyja er fyrsta skilyrði þess að við getum hafizt handa á Grænlandi. Þetta er mín kenning, drengir, rökstudd og sett hér fram á ljósu máli af mér sjálfum. (þögn) En við förum ekki í stríð alveg formálalaust, ef þið haldið það, nei, ónei. öll stríð þurfa nákvæman undirbúning. Fyrst þarf að stappa stálinu í fólkið og gefa því hugsjón og siðferðisstyrk. Það þarf siðferðisstyrk til að fara út í stríð, vinir mínir, mikinn siðferðisstyrk. Við mundum byrja á því, að vekja athygli á líkránum dana á Grænlandi. Já, ég sé þið verðið hlessa, en Isannleikurinn er sá, að í fimmtíu ár hafa danir verið að ræna líkum úr íslenzkum kirkjugörðum á Grænlandi. Ég bið ykkur vel að merkja, að þetta eru ekki beinagrindur, heldur lík. Það gerir frostið í jörðinni. Og mundi nú ekki flestu íslenzku fólki fara að renna blóðið til skyldunnar, þegar það heyrir þetta! Ja, hvað finnst ykkur? Her okkar fær strax í upphafi það göfuga hlutverk að uppræta þessa ósvinnu, þessa fótumtroðslu á grafhelgi íslenzkra manna og kvenna, hinna einu og sönnu grænlendinga. Mundi ekki fylgja því nokkur siðferðisstyrkur, ég spyr? Ætli við þyrftum mikið meira til að fyllast hetjumóði! (þögn) Þið sjáið að það er ekkert smáræði sem þarf að taka tillit til, þegar menn undirbúa stríð, og þar sem er her verður alltaf að undirbúa stríð, hvort sem mönnum er alvara eða ekki, því annans úrkynjast herinn og endar með að vera ekki meiri her en Hjálpræðisherinn. Þetta er mín kenning! (þögn) Þetta er allt skrifað hér og geymt í möppunni. Meir en þúsund vélritaðar heilarkarsíður! (hlær lítið eitt) Þið farið nú að skilja að dönsku leyniþjónustunni þætti ég feitur biti að ná í. (þögn) Ég sé að þið eruð dolfallnir yfir að ég skuli hafa hugsað þetta allt. En það er af því að ég hef herstjórnargáfuna. Já, þessa makalausu herstjórnargáfu, þótt enginn vissi hvað í mér bjó. Ég fór líka vel með það og sagði það engum, því ég get verið þögull eins og gröfin, þegar því er að skipta. En það er alltaf. erfitt að þegja 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.